Entries by mosfellingur

Trjágróður á lóðarmörkum

Ágætu bæjarbúar. Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og samgangna milli staða, jafn fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Þegar trjágróður vex út fyrir lóðarmörk og út yfir gangstéttir og stíga bæjarins getur það skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Einnig eru dæmi um það að trjágróður skyggi á […]

Opinn fundur umhverfisnefndar

Ágætu Mosfellingar. Fimmtudaginn 28. apríl nk. mun umhverfisnefnd Mosfellsbæjar efna til opins fundar í Listasalnum í Kjarna og hefst hann kl. 17. Fundurinn er haldinn í samræmi við lýðræðistefnu bæjarins en þar segir: Hver og ein nefnd leitist við að hafa opinn upplýsinga- og samráðsfund fyrir bæjarbúa einu sinni á ári. Þema fundarins er heilsuefling […]

Mosfellingum boðið í leikhús

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl. 15 verður barnaleikritið Ævintýraþjófarnir frumsýnt í Bæjarleikhúsinu. Í tilefni þess að Leikfélag Mosfellssveitar var valið bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015 langar leikfélaginu að þakka fyrir sig og því er öllum bæjarbúum, ungum sem öldnum, boðið á sýninguna. Ævintýraþjófarnir er nýtt barnaleikrit byggt á gömlum íslenskum ævintýrum skrifað af Maríu […]

Menningarvor haldið þrjú þriðjudagskvöld

Árlegt Menningarvor í Bókasafni Mosfellsbæjar fer fram þrjá þriðjudaga í apríl, 12., 19., og 26. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og hefst að venju kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Dúettinn Hundur í óskilum ríður á vaðið þriðjudagskvöldið 12. apríl. Færeyjakvöld verður haldið 19. apríl þar sem Davíð Samúelsson segir frá Færeyjum og Jógvan Hansen og […]

Sagði skilið við súkkulaðið og flutti til Bessastaða

Signý Sigtryggsdóttir hefur starfað sem dagmamma í 37 ár, lengst af í Mosfellsbæ. Hún tók á móti mér með þéttu handabandi og bros á vör er ég bankaði upp á hjá henni á heimili hennar í Hulduhlíð. Hún er lífsglöð kona, orðheppin með eindæmum og það þarf ekki að vera lengi í návist hennar til […]

Samhjálp byggir ný hús í Hlaðgerðarkoti

Á þessu ári eru 43 ár síðan Samhjálp keypti Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og byrjaði rekstur meðferðarheimilis þar. Hluti af húsakynnum Hlaðgerðarkots er kominn til ára sinna og þarfnast aukins viðhalds. Einnig er stefnt að því að fjölga innlagnarýmum vegna mikillar þarfar og eftirspurnar. Í Hlaðgerðarkoti eru að staðaldri um 30 manns í […]

Skólastarf hefst á ný í Brúarlandi í haust

Í haust tekur til starfa útibú frá Varmárskóla í Brúarlandi. Skólavist í Brúarlandi verður valkvæð fyrir nemendur í 1. og 2. bekk Varmárskóla og verður tekið á móti 35-40 nemendum í haust. Starfsemin er fyrsta skrefið í stofnun nýs skóla sem mun rísa í Helgafellslandi. Stefnt er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla haustið […]

Keppa í þungarokki í Hlégarði

Föstudagskvöldið 8. apríl verður hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle haldin Hlégarði. Um er að ræða keppni álíka og Músiktilraunir, þar sem nokkrar hljómsveitir taka þátt. Sveitin sem sigrar hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims, Wacken Open Air í Þýskalandi. „Wacken er smábær í Norður-Þýskalandi sem telur rétt um 2.000 íbúa en bærinn umturnast […]

Þakklæti bætir, hressir og kætir

Þar sem ég sit og horfi út um gluggann í sveit á Suðurlandi fyllist ég þakklæti fyrir svo margt og finn svo sterkt fyrir því hversu þakklæti er göfug og góð tilfinning. Það er nefnilega svo ótrúlega margt sem við getum verið þakklát fyrir í lífinu eins og t.d. fyrir fólkið okkar, þak yfir höfuðið, […]

Í lakkskóm í sundklefanum

„Nohh, nohh, það er aldeilis stæll á manni!“ sagði maðurinn við bifvélavirkjann þar sem sá síðarnefndi stóð í klefanum í sund­skónum. Maður má bara þakka fyrir að þú mætir ekki bara hérna á nýpússuðum lakkskónum, sagði maðurinn við bifvélavirkjann og rak svo upp hæðnishlátur. Bifvélavirkinn starði vonleysislega á manninn sem stóð andspænis honum í sturtunni […]

30 dagar

Ég er á degi fjögur í 30 daga áskorun þegar þessi Mosfellingur kemur út. Ég elska áskoranir, svo lengi sem þær eru líklegar til þess að gera manni gott. Þessi áskorun gengur út á mataræði, að borða ákveðnar fæðutegundir og sleppa öðrum á sama tíma. Ég tek þátt í áskoruninni til þess að komast að […]

Það er geðveikt að grínast í Mosó

Grínhópinn Mið-Ísland þarf vart að kynna en hann hefur ráðið lögum og lofum í íslensku uppistandi undanfarin ár. Mið-Ísland frumsýndi nýtt uppistand í byrjun árs og þann 31. mars næstkomandi ætlar hópurinn að troða upp í Hlégarði í Mosfellsbæ. „Það er geðveikt að grínast í Mosó. Þar sleit ég grínbarnsskónum,“ segir Mosfellingurinn Dóri DNA, einn […]

Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi

Fanney Dögg Ólafsdóttir snyrtifræðimeistari og eigandi snyrti-, nudd- og fótaaðgerðastofunnar Líkama og sálar segir ávinning af varanlegri förðun vera svipmeira útlit sem undirstrikar fegurð einstaklingsins. Varanleg förðun eða förðun framtíðarinnar er byltingarkennd meðferð sem felst í innsetningu lita undir yfirborð húðar til þess að skerpa línur andlits og undirstrika fegurð. Meðferðirnar eru tiltölulega sársaukalitlar og […]

Fjölbreyttni hjá Rauða krossinum

Hulda Margrét Rútsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf sem verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ. Hulda er með meistarapróf í alþjóða samskiptum og þróunarlandafræði frá háskólanum í Amsterdam og hefur síðustu ellefu ár starfað sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini-húsi skáldsins auk þess sem hún starfar við þýðingar. Hulda hefur m.a. umsjón með sjálfboðaliðaverkefnunum Heimsóknavinir, Föt […]

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir

Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 93% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Mosfellsbær er því enn eitt árið með ánægðustu íbúana í samanburði við önnur sveitarfélög og með hæstu einkunn. Þetta kemur fram í árlegri könnun Capacent þar sem mælt […]