Entries by mosfellingur

Menntun í takt við tímann

Menntun og mannauður eru mikilvægar forsendur góðra lífskjara og því til mikils að vinna að yngsta kynslóðin fái þá menntun sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin fylgja miklar breytingar á störfum og tækni. Sérfræðingar telja að 65% starfa sem grunnskólabörn munu vinna við séu ekki til í dag […]

Þjálfun líkamans er nauðsyn

Aldrei hefur lífið verið jafn auðvelt fyrir þjóðina, hvað varðar líkamlega virkni. Nú til dags getur þú eytt heilum degi án líkamlegs erfiðis. Margir eru sammála þessari setningu og við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrir líkama okkar eins og hann er skapaður til? Er þetta rétt þróun? Hvað getum við gert? […]

Útikennslustofan við Varmá

Nú leyfir heilsan mín mér loksins að ganga lengri vegalengdir en síðustu 2 árin. Ég kemst aftur á gamlar slóðir hér um bæinn okkar. Í dag löbbuðum við hjónin um Ævintýragarðinn eftir endalöngu fram og tilbaka. Þetta er orðið vinsælt og fallegt útivistarsvæði. En ég varð fyrir áfalli þegar ég sá hvernig útikennslusvæðið Varmárskólans er […]

Þjálfarar Liverpool mjög ánægðir með umgjörðina

Liverpool-skólinn verður haldinn í samstarfi við Aftureldingu í níunda sinn nú í júnímánuði. Skólinn hefur stækkað og dafnað og nú koma 16 þjálfarar frá Liverpool til þess að sýna íslenskum fótbolltasnillingum hvernig þjálfunin fer fram hjá þessu fornfræga félagi. Gera má ráð fyrir að iðkendur í ár verði rúmlega 350 talsins, en skólinn er haldin […]

Henti mér út í djúpu laugina

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN eins og hún kýs að kalla sig hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu nýlega. Þar var hún valin söngkona ársins í flokki popp-, rokk-, raf- og hiphopptónlistar, plata hennar „Hvað ef“ var valin poppplata ársins og hún átti lag og tónlistarmyndband ársins. Í þakkarræðu […]

20 ár liðin frá mesta afreki í sögu Aftureldingar

Í vor eru 20 ár liðin frá því að karlalið Aftureldingar í handknattleik sópaði að sér öllum sigurlaunum sem voru í boði í íslenskum handknattleik. Afturelding var bikarmeistari í febrúar, deildarmeistari mánuði síðar og undir lok apríl lyftu Aftureldingarmenn Íslandsmeistarabikarnum í fyrsta og jafnframt eina skipti til þessa. Afturelding lagði FH-inga með þremur vinningum gegn […]

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar fóru fram á dögunum en keppnin stendur á milli nemenda í 7. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla en skólarnir hafa mæst alls 17 sinnum. Alex Máni Hrannarsson 7. IRÍ fór með sigur af hólmi og í öðru sæti lenti Aron Valur Gunnlaugsson 7. JLS en þeir eru báðir í Lágafellsskóla. Í þriðja sæti […]

Samningum um rekstur Hamra sagt upp

Sunnudaginn 31. mars sagði Mosfellsbær upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra til samræmis við uppsagnarákvæði samninganna. Bæjarstjóra var veitt heimild til uppsagnar á aukafundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 29. mars. Byggir uppsögnin á vanefndum og/eða ófullnægjandi greiðslum enda standa þær ekki undir raunverulegum kostnaði við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið gerir kröfu um og ber ábyrgð […]

N1 bílaþjónustan verðlaunuð af Michelin

N1 bílaþjónustuverkstæðið að Langatanga var nýverið sérstaklega verðlaunað af hinu alþjóðlega Michelin hjólabarðafyrirtæki. N1 Langatanga er „Michelin Quality Dealer of the Year“ hjá Michelin á Íslandi fyrir árið 2018 og afhenti Rune Stolz, viðskiptastjóri Michelin, Úlfari Pálssyni sölustjóra að Langatanga verðlaunin. Reglulegar hulduheimsóknir „Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning þar sem þeir verðlauna okkur sérstaklega fyrir […]

Flæði

Flæði er eftirsóknarvert ástand. Lykilatriði þegar kemur að vellíðan og hamingju. Flæði er þegar maður er að gera eitthvað sem manni finnst svo áhugavert, spennandi, gefandi eða skemmtilegt að maður gleymir öllu öðru. Spáir ekki í hvað klukkunni líður, hvað eigi að vera í matinn í kvöld eða hvað maður sé að fara að gera […]

Af hverju sofum við?

Mikið hefur verið rætt um svefn og mikilvægi hans á síðustu misserum og ekki hvað síst í tengslum við tilfærslu klukkunnar. Vissir þú til dæmis að nægur svefn styrkir ónæmiskerfið og gerir okkur betur í stakk búin til að mæta alls kyns umgangspestum? Að rannsóknir hafa einnig staðfest samhengi milli of lítils svefns og aukinnar […]

Tökum höndum saman

Umhverfis- og loftlagsmál eru mikið í umræðunni þessa dagana, það er líka mjög jákvætt hvað ungir krakkar eru orðnir meðvitaðir um þessi mál. Þau geta haft mikil áhrif á aðra og hafa virkilega mikinn baráttuvilja til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar með ýmsum leiðum. Þar er hægt að nefna Gretu Thunberg frá Svíþjóð […]

Hollvinir gefa hjartaómtæki

Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu á dögunum endurhæfingarmiðstöðinni á Reykjalundi hjartaómtæki af fullkomnustu gerð að verðmæti 8,3 milljóna. Aðalfundur samtakanna fór fram um síðustu helgi og var tækið formlega afhent auk þess sem kosið var nýtt fólk í stjórn Hollvinasamtakanna. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Í […]

Nauðsynlegt fyrir alla að huga vel að fótunum

Mosfellingurinn Eyrún Linda Gunnarsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðingur útskrifaðist með hæstu einkunn frá Keili í janúar. Í kjölfarið opnaði hún fótaaðgerðastofuna Heilir fætur í verslunarkjarnanum í Hvera­fold í Grafarvogi. „Samkvæmt Félagi íslenskra fótaaðgerðafræðinga eru helstu störf fótaaðgerðafræðinga fyrst og fremst að viðhalda og upplýsa almenning um heilbrigði fóta. Þeir greina og meðhöndla algeng fótavandamál eins og sveppasýkingar, […]

Vallarhúsið að Varmá fær yfirhalningu

Undanfarnar vikur hafa heilmiklar framkvæmdir átt sér stað í Vallarhúsinu að Varmá. Nokkrir vaskir sjálfboðaliðar úr röðum Aftureldingar hafa unnið að því hörðum höndum að taka húsnæðið í gegn sem hefur undanfarin ár þjónað sem félagsheimili Aftureldingar. Þann 2. febrúar sl. var Aftureldingu úthlutað 1.000.000 kr. úr Samfélagssjóði Kaupfélag Kjalnesþings. Þeir fjármunir hafa verið nýttir […]