Mosfellskar þingkonur

Una Hildardóttir og Bryndís Haraldsdóttir á Álþingi Íslendinga.

Una Hildardóttir og Bryndís Haraldsdóttir á Alþingi Íslendinga.

Tvær mosfellskar þingkonur hafa setið á Alþingi frá því þing kom saman eftir jólaleyfi.
Una Hildardóttir varaþingmaður Vinstri grænna hélt jómfrúarræðu sína miðvikudaginn 24. janúar. Una kemur inn sem varaþingmaður fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur.
Í fyrstu ræðu sinni beindi Una augum þingheims að stöðu samnings Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem undirritaður var í Istanbúl 2011.
Bryndís Haraldsdóttir hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2016.