Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag

Hanna Guðlaugsdóttir

Hanna Guðlaugsdóttir

Mosfellsbær býður starfsmönnum sínum að sækja fjölbreytta íþróttatíma, þeim að kostnaðarlausu. Er þetta liður í að hvetja alla starfsmenn til að hreyfa sig með reglubundnum hætti, bæta heilsufar sitt, vellíðan og hreysti.
Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa starfsmenn sótt tíma í jóga, vatnsleikfimi, Peak Pilates og nú bætast skokk- og hlaupahópar við fram á sumar.
Mosfellsbær hóf einnig að bjóða starfsmönnum sínum samgöngustyrk árið 2018 og hvetja þannig starfsmenn til að bæði hreyfa sig meira og nota vistvænan ferðamáta til og frá vinnu í a.m.k. 80% tilvika eða fjóra daga í viku.

Nú er að hefjast árlegt heilsu- og hvatningarverkefnið „Hjólað í vinnuna“. Meginmarkmið átaksins „Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta/hjólabretti o.s.frv. Þeir sem nota almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin/hjóluð er til og frá stoppistöð.
Starfsmenn Mosfellsbæjar eru hvattir til að taka virkan þátt í átakinu og sækja þá einnig um samgöngustyrk. Mosfellsbær verður með hvatningarstöðvar á eftirtöldum dögum/stöðum þar sem þeir sem „Hjóla í vinnuna“ geta stoppað við eftir hjólatúrinn og fengið sér hressingu við skemmtilega tónlist áður en haldið er til vinnu.

hannagreinHREYFUM OKKUR INN Í SUMARIÐ!
Mosfellsbær – Heilsueflandi samfélag

Hanna Guðlaugsdóttir
Mannauðsstjóri Mosfellsbæjar