Entries by mosfellingur

Hey þú, hættu að skemma og eyðileggja!

Skemmdarverk og eyðilegging er alltaf leiðinleg og það fara mjög miklir peningar á hverju ári í viðgerðir eftir þessi ömurlegu skemmdarverk. Nýjasta afleiðingin af skemmdaverkum í Mosó, okkar frábærar bæjarfélagi, er nú sú að búið er að loka Kósí Kjarna sem var mjög flottur og naut mikilla vinsælda. Húsgögn og annað sem var búið að […]

Ákvarðanir og afstaða

Í gærmorgun (þetta er skrifað á mánudagsmorgni) sat ég við eldhúsborðið og skipulagði vorið og sumarið út frá þeirri heimsmynd sem þá blasti við mér. Dagatalið var stútfullt af fótboltaleikjum, æfingum og viðburðum sem tengdust þessu tvennu. Tilhlökkunin var mikil. Núna rétt rúmum sólarhring síðar eru blikur á sóttvarnarlofti vegna þess að örfáir einstaklingar höfðu […]

Sjálfboðaliðar á ritaraborðinu síðastliðin 40 ár

Mosfellingarnir Ingi Már Gunnarsson og Gunnar Ólafur Kristleifsson hafa unnið ötult sjálfboðaliðastarf fyrir Aftureldingu síðastliðin 40 ár. Þeir félagar hafa gengt ýmsum störfum fyrir félagið en þeirra aðalstarf hefur þó verið að sinna ritara- og tímavörslu fyrir handboltadeildina. „Íþróttahúsið var tekið í notkun 4. desember 1977, ég held að fyrsta klukkan hafi komið í húsið […]

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar 40 ár

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar átti 40 ára afmæli 17. mars og var haldinn glæsileg afmælisveisla hjá Vigni Kristjánssyni í veislusal í Lágmúlanum. 50 gestir mættu og komust færri að en vildu, vegna sóttvarnarreglna. Meðal gesta voru sex stofnfélagar, Guðmundur Bang, Hilmar Sigurðsson, Davíð Atli Oddsson, Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Sveinn Frímannsson. Á myndini má sjá stofnfélagana […]

Hestar þurfa ekki að kunna allt

Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari og tamningakona hefur sérhæft sig í sirkusþjálfun síðastliðin 10 ár. Ragnheiður er alin upp í Hvítárholti í Hrunamannahreppi og segir það forréttindi að hafa alist þar upp. Hestamennska er henni í blóð borin því fjölskylda hennar hefur ræktað hross í áratugi ásamt því að reka hestaleigu. Ragnheiður starfar í dag við reiðkennslu […]

Friðland við Varmárósa stækkað

Umhverfis- og auðlindaráherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur skrifað undir stækkun á friðlandinu við Varmárósa í Mosfellsbæ. Með stækkuninni er svæðið sem friðlýsingin tekur til um 0,3 ferkílómetrar að flatarmáli (30 hektarar), sem er um þrisvar sinnum stærra svæði en áður var, og hefur það markmið að vernda náttúrulegt ástand votlendis og sérstakan gróður sem á […]

Sorgarferlið ansi flókið

Vinkonurnar Anna Lilja Marteinsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eiga margt sameiginlegt. Þær heita báðar Anna, eru þrítugar, búa í Mosó, og búa báðar yfir þeirri reynslu að hafa misst maka sinn fyrir þrítugt. Þar af leiðandi hafa þær báðar verið nánasti aðstandandi þess sem missir. Þær hafa verið vinkonur frá sextán ára aldri og fylgst […]

Mosfellsbær fyrir barnafjölskyldur

Í febrúar birtust niðurstöður þjónustukönnunar Mosfellsbæjar en þær sýndu ánægju notenda þjónustu sveitarfélagsins,en Mosfellsbær var yfir landsmeðaltali í 11 flokkum af 13. Er það sérstakt fagnaðarefni að 97% foreldra leikskólabarna eru ánægðir með þjónustu leikskóla bæjarins enda hefur bæjarstjórn lagt mikla áherslu á eflingu skólastigsins. Plássum á ungbarnadeildum og opnun sérstaks ungbarnaleikskóla hefur stytt biðlista […]

Okkar Mosó 2021

Kæru Mosfellingar. Íbúalýðræði er eitt af stefnumálum Vina Mosfellsbæjar því við vitum að íbúarnir eru sérfræðingar í nærumhverfinu. Því er það gleðiefni að verkefnið Okkar Mosó er komið af stað að nýju. Markmiðið með verkefni sem þessu er að fá almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Okkar Mosó er tilvalinn staður fyrir íbúa […]

Það er best að búa í Mosfellsbæ!

Ekki alls fyrir löngu þá barst mér skoðanakönnun sem fjallaði um upplifun mína á því hvernig mér fyndist að búa á þeim stað sem ég bý. Að mínu mati þá var ekki erfitt að svara þeim spurningunum öllum í þá veru að hvergi á jarðríki er betra að búa en í Mosfellsbæ. En eftir á […]

Tökum höndum saman

Kannanir á líðan barna og unglinga á covid tímum sýna að full ástæða þykir að beina betur sjónum að unglingum okkar. Nú takast fjölskyldur á við afleiðingar faraldurs og þeirra aðstæðna sem hafa skapast. Íþrótta – og tómstundastarf hefur fallið niður og miklar takmarkanir verið á félagsstarfi unglinga en við þær aðstæður er hætta á […]

Lifandi málaskrá og dagbók

Kæru Mosfellingar. Bættur aðgangur að upplýsingum er forsenda gegnsæi í störfum stjórnsýslunnar en það er eitt af áherslum Vina Mosfellsbæjar. Það er því okkar kjörinna fulltrúa að búa svo um hnútana að íbúarnir geti á auðveldan hátt nálgast upplýsingar og öðlast þannig innsýn í verkefni stjórnsýslunnar. Aukin upplýsingagjöf og gott aðgengi að upplýsingum eykur traust […]

Friðlandið við Varmárósa stækkað

Í síðustu viku undirritaði ég stækkun friðlandsins við Varmárósa. Ósarnir hafa verið á náttúruminjaskrá frá árinu 1978 og voru fyrst friðlýstir árið 1980. Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í því að þar er að finna fágæta plöntutegund, fitjasef, auk þess sem sjávarfitjarnar eru sérstæðar að gróðurfari og mikilvægt vistkerfi fyrir fugla. En það er […]

Von og vellíðan

Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar fagnaði 25 ára afmæli þann 19. mars. Hvernig við náum von og vellíðan er nokkuð sem flestir velta fyrir sér. Sjálf hef ég fundið leið með svokölluðu NEWSTART Program (newstart.com). Það er byggt á meira en 100 ára kenningum E.G. White. Fólk sem lifir eftir þessum kenningum, lifir hvað lengst í heiminum í […]

Umferðaröryggi í Leirvogstunguhverfi

Í Leirvogstunguhverfi sem og í öðrum hverfum Mosfellsbæjar snýst umferðaröryggi að miklu leyti um hegðun íbúanna í umferðinni. Leirvogstunga er nýlegt hverfi í Mosfellsbæ og í meirihluta hverfisins er leyfilegur hámarkshraði 30 km. á klukkustund. Að beiðni Mosfellsbæjar var Verkfræðistofan EFLA fengin til að meta umferðaröryggi í Leirvogstunguhverfi og samhliða því var íbúum hverfisins gefin […]