Entries by mosfellingur

Björguðu manni frá drukknun í lauginni

Karl­maður á þrítugs­aldri var hætt kom­inn í Lága­fells­laug á mánudagskvöld þegar hann fannst meðvitundarlaus á botni laugarinnar. Maðurinn hafði verið að synda kafsund. Atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið og var margt fólk í lauginni á þeim tíma. Sundlaugargestur kom auga á manninn og aðstoðaði við að koma honum að sundlaugarbakkanum. Í kjölfarið komu starfsmenn […]

Til hamingju með Helgafellsskóla

Það er ávallt gleðiefni þegar nýr grunnskóli opnar í hverju sveitarfélagi. Það ber merki fjölgunar og blómstrandi mannlífs í nýjum hverfum. Það er sannarlega staðreynd hér í Mosfellsbæ. Helgafellsskóli í Helgafellshverfi sem vígður var 8. janúar síðast liðinn hefur nú bæst í raðir okkar góðu skóla í Mosfellsbæ. 1.-5. bekkur byrjar Margt fólk kom að […]

Gaman saman

Nú þegar þorrablótshelgin er nýafstaðin er mér þakklæti efst í huga. Fyrst og fremst til þessa frábæra hóps sem skipar Þorrablótsnefndina, þessi hópur hefur nú starfað lengi saman með valinn mann í hverju rúmi og viðburðurinn gengur eins og smurð vél. Það er ómetanlegt að öllu leyti fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo […]

Umhverfisvænna og manneskjuvænna nýtt ár

Um áramót lítum við flest um öxl og förum yfir hvað var gott á árinu og hvað var síðra. En með reynslu nýliðins árs í farteskinu er líka tilvalið að velta fyrir sér hvað við viljum sjá gerast á nýju ári. Mig langar að tæpa á tveimur málaflokkum sem mér standa nærri þótt fleiri málaflokkar […]

Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Eitt af mörgum verkefnum Rauða kross deilda er að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp. Slys gera ekki boð á undan sér og því er þekking á skyndihjálp mikilvæg fyrir alla. Sé rétt að skyndihjálp staðið getur hún skipt sköpum og skilið á milli lífs og dauða. Oftast eru það vinir og ættingjar sem koma […]

Hamingjan hefst hjá þér!

Það er svo ótal margt sem við getum gert til að efla vellíðan okkar og leggja rækt við okkur sjálf. Það er löngu vísindalega sannað að nægur svefn er grunnurinn að góðri heilsu og vellíðan. Holl og fjölbreytt næring hefur einnig jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan okkar og hið sama gildir um hreyfingu. […]

Meir um mat

Í síðasta pistli velti ég fyrir mér úrvali matsölustaða í Mosfellsbæ. Mér finnst vera svigrúm til bætinga á því sviði, fyrst og fremst vegna þess að við langflest borðum það sem á disk okkar er lagt. Þannig erum við alin upp og það er auðveldast og þægilegast að grípa það sem hendi er næst. Ég […]

Rafræn kosning um íþróttakarl og -konu Mosfellsbæjar

Búið er að tilnefna 22 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2018. 13 karlar eru tilnefndir og 9 konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar annars staðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa. Kosningin fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 10.-15. janúar. Velja skal […]

Sameiginleg forsjá hefur mjög lítið gildi

Eva Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri hjá KPMG lætur sig málefni fráskildra foreldra varða. Barn getur aðeins átt eitt lögheimili og það telst eiga fasta búsetu þar sem það á lögheimili. Það getur því oft reynst erfið ákvörðun fyrir foreldra sem standa í skilnaði hvar skal skrá barnið eða börnin. Oftar en ekki eru foreldrar hvattir af […]

Blackbox opnar í Háholti í vor

Í vor opnar Blackbox Pizzeria í hjarta Mosfellsbæjar þar sem veitingastaðurinn Hvíti Riddarinn hefur verið í mörg ár. „Þetta er fullkomin staðsetning fyrir næsta Blackbox-stað í fjölskylduvænum bæ sem telur rúmlega ellefu þúsund íbúa og mikil vöntun á skemmtilegum veitingastöðum,“ segir Jón Gunnar Geirdal einn eigenda staðarins. „Þessi nýi staður verður umkringdur frábærum nágrönnum en […]

Um áramót

Kæru Mosfellingar! Um áramót er hefðbundið að líta yfir farinn veg, rifja upp og meta hvernig liðið ár hefur gengið og ekki síður að velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Árið 2018 var stórt afmælisár hjá okkur Íslendingum. Því var fagnað að 100 ár voru liðin frá því að Ísland fékk fullveldi […]

Óskar Vídalín Mosfellingur ársins 2018

Mosfellingur ársins 2018 er Óskar Vídalín en hann hefur ásamt öflugum hópi stofnað Minningarsjóð Einars Darra og hrint að stað þjóðarátakinu Ég á bara eitt líf. Óskar missti 18 ára gamlan son sinn Einar Darra í maí sl. eftir neyslu lyfseðilsskyldara lyfja. „Ég er ótrúlega þakklátur og tek á móti þessari viðurkenningu fyrir hönd okkar […]

Opnunarhátíð í Helgafellsskóla

Komið er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla tveimur árum eftir að skóflu­stunga var tekin að skólabyggingunni. Í upphafi verður einn af fjórum áföngum skólans tekinn í notkun. Í sumar verður annar áfangi tilbúinn til notkunar og síðari tveir áfangarnir verða svo teknir í notkun í framhaldinu. Þriðjudaginn 8. janúar var skrúðganga frá Brúarlandi […]

Risa þorrablót Aftureldingar haldið 26. janúar

Þorrablót Aftureldingar 2019 fer fram laugardaginn 26. janúar í íþróttahúsinu að Varmá. Miðasala og borðaúthlutun fer fram föstudaginn 18. janúar á veitingastaðnum Blik. „Mikil stemning hefur myndast í forsölunni en eins og áður er eingöngu hægt að taka frá sæti gegn keyptum miða. Uppselt hefur verið á þorrablótið undanfarin ár. VIP borðin sem eru 10 […]

Nýtt gólf komið á eldri íþróttasalinn að Varmá

Vinnu við endurnýjun gólfa í eldri íþróttasalnum að Varmá er nú að ljúka og hefur gengið eftir áætlun og verður salur þrjú tekinn í notkun að nýju mánudaginn 14. janúar. Á. Óskarsson sér um verkið fyrir hönd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Þessa dagana er unnið að lokafrágangi eins og merkingu valla og gólflistum auk þess sem […]