Dagskrá bæjarhátíðarinnar

tunid_cover

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 26.-28. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra.
Boðið er upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á Miðbæjartorgi, götugrill og Pallaball. Frítt verður í leið 15 allan laugardaginn þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima.

Smelltu hér til að skoða dagskrá hátíðarinnar 2016 (pdf)

 

MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST

20:00 – 22:00 UNGLINGADANSLEIKUR Í HLÉGARÐI
Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Unglingaball fyrir 8.-10. bekkinga.
Fram koma: Úlfur Úlfur, Sprite Zero Klan og DJ Anton Kroyer. Aðgangseyrir: 800 kr.

 

FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST

BÆJARBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERFISLITUM
GULUR – Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
RAUÐUR – Tangar, Holt og Miðbær
BLEIKUR – Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
BLÁR – Reykja- og Helgafellshverfi

09:00-16:00 HLÍÐAVÖLLUR – UNGLINGAEINVÍGI Í GOLFI
Allir bestu unglingar landsins taka þátt Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ á vegum GM.

17:00-19:00 SKÁTAHEIMILIÐ – HUGREKKI
Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum.

17:00-19:00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR – SMIÐUR EÐA EKKI
Opnun á sýningunni SMIÐUR EÐA EKKI sem hverfist um ævi og störf Birtu Fróðadóttur innanhússarkitekts og húsgagnasmiðs sem settist að í Mosfellsdal og var fyrsta konan hér á landi menntuð í innanhússarkitektúr. Að sýningunni stendur sonardóttir og alnafna hennar, Birta Fróðadóttir arkitekt.

18:00-21:00 KJARNINN – HERNÁMSSÝNING
Sýning á áhugaverðum munum frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2.

19:00 – 21:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAFELLSLAUG
Fjölskyldan skemmtir sér saman. Tímataka í Wipeoutbrautinni. Aqua Zumba, fjör og gleði. Björgvin Franz og íþróttaálfurinn mæta á svæðið ásamt góðum gestum. DJ Baldur stjórnar tónlistinni.

21:00 STEBBI OG EYFI Í HLÉGARÐI
Stebbi og Eyfi fagna 25 ára afmæli Nínu auk þess sem stiklað verður á stóru í gegnum Eurovision-söguna. Gamanmál og gleðisöngvar úr ýmsum áttum.
Miðasala á www.midi.is.

 

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST

11:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr.

14:00 ARION BANKI
Skólakór Varmárskóla syngur nokkur lög. Bíbí og Blaki verða á svæðinu auk þess sem boðið verður uppá andlitsmálun fyrir börnin.

18:00-21:00 KJARNINN – HERNÁMSSÝNING
Sýning á áhugaverðum munum frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2.

19:00-21:00 SKÁTAHEIMILIÐ – HUGREKKI
Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum.

19:30 – 22:30 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi.

20:30 ÍBÚAR SAFNAST SAMAN Á MIÐBÆJARTORGI
GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR – Allir hvattir til að mæta í lopapeysu.

20:45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA AF STAÐ Í ÁLAFOSSKVOS
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.
Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar ræsa einn lit af stað í einu.

21:00 – 22:30 Ullarpartý Í ÁLAFOSSKVOS
Brekkusöngur og skemmtidagskrá.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, setur hátíðina.
Sveppi og Villi taka lagið.
Hilmar og Gústi stýra brekkusöng.
Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum.

22:15 GRÍNKVÖLD RIDDARANS
Uppistand og lifandi tónlist á Hvíta Riddaranum. Jóhann Alfreð, Ari Eldjárn og Andri Ívars sjá um að kitla hláturtaugarnar. Síðan taka föstudagslögin við með Stebba Jak söngvara Dimmu í fararbroddi. Miðaverð: 3.000 kr. eða 1.500 kr. eftir miðnætti.

 

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST

•  Frítt í leið 15 í strætó allan daginn  •  Frítt í Varmárlaug og Lágafellslaug í dag

8:00 – 18:00 MOSFELLSBAKARÍ
Mosfellsbakarí er með opið lengur í tilefni af bæjarhátíðinni. Múffur í hverfislitunum og skúffukökubitar, þessir gömlu góðu með súkkulaði á köntunum.

9:00 – 17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna.

9:00 – 16:00 TINDAHLAUP MOSFELLSBÆJAR
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (37 km), 5 tindar (35 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is.

