Entries by mosfellingur

Lægri skattur á hollustu?

Ég get ekki hægt að hugsa um matsölustaðina í Mosfellsbæ. Líklega vegna þess að ég er á flakki um heiminn og upplifi sterkt hvað umhverfið hefur mikil áhrif á heilsufar íbúa. Ég hef farið í hverfi þar sem mikil leitun var að hollum munnbita. Nánast allt sem hægt var að kaupa í þeim var bæði […]

Nýtum kosningarétt okkar

Kæru Mosfellingar! Dagana 7.–21. er vefur samráðsverkefnisins Okkar Mosó opinn fyrir tillögum íbúa. Með þátttöku í verkefninu geta bæjarbúar haft áhrif á forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Í ár er gert ráð fyrir 35 milljónum króna í framkvæmdirnar og hækkar fjármagnið um 10 milljónir króna milli ára en í […]

Leikskólar í Mosfellsbæ í fremstu röð

Mosfellsbær leggur sig fram við að bjóða sem besta þjónustu í öllum sínum skólastofnunum. Dagforeldrar, ungbarnadeildir, leikskóladeildir og grunnskólar veita mikilvæga þjónustu sem skiptir flestöll heimili í bænum miklu máli. Hér verður stuttlega fjallað um þjónustuna fyrir foreldra yngstu barnanna. Fjölgun plássa á ungbarnadeildum Á undanförnum tveimur árum hefur verið gert sérstakt átak í þjónustu […]

Vorkoman og fermingar

Á þessum tíma á hverju ári breytist takturinn í kirkjunni hér í Lágafellssókn. Það eru fyrstu vorboðarnir sem gefa nýjan takt – fermingarbörnin. Nú er undibúningur komandi fermingarathafna genginn í garð og kominn á fullt skrið í kirkjunni. Væntanlega er það, eða verður einnig reyndin í fjölskyldum þeirra barna sem fermast. Tími eftirvæntingar og gleði. […]

Snjallsímabann hefur gengið vonum framar

Um áramótin tóku í gildi nýjar skólareglur um notkun snjall­síma á skólatíma í eldri deild Varmárskóla. Ákvörðunin var tekin í samráði við nemendafélag skólans og er hluti af verkefninu Betri skólabragur. „Þegar þessi hugmynd kom upp þá funduðum við með nemendaráði skólans. Þau voru tilbúin að koma með okkur í þetta verkefni og við unnum […]

Aldrei of seint að byrja að æfa

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir vélaverkfræðingur í þróunardeild Össurar er fremsta taekwondo-kona landsins. Taekwondo er ævaforn kóresk bardaga- og sjálfsvarnaríþrótt þar sem fæturnir leika aðalhlutverkið. María Guðrún Sveinbjörnsdóttir byrjaði að æfa taekwondo fyrir níu árum og hefur náð frábærum árangri. Hún er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og hefur keppt á mörgum mótum fyrir Íslands hönd. María leggur […]

Fyrsta úthlutun úr Samfélags­sjóði Kaupfélags Kjalarnesþings

Laugardaginn 2. febrúar fór fram fyrsta úthlutun úr samfélagssjóði KKÞ og var alls úthlutað 16 milljónum. Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjámunum til æskulýðs- og menningarmála, góðgerðar- og líknarmála og annarrar starfsemi til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði KKÞ sem nær yfir Mosfellsbæ, […]

Rauði krossinn heiðraður í Kærleiksvikunni

Kærleiksvikan fór fram í Mosfellsbæ 11.–17. febrúar. Þriðjudaginn 12. febrúar fór fram hátíðarstund í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þar sem Rauði krossinn var heiðraður fyrir þeirra frábæra sjálfboðaliðastarf. Þá hélt Þorgrímur Þráinsson fróðlegt erindi sem nefndist „Erum við að gera okkar besta?“ Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög auk þess sem vinnustofa Skálatúns var með kærleiksgjafir til […]

Lýðræðisverkefnið Okkar Mosó 2019 fer af stað

Á fundi bæjarráðs þann 14. febrúar var samþykkt að hefja vinnu við verkefnið Okkar Mosó 2019. Verkefnið er samráðsverkefni íbúa og Mosfellsbæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Okkar Mosó 2019 er liður í að efla aðkomu bæjarbúa að stefnumótun og ákvarðanatöku um málefni bæjarins en aðrir liðir hafa falist […]

Líkamsrækt fyrir lífið

Ég sé nánast á hverjum degi auglýsingar um líkamsrækt. Flestar snúast um að fylgja ákveðnu æfingaprógrammi í stuttan tíma til þess að líta út eins og rómverskt goð. Auðvelt. Gera ákveðnar æfingar í nokkrar vikur til að missa öll aukakíló og bæta á sig 10–20 kg af vöðvum. Þetta eru grípandi auglýsingar og freistandi að […]

Samgönguáætlun og fjármögnun samgöngumannvirkja

Nýverið samþykkti Alþingi samgönguáætlun, í fyrsta skipti til 15 ára með aðgerðaáætlun til 5 ára. Er það hluti af breyttum áherslum í Stjórnarráðinu um að horft sé til lengri tíma í allri stefnumótun. Umræðan um samgönguáætlun var að miklu leyti um hugmyndir að því hvernig hægt sé að hraða enn frekar uppbyggingu samgöngumannvirkja með gjaldtöku. […]

Hugurinn skapar þann veruleika sem við upplifum…

Í janúar er ár frá því að ég tók þeirri áskorun að stíga inn í okkar pólitíska umhverfi. Árið hefur verið mér afar lærdómsríkt og ég er ykkur einstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem mér hefur verið sýndur. Eftir síðustu kosningar tók ég sæti varabæjarfulltrúa sem 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins og sit í […]

Blakið að Varmá – glæsileg viðbót!

Frá því að blakdeild Aftureldingar tefldi fram liði í efstu deild á Íslandi hefur Afturelding ávallt verið í keppni um efstu sætin í úrvalsdeild kvenna. Í haust var ákveðið að spila á ungu og reynsluminna liði bæði í meistaraflokki karla og kvenna með aðstoð frá eldri og reyndari leikmönnum. Markmiðið var og er að spila […]

Eitt hundrað og þrjátíu ára afmæli!

Næstkomandi sunnudag, 24. febrúar kl. 11, höldum við upp á 130 ára afmæli Lágafellskirkju með guðsþjónustu í kirkjunni og bjóðum í kirkjukaffi að athöfn lokinni í Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls að Þverholti 3. Frá þessum kristna helgistað verður af þessu tilefni horft til framtíðar. Hjá prédik­ara dagsins, Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor í guðfræði, verða umhverfismál í öndvegi og […]

Sjálfsumhyggja

Stundum við nægja sjálfsumhyggju? Ég velti þessu fyrir mér þegar fyrirsagnir helstu fréttamiðla sýna að annar hver maður er í hættu á að kulna í starfi. Þá spyr maður hvað er eiginlega að gerast í samfélaginu. Eru kröfunar of miklar í vinnunni, heima og eða á öllum vígstöðum sem okkur er ætlað að vera á? […]