Entries by mosfellingur

Golfið orðið að heilsársíþrótt

Golfklúbbur Mosfellsbæjar tók nýverið í notkun nýja og glæsilega inniaðstöðu á neðri hæðinni í íþróttamiðstöðinni Kletti. Það er óhætt að segja að með því hafi aðstaða kylfinga í Golfklúbbi Mosfellsbæjar orðið allt önnur og býður klúbburinn nú upp á frábæra aðstöðu til golfiðkunar allt árið um kring. Í íþróttamiðstöðinni er virkilega góð aðstaða til þess […]

Hundasnyrtistofan Dillirófa opnar í Kjarna

Í desember síðastliðnum opnaði í Kjarnanum hundasnyrtistofan Dillirófa. Það eru þær Anna Dís Arnarsdóttir og Valborg Óðinsdóttir sem eiga og reka stofuna. Þær eru báðar með áralanga reynslu og góða menntun sem hundasnyrtar. „Ég hef starfað sem hundsnyrtir síðan 2008, ég hef sótt ótal námskeið og fór svo til Ítalíu að læra og hef verið […]

Endurbætur á Hlégarði að hefjast

Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur á grundvelli heimildar bæjarráðs boðið út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurbóta á innra rými Hlégarðs. Verkefnið felur í sér heildstæða endurgerð fyrstu hæðar hússins. Hönnuðir skiptu framkvæmdum í fyrsta áfanga með eftirfarandi hætti: Uppbygging og endurnýjun stoðrýma svo sem salerna, bars og undirbúning burðavirks áður en gólf verða endurgerð á fyrstu hæð […]

Hljómsveitin Eilíf sjálfsfróun gefur út sína aðra plötu

Mosfellska hljómsveitin Eilíf sjálfsfróun gaf út aðra plötu sína þann 18. febrúar. Eilífa sjálfsfróun skipa þeir Halldór Ívar Stefánsson, Árni Haukur Árnason, Davíð Sindri Pétursson og Þorsteinn Jónsson en platan sem þeir tóku upp og unnu sjálfir frá grunni nefnist Með fullri uppreisn og inniheldur 10 lög. Stofnað sem grín Eilíf sjálfsfróun var stofnuð í […]

Fáum vonandi að njóta jöklanna sem lengst

Listakonan Steinunn Marteinsdóttir opnar um helgina sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í tengslum við 85 ára afmæli sitt. Sýningin nefnist JÖKULL -JÖKULL en Snæfellsjökull hefur lengi verið henni hugleikinn eða allt frá því hún fluttist að Hulduhólum árið 1969. Þar hefur hún búið og starfað síðan og sér jökulinn út um stofugluggann. Minna um fyrirhuguð veisluhöld […]

Fann farveg fyrir sköpunargleðina

Hanna Margrét Kristleifsdóttir skartgripahönnuður hannar sína eigin skartgripalínu, Bara Hanna. Það má sannarlega segja að áhugamál Hönnu Margrétar Kristleifsdóttur séu margvísleg en áhugi hennar á listsköpun er eitt af því sem stendur upp úr. Hún sinnir leiklist af kappi en árið 2007 kynntist hún skartgripagerð og fór í framhaldi í nám í almennri hönnun og […]

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Eins og undanfarin ár situr Mosfellsbær í efstu sætum könnunarinnar. Þegar spurt er um sveitarfélagið sem stað til þess að búa á og þjónustuna í heild er Mosfellsbær yfir landsmeðaltali í ellefu málaflokkum af þrettán, en rétt undir landsmeðaltali […]

Góðmennska og virðing

Yngsti sonur minn heldur með Manchester City. Einn af fáum sem ég þekki sem gerir það. Ýmsir hafa strítt honum á því: „Hva, þú velur þér bara besta liðið!“ Eins og allir þeir sem halda með Liverpool og Manchester United hafi ákveðið að styðja þau ágætu lið þegar allt var í ládeyðu hjá þeim … […]

112 er líka fyrir börnin

Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur sem störfum við velferðarþjónustu í Mosfellsbæ, þar sem einstaklingurinn er í forgrunni, að 112 dagurinn sé að þessu sinni helgaður barnavernd og öryggi og velferð barna og unglinga. Í barnaverndarlögum er kveðið á um tilkynningaskyldu almennings og opinberra aðila ef grunur leikur á misfellum í aðbúnaði barns. Allt frá […]

Verður Sundabraut loksins að veruleika?

Sundabraut er framkvæmd sem rifist hefur verið um í áratugi, hún rataði fyrst inn í aðalskipulag Reykjavíkur árið 1975. Síðan þá hafa óteljandi nefndir verið skipaðar og skýrslur skrifaðar. Nýjasta nefndin skilaði nýverið af sér og leggur til að lagðar verði brýr í stað jarðganga. Hvort sem Sundabraut verður brú eða göng – vona ég […]

Best að búa í Mosó

Nýlega voru kynntar niðurstöður í árlegri þjónustukönnun Gallup þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins eru mæld. Enn eitt árið getum við Mosfellingar glaðst yfir því að Mosfellsbær kemur mjög vel út úr flestum viðhorfsspurningum, og þess má geta að Mosfellsbær og Garðabær deila efsta sætinu þegar spurt er um hvar […]

Takk fyrir okkur, sjálfboðaliðar

Eins og önnur íþróttafélög á Íslandi er Afturelding háð starfsemi sjálfboðaliða. Aðkoma sjálfboðaliða í íþróttastarfsemi byggir á áratugalangri hefð og er eiginlega grundvöllur þess að geta haldið úti fjölgreina íþróttafélagi. Við sem störfum fyrir félagið erum meðvituð um þá staðreynd að það er alls ekki sjálfgefið að vera með jafn góðan hóp sjálfboðaliða og við […]

Áhrif orkudrykkja á börn og ungmenni

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er mikið áhyggjuefni enda með því mesta sem þekkist meðal ungmenna í Evrópu. Margir þeirra innihalda gríðarlegt magn koffíns sem er ávanabindandi efni og getur haft neikvæð áhrif á heilsu fólks – bæði líkamlega og andlega. Börn og ungmenni eru mun viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir og er neysla þess […]

Skólinn í öndvegi

Breytingar á Varmárskóla Í Mosfellsbæ fer fram framúrskarandi skólastarf í fjölbreyttu skólaumhverfi. Mosfellsbær með fagfólkið í fararbroddi hefur sýnt frumkvæði í skólastarfi eins og t.d. með 200 daga skóla fyrir yngsta skólastigið og með opnun skóla fyrir 2–9 ára börn. Hróður skólastarfsins fer víða og er áhugafólk um menntamál tíðir gestir í okkar skólum. Fræðsluyfirvöld […]

Mosfellsbær verður Barnvænt sveitafélag

Þann 28. janúar síðastliðin var skrifað undir samstarfssamning Mosfellsbæjar, UNICEF á íslandi og félagsmálaráðuneytisins um þátttöku bæjarins í verkefninu Barnvæn sveitafélög. Markmið samstarfsins er að tryggja aðgengi Mosfellsbæjar að fræðslu og stuðning við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á sveitarstjórnarstiginu. Töluverður hluti þjónustu hins opinbera við börn og barnafjölskyldur er á ábyrgð sveitafélaga og þau leika […]