Fyrsti Mosfellingur ársins

fyrstimosfellingurarsins2017

Þann 3. janúar kl. 02:20 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2017 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Það var drengur sem var 3.474 gr og 52 cm.
Foreldrar hans eru Sigurður Grétar Ágústsson og Svanfríður Arna Jóhannsdóttir og búa þau í Einiteig 1. Drengurinn er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Hörpu Dagbjörtu 14 ára og Almar Jökul 6 ára.
„Ég átti að eiga hann 1. janúar en hann ákvað að koma þann þriðja. Fæðingin gekk ótrúlega vel, hann kom í rauninni mjög hratt í heiminn. Hann er mjög rólegur og við erum í skýjunum með hann. Við erum búin að búa hér í Mosfellsbænum í rúmt ár. Okkur líkar mjög vel, hér er rólegt og mjög barnvænt,“ segir Svanfríður Arna.