Entries by mosfellingur

STRAX-heilkennið í Mosfellsbæ

Embættismenn í Kína tilheyra gamalli stétt. Sú er mun þróaðri en sú íslenska. Rekja má kínverska embættismannakerfið langt aftur í aldir. Réðu þar konungar og keisarar sem oft á tíðum voru fremur lítt stjórntækir. Má þar m.a. nefna síðasta keisarann Puyi. Puyi sagði af sér embætti „STRAX“ í upphafi síðustu aldar. Við tók borgarastyrjöld, svo […]

Verður byggð blokk í bakgarðinum hjá þér?

Þegar fólk kaupir sér húsnæði er að mörgu að hyggja. Byggingin þarf að uppfylla lög og reglugerðir en því miður virðast allt of margir gallar koma í ljós eftir að eigendur taka við fasteign. Margir slíkra galla eru á ábyrgð hönnuða, byggingastjóra eða meistara. Skv. lögum má Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (áður Mannvirkjastofnun) ávíta og svipta […]

Einn eða tveir skólar?

Foreldar barna í Varmárskóla fengu rafræna kynningu á niðurstöðum HLH ráðgjafar um stjórnskipulag Varmárskóla og tillögu hans um að skipta skólanum í tvo skóla. Fámennt var á fundinum og því ákvað stjórn foreldrafélgsins að varpa spurningunni yfir til foreldra/forráðamanna um álit þeirra á fyrirhugaðar breytingar stjórnskipulagsins. Á heimasíðu foreldrafélagsins var einfaldlega spurt; einn eða tveir […]

Besta platan

Heilsa er ekki bara að sofa, borða og hreyfa sig. Heilsa snýst um miklu meira. Viðhorf til lífsins til dæmis. Það er hægt að skrolla sig í gegnum lífið með neikvæð gleraugu á nefinu og finna öllu og öllum allt til forráttu. En það er líka hægt að fara hina leiðina, einbeita sér að því […]

Leiruvogurinn – útivistaperla í Mosfellsbænum

Við sem búum í Mosfellsbænum erum stolt af náttúrunni allt í kringum okkur. Hér getur hver og einn stundað útivist við sitt hæfi. Það er sérlega mikilvægt á þessum erfiðu tímum þar sem COVID setur okkur svo þröngar skorður. Fjöllin í kringum okkar laða að alveg eins og skóglendin. Fjórar fallegar ár renna í gegnum […]

Hugmyndasöfnun stendur yfir fyrir Okkar Mosó 2021

Nú er komið að þriðju hugmyndasöfnuninni vegna Okkar Mosó, samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa Mosfellsbæjar. Verkefnið byggir á áherslum í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar um samráð og íbúakosningar auk þess sem markmið verkefnisins er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Okkar Mosó 2021 […]

Börn eru svo einlæg og hreinskilin

Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir leiðsögumaður og viðburðastjóri er félagsforingi Skátafélagsins Mosverja. Hæ Dagga, kölluðu börnin úr öllum áttum er við Dagbjört, eða Dagga eins og hún er ávallt kölluð, fengum okkur göngutúr í bænum einn góðviðrisdaginn. Það sést langar leiðir að Dagga hefur unun af því að vera í návist barna, hún hefur lengi sinnt yngstu […]

Ný heilsugæslustöð opnar 29. mars

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis vinnur nú að því að flytja starfsemi sína úr Kjarnanum í Sunnukrika 3 og er ráðgert að opna á nýjum stað mánudaginn 29. mars. Síðar í apríl verður svo formlegri opnun með hátíðarbrag. „Þetta verður algjör bylting á starfsaðstöðunni fyrir okkur,“ segir Dagný Hængsdóttir svæðisstjóri Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. „Húsnæðið býður upp á tækifæri til […]

Varmárskóla skipt upp í tvo sjálfstæða skóla

Haustið 2020 fór fram ytra mati á Varm­árskóla á vegum Menntamálastofnunar. Í niðurstöðum þess mats komu fram vísbendingar um að skoða þyrfti nánar stjórnskipulag skólans. Á fundi bæjarráðs hinn 4. júní 2020 samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að láta gera úttekt og mat á stjórnskipulagi Varmárskóla og á þeim grunni […]

Býrð þú yfir þrautseigju og seiglu?

Mörg okkar gera markvissar æfingar til að efla líkamlegt úthald og vöðvastyrk en spurning hversu mörg okkar gera æfingar til að auka andlegan styrk og verða sterkari í daglegu lífi? Hvað er þrautseigja/seigla? Þessi hugtök eru sannarlega ekki ný af nálinni enda voru þau og merking þeirra til umræðu hjá forngrískum heimspekingum á borð við […]

Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna

Í nóvember 2020 bauð félagsmálaráðuneytið fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, ásamt sex öðrum sveitarfélögum í landinu, að vera með í tilraunaverkefni um framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstaklega snýr að skilnaðarráðgjöf. Markmið samkomulagsins um verkefnið er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi við félagsmálaráðuneytið. Verkefnið snýr að eflingu félagslegrar ráðgjafar með áherslu á skilnaðar-, forsjár- og umgengnismál. […]

Vorhreingerningar

Veturinn í vetur hefur verið afskaplega blíður hér í bænum og lítið tilefni til að kvarta undan veðri. Því kitlar hækkandi sól og lengri dagsbirta eflaust marga til að huga að vorverkum, hvort sem er í görðum, hesthúsum, bílskúrum eða geymslum. Vorinu fylgir oft innileg löngun til endurnýjunar, til þess að taka til og gera […]

Áskoranir

Vorið er að koma. Kannski er það komið? Maður spyr sig. Það er alla vega bjart yfir núna þegar þessar línur eru skrifaðar, sólin skín og fuglarnir syngja. Núna er tíminn til að hrista aðeins upp í sér og finna sér skemmtilega áskorun fyrir sumarið. Eitthvað sem þú getur notað næstu vikur í að undirbúa […]

Hlégarður – Hús okkar Mosfellinga

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að ráðast í viðamiklar endurbætur innanhúss á félagsheimilinu Hlégarði. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á næstu fjórum árum, nú þegar hefur fyrsti áfanginn verið boðinn út og er hann fólginn í gagngerum breytingum og endurbótum á jarðhæð hússins. Í síðari áföngum verksins verður opnuð leið upp á efri […]

Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi

Lærdómssamfélag leikskóla í Mosfellsbæ Í september 2018 fóru leikskólar í Mosfellsbæ í samstarf við Menntamálastofnun og Áshildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing um innleiðingu á verkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“. Áherslur í verkefninu voru í samræmi við áherslur Aðalnámskrár leikskóla þar sem vægi leiksins er þungamiðjan og meginnámsleið leikskólastarfsins. Leikur er þannig mikilvæg […]