Entries by mosfellingur

Kosið um 29 tillögur í Okkar Mosó 2021

Rafræn kosning er hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021. Þar gefst íbúum tækifæri á að kjósa sín uppáhalds verkefni til framkvæmda, verkefni sem þeim þykja gera bæinn betri. Um er að ræða forgangsröðun og úthlutun fjármagns til framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Mosfellsbæ.Alls bárust 140 fjölbreyttar tillögur að verkefnum í hugmyndasöfnuninni, talsvert fleiri en árin […]

Nettó opnar í Mosfellsbæ

Föstudaginn 4. júní mun Nettó opna nýja verslun við Sunnukrika 3 í Mosfellsbæ. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að standsetja rýmið síðustu vikur. Í Sunnukrika er einnig að finna heilsugæslu, apótek, bensíndælur og kjötbúð. „Við höfum horft til Mosfellsbæjar mörg undanfarin ár og erum ótrúlega spennt fyrir því að opna,“ segir Gunnar Egill […]

Framtíðin er unga fólksins

Öflugt atvinnulíf til framtíðar, framboð af húsnæði og góðar samgöngur eru forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins á Íslandi. Samkeppni um unga fólkið er einn af hornsteinum framtíðarinnar. Getur unga fólkið byggt upp sitt líf í Mosfellsbæ, á höfuðborgarsvæðinu, á Íslandi eða velur það að fara eitthvað annað? Við sem hér búum þekkjum kosti þess hversu […]

Rödd atvinnulífsins inn á Alþingi

Öflugt atvinnulíf er grundvöllur velferðar, framþróunar og hagsældar fyrir alla. Atvinnulífið stendur undir grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu, samgöngum, innviðum og menningu. Það er því hagur okkar allra að atvinnulífið blómstri. Hvetjandi umhverfiVið fæðumst með ólíka forgjöf. Bakland fólks er misjafnt en við þurfum öll að fá tækifæri til að nýta hæfileika okkar. Til þess […]

Þrautin

Við héldum KB þrautina nýverið. KB þrautin er utanvegahlaup með fjölbreyttum þrautum sem gera lífið skemmtilegra. Fólk þurfti til dæmis að klifra yfir veggi og upp kaðla, skríða undir gaddavír, labba í djúpu drullusvaði og upp langa og bratta brekku, bera þunga hluti á milli staða og prófa sig á jafnvægis­slá. 100 manns tóku þátt […]

Hugsum stærra, gerum meira og gerum betur

Það viðhorf er ekki óalgengt hjá fólki á öllum aldri að það skipti engu máli hverjir fari með stjórn landsins eða í sveitarfélögunum, það sé sami rassinn undir öllu þessu liði. Engin ástæða sé til þess að drattast á kjörstað, þetta verði allt óbreytt eftir kosningar hvort eð er. En er það þannig? Skiptir virkilega […]

Látum verkin tala

Íslendingar eru í grunninn samheldin þjóð og þegar á reynir stöndum við saman og klárum verkefnin. Áskoranir komandi missera verða margvíslegar og þar er einna stærsta verkefnið uppbygging og endurreisn atvinnulífsins. Með því að taka lítil en ákveðin skref munum við komast í gegnum verkefnin. En til að halda uppi traustu og öflugu atvinnulífi þurfum […]

Þjónusta jarðvarmavirkjanir og veitur á öllu landinu

Deilir er öflugt og ört stækkandi fyrirtæki sem staðsett er í Völuteig í Mosfellsbæ. Deilir er tækniþjónusta sem býður fjölbreyttar véla- og tæknilausnir til fyrirtækja sem stafa í orkuiðnaði og veitustarfsemi. Það var Baldur Jónasson sem stofnaði Deili árið 2008, Ingvar Magnússon og Jóhann Jónasson komu svo seinna inn í eigandahópinn. „Fyrst um sinn þjónustaði […]

Draumurinn orðinn að veruleika

Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn, Jökla, er kominn á markað. Pétur Pétursson mjólkurfræðingur hefur þróað drykkinn síðastliðin 14 ár en þetta er í fyrsta sinn hérlendis sem framleiddur er áfengur drykkur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs. Pétur fékk hugmyndina eftir að hafa fengið að smakka heimatilbúinn líkjör úr hrímaðri mjólkurkönnu […]

Hjartað slær alltaf heima í Mosfellsbæ

Mosfellska hljómsveitin KALEO hefur farið sigurför um heiminn en strákarnir fluttu til Bandaríkjanna fyrir sex árum. Ný plata sveitarinnar, Surface Sounds, leit dagsins ljós nú nýverið eftir að útgáfu hennar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur um allan heim. Meðlimir hljómsveitarinnar KALEO eru þeir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir […]

Svanþór nýr eigandi fasteignasölunnar

Eigendaskipti hafa orðið á Fasteignasölu Mosfellsbæjar en nýr eigandi er Svanþór Einarsson. Tekur hann við fyrirtækinu af Einari Páli Kjærnested og Hildi Ólafsdóttur sem rekið hafa fasteignasöluna í 20 ár. Svanþór er Mosfellingur í húð og hár og er Mosfellingum að góðu kunnur. Hann er löggiltur fasteignasali og hefur sjálfur unnið á fasteignasölu Mosfellsbæjar í […]

Hjóla- og golfmót til styrktar góðum málefnum í Mosfellsbæ

Páll Líndal stendur fyrir Palla Open golfmóti til styrktar Reykjadal og Hlaðgerðarkoti laugardaginn 22. maí. „Já, það verður golfmót en við ætlum líka að hjóla og verða tvær vegalengdir í boði. 45 km og svo 10 km fjölskylduhringur í Mosfellsbæ. Meiningin er að safna fyrir tveimur verðugum málefnum hér í bæ og skipta öllu sem […]

Eldri deild Varmárskóla verður Kvíslarskóli

Fimmtudaginn 6. maí var tilkynnt um nýtt nafn á eldri deild Varmárskóla. Efnt var til nafnasamkeppni á skólann sem 7.-10. bekkur mun tilheyra við stofnun hans 1. ágúst næstkomandi og fékk skólinn nafnið Kvíslarskóli að undangenginni nafnasamkeppni. Varmárskólanafnið mun fylgja yngri deildinni og því varð að finna nýtt nafn á eldri deild núverandi Varmárskóla. Nafnanefnd […]

Kjötbúðin opnar í Mosó

Kjötubúðin mun opna glæsilega verslun í Sunnukrika í næstu viku. Það er Mosfellingurinn Geir Rúnar Birgisson sem er eigandi og rekstraraðili Kjötbúðarinnar. Geir, sem er kjötiðnaðarmeistari, hefur rekið Kjötbúðina á Grensásvegi síðastliðin 10 ár við góðan orðstír. „Ég byrjaði minn feril í Nóatúni hér í Mosó, þegar búðin lokaði var alltaf draumurinn að opna kjötbúð […]

Snjallar lausnir og betri þjónusta í skólamálum

Skólamálin eru einn mikilvægasti málaflokkur Mosfellsbæjar og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ávallt lagt mikla áherslu á málaflokkinn ásamt því að auka og bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Í málefnasamningi flokkanna tveggja stendur m.a. að fjölga eigi plássum á ungbarnadeildum þannig að fleiri 12 mánaða gömul börn fái leikskólapláss á kjörtímabilinu, að lækka skuli leikskólagjöld […]