Eva Rún gefur út sína þriðju barnabók

lukka

Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska er þriðja bók Evu Rúnar Þorgeirsdóttur en hún hefur áður gefið út barnabókina Auður og gamla tréð og aðra bók um uppfinningastelpuna Lukku. „Lukka ætlar að njóta síðustu daga sumarfrísins, liggja í leti og lesa á milli þess sem hún grúskar í uppfinningunum sínum. Foreldrar hennar eru að rannsaka skipsflak á hafsbotninum úti fyrir hinni afskekktu Fiskey. Lukka, Jónsi og Sámur eru með í för og að sjálfsögðu hugmyndavélin, en Lukka fer ekkert án hennar. Það kemur þó fljótt í ljós að íbúar eyjunnar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og systkinin dragast inn í óvænta atburðarás þar sem reynir á styrk þeirra sem aldrei fyrr.“
Eva Rún útskrifaðist sem verkefnastjóri frá Kaospilot háskólanum í Árósum árið 2006 og hefur fengist við ýmis konar viðburðastjórnun og verkefni sem tengjast menningu og listum síðan þá. Meðfram skrifum starfar Eva sem jógakennari.