Entries by mosfellingur

Hver er Mosfellingur ársins 2023?

Val á Mosfellingi ársins 2023 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 19. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Reykjalundur lokar hluta húsnæðis vegna bágs ástands

Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Var þetta gert í framhaldi af úttekt verkfræðistofu sem sýnir að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum. Viðamikil úttekt verkfræðistofu Stjórnendur og starfsfólk Reykjalundar hafa um nokkurn tíma haft grun um að hluti húsnæðis Reykjalundar sé […]

Almennings eða afreks?

Við erum svo heppin að það eru til einstaklingar eins og Vésteinn Hafsteinsson sem var í ársbyrjun ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, en hann er með mikla reynslu af því að þjálfa afreksmenn í frjálsum íþróttum, meðal annars ólympíumeistara. Ekki allir er ánægðir að Íslendingar séu að leggja svona mikla áherslu á að búa til íþróttamenn í […]

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024

Meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar hefur samþykkt fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2024. Það vakti mikla athygli að meirihlutinn lagði fram 14 breytingartillögur um eigin fjárhagsáætlun á milli umræðna, sem er einsdæmi og lýsir það kannski best hversu ósamstíga meirihlutinn er og sérkennilegum undirbúningi áætlunarinnar. Meirihlutinn talar um viðsnúning í rekstri bæjarins, en bent skal á […]

Njótum í núinu

Það er auðvelt í amstri hversdagsins að detta í sjálfstýringuna og sérstaklega í kringum hátíðirnar. Mikilvægt er að við gefum sjálfum okkur þá gjöf að staldra við, draga djúpt andann og taka inn augnablikið. Upplifa og njóta líðandi stundar. Veitum athygli Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Veitum börnunum okkar óskipta athygli, hlustum […]

Uppskera ársins

Það er komið að þessum skemmtilega tíma ársins þar sem við förum yfir uppskeruna okkar. Árið hjá Aftureldingu er búið að vera bæði gott og erfitt. Í vor uppskárum við bikarmeistaratitil í handboltanum eftir ansi langt hlé, stelpurnar stoppuðu stutt í Grillinu og eru komnar aftur í efstu deild og strákarnir í fótboltanum náðu sínum […]

Af vettvangi sveitarstjórnarmála

Nú er liðið eitt og hálft ár af kjör­tímabilinu og fyrir græningjann er gott að líta yfir farinn veg. Þessi tími hefur verið krefjandi en umfram allt áhugaverður og lærdómsríkur. Það er ákveðin upplifun að fá brautargengi inn í bæjarstjórn og vera treyst fyrir því að taka ákvarðanir fyrir hönd fólksins í bænum. Ég hef […]

Líflegt starf í hestamannafélaginu

Það hefur verið venju fremur líflegt í hesthúsahverfinun í haust, enda veður verið milt og gott. Krakkarnir í félagshúsinu eru komin á fullt í sinni hestamennsku, námskeið fyrir þau og önnur börn í félaginu hafa farið af stað með krafti og haustið er notað vel jafnt til útreiða og þjálfunar hrossa og uppbyggingar ungu knapanna […]

Fjölskyldan loksins sameinuð í Mosfellsbæ eftir erfiðan aðskilnað

Hjónin Hanna Símonardóttir og Einar Þór Magnússon hafa í gegnum árin tekið að sér fjölmörg fósturbörn í bæði skammtíma- og langtímavistun. Það var svo í janúar 2021 að Hassan Rasooli kom til þeirra. Hassan var þá 14 ára gamall og hafði komið til Íslands skömmu áður sem flóttamaður en foreldrar hans og systkini voru enn […]

Kosið um íþróttafólk ársins

Búið er að tilnefna átta konur og ellefu karla til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023. Eins og áður gefst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa íþróttafólk ársins rafrænt á www.mos.is. Í nýjasta tölublaði Mosfellings má finna kynningu á íþróttafólkinu sem tilnefnt er og afrekum þess á árinu. Netkosning stendur yfir frá 30. nóvember […]

Jóga er tenging við hinn innri mátt

Íris Dögg Oddsdóttir flugfreyja, jógakennari og leiðsögumaður hefur það að markmiði að hjálpa fólki við að bæta heilsu og vellíðan. Jóga er talið elsta mannræktarkerfi veraldar og miðar að þroskun líkama, hugar og sálar. Orðið jóga þýðir tenging eða sameining við hinn innri mátt. Allir geta stundað jóga óháð aldri eða líkamlegri getu og það […]

Þolinmæði Aftureldingar á þrotum

Formannafundir Aftureldingar fóru fram á dögunum þar sem formenn allra 11 deilda Aftureldingar hittust og fóru yfir málin. Mikill órói er meðal Aftureldingarfólks eftir að hafa séð drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem tekin hefur verið til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar var settur á laggirnar haustið 2018 um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja […]

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi í fyrsta skipti frá árinu 2019

Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar var lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 8. nóv­em­ber og er lögð áhersla á ábyrg­an rekst­ur og áfram­hald­andi upp­bygg­ingu inn­viða, hátt þjón­ustu­stig og lág gjöld til barna­fjöl­skyldna. Þjón­usta við börn og fjöl­skyld­ur Í fjár­hags­áætl­un árs­ins 2024 er gert ráð fyr­ir því að Mos­fells­bær verði áfram með lægstu gjöld­in í leik­skól­um á […]

Framtíðarsýn á íþrótta­svæðinu að Varmá

Að Varmá koma þúsundir Mosfellinga og gesta á ári hverju til að stunda ýmiss konar íþróttir. Því er mikilvægt að vanda til verka og vera með skýra framtíðarsýn þegar kemur að áframhaldandi uppbyggingu, þar sem aðstaðan er komin að þolmörkum. Nýr meirihluti fékk verkefnalista frá fyrra kjörtímabili sem er skrifaður inn í skýrslu sem Efla […]

Skráningardagar á leikskólum og endurskoðun leikskólagjalda

Snemmsumars var samþykkt að taka upp skráningardaga í leikskólum bæjarins. Vinnulag sem átti að leysa tvær áskoranir í leikskólastarfinu; vinnutímastyttingu starfsmanna og mönnunarvanda sem meðal annars þurfti að mæta með lokun deilda. Á fundum kom ósjaldan fram sú trú margra að þetta verklag myndi stórbæta mönnun því fólk fengist frekar til starfans. Á sama tíma […]