Entries by mosfellingur

Útskrifa sérhæfða starfsmenn íþróttamannvirkja

Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sérhæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið. Námið var þróað og útfært í samstarfi við starfsmenn og forstöðumenn íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ, en umsjón og framkvæmd verkefnisins var í höndum starfsþjálfunarfyrirtækisins Skref fyrir skref sem hefur sérhæft sig í fullorðinsfræðslu og starfsþróun. Mosfellsbær er […]

Nýtt fólk hjá Framsókn í Mosfellsbæ

Stutt er til sveitarstjórnarkosninga. Kosningabaráttan er á lokastigi og fólk er að spá í möguleg úrslit. Framsókn hefur ekki fengið bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ í síðustu kosningum og nú bætist við klofningur í liði samvinnumanna og félagshyggjufólks þar sem margir telja rétt að fylgja lista Miðflokksins víða um land. Á móti kemur að síðustu alþingiskosningarnar hafa […]

Málefni aldraðra í Mosfellsbæ og EIR málið

Miðflokkurinn leggur ríka áherslu á að þeir sem fyrir hann starfa vilji vinna með fólki en ekki brjóta sjálfsmynd fólks niður. Við sem skipum lista Miðflokksins í Mosfellsbæ komum úr öllum áttum og fjölmargt sem sameinar okkur. Við erum eins og þið Í einhverjum tilvikum virðist sem stjórnmálamenn hafi farið svo út fyrir getu sína […]

Að gefa af mér til baka til bæjarins

Að alast upp í Mosfellsbæ voru forréttindi, þótti mér. Hér hef ég búið alla mína ævi; var á leikskólanum Hlaðhömrum, gekk í Varmárskóla, æfði íþróttir hjá Aftureldingu og lærði á fiðlu í tónlistarskólanum í rúm tuttugu ár. Að stunda þær tómstundir sem maður hefur áhuga á er þroskandi og veitir reynslu sem gagnast manni fyrir […]

Eflum kynja- og jafnréttisfræðslu

Kynjafræði ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Almennur hluti Aðalnámskrár kveður á um að jafnréttismenntun skuli sinnt á öllum skólastigum til að fá nemendur til að horfa gagnrýnum augum á viðteknar venjur í samfélaginu. Allir nemendur, hvort sem þeir eru leik-, grunn- eða framhaldsskólanemar, eiga að hafa rödd í kennslustofunni. Kennarar eiga að leitast […]

Umhverfisvernd

I. Umhverfisvernd skipar sífellt stærri sess í samfélaginu okkar. Það sem þótti eitt sinn jaðarpólitík fyrir sérvitringa og draumóramenn er nú orðið að meginstefi í nútímalífi, jafnt í fræðslu skólabarna, lífsháttum fjölskyldna og í stefnuplöggum stjórnmálaflokka og stórfyrirtækja. Krafan um að náttúran fái að njóta vafans verður háværari með hverjum deginum. Það er ekki eingöngu […]

Virkt aðhald skapar traust

Það er vinsæll frasi að tala um bætta, opna og gagnsæja stjórnsýslu í aðdraganda kosninga. Allir geta tekið undir en sjaldnast fylgja frekari skýringar eða útfærslur. Það er einna helst þegar fólk rekst á „computer says no“ vegginn að það minnist þessara óljósu loforða. Lítt skiljanlegar og órökstuddar ákvarðanir eru teknar í stjórnsýslunni sem við […]

Við munum þekkja okkar vitjunartíma

Nú líður senn að því að Mosfellingar ganga að kjörborðinu og velja sér nýja bæjarstjórn. Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram krafta sína til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og sækja fram undir leiðarljósum heiðarleika, þekkingar, lýðræðis og gagnsæis. Í fyrsta lagi munum við gera þetta með því að handleika öll mál af heiðarleika gagnvart íbúum, öðrum bæjarfulltrúum […]

Mosfellsbær er íþróttabær

Mosfellsbær er íþróttabær þar sem fram fer kröftugt og fjölbreytt íþróttastarf. Það er afar mikilvægt í okkar samfélagi að stundaðar séu íþróttir og hreyfing um allan bæ. Það hefur sjaldan verið mikilvægara að hvetja fólk á öllum aldri til reglulegrar hreyfingar sem bætir heilsu og líðan fólks á öllum aldri, ekki bara líkamlega heldur líka […]

Menntamál eru forgangsmál

Kæru frambjóðendur! SAMMOS eru samtök foreldrafélaga gunnskóla í Mosfellsbæ. Hlutverk samtakanna er að stuðla að velferð grunnskólabarna, sameina krafta foreldrafélaga í bænum til góðra verka í skólamálum og vera fræðslunefnd og bæjaryfirvöldum til ráðgjafar varðandi velferð grunnskólabarna. Samtökin vilja með öðrum orðum styðja við og stuðla að uppbyggingu framúrskarandi skóla- og lærdómssamfélags fyrir alla hér […]

Hlustum og gerum betur

Í Mosfellsbæ geta kjósendur valið á milli átta framboða. Alls eru 144 Mosfellingar í framboði og 760 að auki hafa gefið þeim meðmæli til að bjóða fram. Þetta eru um 900 manns sem annað hvort eru á lista eða meðmælendur, samtals um 12% kjósenda. Vonandi skilar þessi áhugi sér í aukinni kosningaþátttöku en hún var […]

Öryggismál í forgrunni hjá Miðflokknum

Hver þekkir ekki þá óþægilegu tilfinningu að óttast um öryggi barna sinna? Hver vill ekki gæta að heimili sínu og munum? Mosfellsbær er ekki undanskilinn af þeim sem vilja leita skjótfengins gróða eða valda tjóni með einum eða öðrum hætti. Við viljum öll tryggja að heimilið sé öruggt og að börnin geti notið sín óáreitt, […]

Af fjölnota íþróttahúsi

Skömmu fyrir síðustu kosningar árið 2014 var mikil umræða meðal íbúa í Mosfellsbæ, einkum þó meðal foreldara barna sem æfðu knattspyrnu, um að sárlega vantaði fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ. Ástæðan var að þeim fannst ekki boðlegt að börn þeirra væru að hrekjast úti í misjöfnum veðrum við æfingar og keppni. Einnig var orðið afar þröngt […]

Lífið er núna

POWERtalk deildin Korpa hefur fundað 1. og 3. miðvikudag í mánuði í vetur. Síðasti fundur fyrir sumarfrí var mánudaginn 14. maí. Veturinn hefur verið viðburðaríkur og skemmtilegur. Öflug stjórn leiddi hópinn og á hverjum fundi tóku allir þátt og hafa fundir því verið fjölbreyttir. Á haustmánuðum stóð seinni fundurinn í október upp úr. Hann var […]

Af afrekum annarra

Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja 9 kjörnir bæjarfulltrúar. Á kjörtímabilinu, sem er senn á enda, mynda 5 fulltrúar sjálfstæðismanna og einn fulltrúi Vinstri grænna meirihluta bæjarstjórnar. Meirihluti bæjarstjórnar ákveður stefnu bæjarfélagsins og ræður að sönnu mestu um hvernig mál þróast og hvað hugmyndir fá brautargengi. En bæjarstjórn er skipuð fleirum. Samfylkingin hefur átt 2 bæjarfulltrúa á […]