9:30 KETTLEBELLS ICELAND – ENGJAVEGUR 12
Opin Ketilbjölluæfing fyrir hrausta Mosfellinga. Gengið með ketilbjöllur upp á Reykjafell þar sem æfing verður tekin á toppnum. Lagt af stað frá Engjavegi.

9:30 – 11:00 WORLD CLASS – MOSFELLSBÆ
World Class Mosfellsbæ. Tökum á því í hverfislitunum- 3 skemmtilegir og fjölbreyttir 30 mín. tímar í boði. Þorbjörg og Unnur halda uppi stuði, puði og stemningu.
Allir að sjálfsögðu hvattir til að mæta í sínum hverfislit. Tabata kl. 9:30 – Þorbjörg, Fight FX kl. 10:00 – Unnur og Fit Pilates kl. 10:30 – Unnur.

10:00 – 16:00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL
Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. Úrslit í sultukeppni kl. 15:00.

11:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Hafdís Huld og Alisdair Wright syngja lög af plötunni Barnavísur kl. 14:00.
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr.

11:00-18:00 KJARNINN – HERNÁMSSÝNING
Sýning á áhugaverðum munum frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2.

12:00 – 14:00 VARMÁRLAUG – FJÖR Í SUNDLAUGINNI
Koddaslagur á rörinu góða fyrir 10 ára og eldri. Hin sívinsæla Wipeout-braut verður á staðnum. Frítt í laugina og allir fá ís í boði Kjörís.

12:00 – 17:00 WINGS AND WHEELS – FLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM
Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka.

12:00 HÓPAKSTUR UM MOSFELLSBÆ
Ferguson-félagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla.
Lagt er af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrður hringur um Mosfellsbæ.

12:00 – 17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði.
Blaðrarar á svæðinu sem gefa börnunum blöðrudýr.
12:00 Álafosskórinn
12:30 Úti-Zumba með Röggu Ragnars
13:00 Mosfellskórinn
13:30 Danshópar frá Dansstúdíói World Class
14:00 Karlakórinn Stefnir
14:30 Óperukór Mosfellsbæjar
15:00 Kammerkór Mosfellsbæjar
15:30 Djasshljómsveitin Pipar úr tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar.
16:00 Sirkus Íslands

12.45 – 16.00 SVART OG SYKURLAUST Á RÁS 2
Útvarpsþátturinn Svart og sykurlaust á Rás 2 með Sólmundi Hólm sendur beint út frá bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ.

13:00 GALLERÍ HVIRFILL Í MOSFELLSDAL – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Bjarki Bjarnason les úr væntanlegri bók sinni sem heitir Ljón norðursins og fjallar um Leó Árnason frá Víkum á Skaga.
Kl. 13:45 mætir Kammerkór Mosfells­bæjar og tekur nokkur lög.

13:00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR – SMIÐUR EÐA EKKI
Í tilefni af bæjarhátíð verður sérstök leiðsögn um sýninguna sem hverfist um ævi og störf Birtu Fróðadóttur innanhússarkitekts og húsgagnasmiðs sem settist að í Mosfellsdal og var fyrsta konan hér á landi menntuð í innanhússarkitektúr. Að sýningunni stendur sonardóttir og alnafna hennar, Birta Fróðadóttir arkitekt.

13:00-15:00 EIRHAMRAR – FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
FaMos-félagar og aðrir velunnarar velkomnir í heimsókn í aðstöðu félagsstarfsins á Eirhömrum. Fjölbreytt vetrar­dagskrá kynnt. Vorboðarnir taka lagið kl. 13:00.

13:00-17:00 SKÁTAHEIMILIÐ – HUGREKKI
Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum.

13:00 BARNADAGSKRÁ Á TÚNINU VIÐ HLÉGARÐ
Einar Mikael mætir með brot af því besta úr sínum vinsælu töfrasýningum. Sjónhverfingar og ótrúleg töfrabrögð. Sýningin hefst stundvíslega kl. 13:00

13:00 – 16:00 SKOTTMARKAÐUR VIÐ KJARNA
Mosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Nánari upplýsingar um viðburð á facebook. Skráning hjá Elísabetu S. Ólafsdóttur í síma 898 4412.

13:00 – 24:00 TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG

14:00 HVÍTI RIDDARINN – ÍSBJÖRNINN
Topplið Hvíta Riddarans tekur á móti Ísbirninum á Varmárvelli.
Liðin leika í 4. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

14:00 AMSTURDAM 6 VIÐ REYKJALUND – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Stöllurnar syngja nokkur íslensk og erlend lög í Amsturdam 6 við Reykjalund.

