Guðrún Ýr gefur út sitt fyrsta lag

gudrunyr

Mosfellingurinn Guðrún Ýr, 21 árs, gaf á dögunum út sitt fyrsta lag sem ber titilinn Ein.
„Ég byrjaði að læra jazzsöng fyrir um fjórum árum, en hef samt verið í tónlist frá því að ég man eftir mér og lærði á fiðlu í mörg ár. Vinir mínir, þeir Bjarki Sigurðsson og Teitur Helgi Skúlason, sem mynda bandið Ra:tio sömdu lagið en ég samdi textann. Textinn er mjög persónulegur og er saminn út frá líðan minni á ákveðnu tímabili, ég hafði þörf fyrir að koma þessu frá mér.
Við erum rosalega ánægð með viðbrögðin við laginu en hægt er að nálgast það á Spotify. Við erum nú þegar farin að vinna að stærri verkefnum og áætlum að gefa út meira efni fyrir sumarið,“ segir Guðrún Ýr en vert er að fylgjast vel með þessari efnilegu söngkonu.

https://open.spotify.com/track/2uWHEdjgsF6KkP76drkbdT