Hugleiðing um menningarmálefni

olga

Olga J. Stefánsdóttir

Kæru Mosfellingar, mig langar að byrja á því að þakka fyrir það traust sem okkur í Vinum Mosfellbæjar var veitt í kosningunum síðastliðið vor.
Nýlega fór fram fyrsti fundur í nýrri menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar, þar sem farið var yfir þau mál sem efst eru á baugi hjá nefndinni. Opinn fundur íbúa í Hlégarði í október sl., þar sem leitað var hugmynda að áherslum um menningarmál var mjög áhugaverður og verður spennandi að sjá samantekt og helstu niðurstöður þess fundar þegar sú vinna er tilbúin.
Mikilvægt er að íbúar hafi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri í öllum aldurshópum. Það er gott að búa í Mosfellsbæ og mikilvægt að íbúar geti verið með í skoðanaskiptum í stefnumótun eins og menningarmálum þar sem það erum jú við sem búum hér sem munum taka þátt í og sækja viðburði.
Gróska í menningarmálum er flestum mikilvæg, því að búa í góðu menningarlegu samfélagi þroskar okkur, veitir gleði og minnkar samfélagslega einangrun. Einnig höfum við mörg tækifæri til nýsköpunar á sviði menningar- og atvinnumála með frjóum huga, áhuga og elju.
Óska ykkur öllum gleði og friðsældar á aðventunni.

Olga J. Stefánsdóttir
áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar
í Menningar- og nýsköpunarnefnd