14:00 – 16:00 KJÚKLINGAFESTIVAL KJÚKLINGARÉTTIR FYRIR ALLA
Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Biggi Haralds, loftboltar, uppistand, áskorun í ólympískum lyftingum og Danshópar frá Dansstúdíói World Class sýna dansa.

14:00 – 16:00 ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN AÐ VARMÁ – AFTURELDING KYNNIR VETRARSTARFIÐ
Kynning á vetrarstarfi Aftureldingar. Fulltrúar deilda verða á svæðinu og kynna starfsemi sína.
Aftureldingarbúðin verður opin.

14:00 – 17:00 VÖFFLUKAFFI Í FMOS
Nemendafélag Framhaldsskólans Mosfellsbæ verður með vöfflukaffi í skólanum og rennur ágóðinn til Reykjadals þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Óperukór Mosfellsbæjar syngur kl. 15:30.

14:00 – 17:00 STEKKJARFLÖT – HOPPUKASTALAR
Frítt fyrir káta krakka.

14:30 SÚLUHÖFÐI 16 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Lifandi tónlist og kaffihúsastemning. Ásbjörg Jónsdóttir syngur og spilar ljúfan djass ásamt félögum sínum. Kaffi frá Te & Kaffi + heimabakað bakkelsi verður til sölu og rennur ágóði sölunnar óskiptur til starfs Rauða krossins í Mosfellsbæ.

15:00 – 16:00 STEKKJARFLÖT – HESTAFJÖR
Teymt undir börnum í boði Hestamannafélagsins Harðar.

15:00 AKURHOLT 21 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Siggi Hansa og fjölskylda bjóða upp á tónleika í Akurholti. Rokk-karlakórinn Stormsveitin, Stefanía Svavars, Jóhannes Freyr Baldursson og djasshljómsveitin Kaffi Groove ásamt fleiri góðum gestum.

16:00 ÁLMHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Davíð Ólafsson óperusöngvari býður til útitónleika í garðinum heima. Meðal gesta verða Dísella Lárusdóttir, Bragi Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Stefán Helgi Stefánsson, Jónas Þórir Þórisson og fleiri.

16:00 LITLA HAFMEYJAN Í BÆJARLEIKHÚSINU
Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur sem byggður er á ævintýri H.C. Andersen. Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir fara fram í síma 566-7788.

16:30 KARMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM

16:30 SKÁLAHLÍÐ – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Útitónleikar í garðinum heima. Tríóið Kókos skemmtir í brekkunni fyrir neðan Skálahlíð. Dægurlög sem allir þekkja.

17:00 – 21:00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins

21:00 – 22:45 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI
Hljómsveitin Albatross undir tónlistarstjórn Halldórs Fjallabróður leikur ásamt góðum gestum.
– Sverrir Bergmann
– Friðrik Dór
– Matti Matt
– Helgi Björns
– Stórskotalið Mosfellinga flytur hátíðarlagið Í túninu heima

22:45 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ FLUGELDASÝNINGU

23:30 DÚNDURFRÉTTIR MEÐ MIÐNÆTURTÓNLEIKA Í HLÉGARÐI
Hljómsveitin mun flytja bland af því besta í gegnum árin. Að tónleikunum loknum mun Ólafur Páll Gunnarsson Rokklandskóngur þeyta skífum fram á nótt. Miðasala á www.midi.is

23:30 – 04:00 STÓRDANSLEIKUR MEРPÁLI ÓSKARI AÐ VARMÁ

 

SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST

8:00 – 18:00 MOSFELLSBAKARÍ
Mosfellsbakarí er með opið lengur í tilefni af bæjarhátíðinni. Múffur í hverfislitunum og skúffukökubitar, þessir gömlu góðu með súkkulaði á köntunum.

9:00 – 17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna.

11:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr.

11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Í MOSFELLSKIRKJU
Helgum lífið, höldum litríka bæjarhátíð, Í túninu heima.
Prestur sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn.

11:00-18:00 KJARNINN – HERNÁMSSÝNING
Sýning á áhugaverðum munum frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2.

13:00-16:00 SKÁTAHEIMILIÐ – HUGREKKI
Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum.

14:00 – 17:00 STEKKJARFLÖT – HOPPUKASTALAR
Frítt fyrir káta krakka.

14:00 HLÉGARÐUR – HÁTÍÐARDAGSKRÁ
Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2016.
Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2016.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.

16:00 LITLA HAFMEYJAN Í BÆJARLEIKHÚSINU
Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur sem byggður er á ævintýri H.C. Andersen. Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir fara fram í síma 566-7788.