Entries by mosfellingur

Mikilvægi hreyfingar

Ávinningur þess að stunda íþróttir er mikill fyrir líkamlega og andlega heilsu. Við sem búum í Mosfellsbæ erum heppin með þann fjölda íþróttagreina sem eru í boði fyrir okkur. Nú þegar haustið er komið þá fara margir að huga að því að æfa. Þá er gott að geta farið og prófað mismunandi íþróttagreinar því það […]

Jafnrétti fyrir okkur öll

Frá árinu 2006 höfum við haldið Jafnréttisdag Mosfellsbæjar hátíðlegan í kringum 18. september en dagurinn er fæðingardagur Helgu J. Magnúsdóttur fyrrum oddvita Mosfellsbæjar sem lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti. Hún var til að mynda formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu og formaður Kvenfélagasambands Íslands. Helga lést árið 1999 og upplifði miklar framfarir í […]

Miðflokkurinn lætur verkin tala og stendur við gefin fyrirheit

Nú stefnir í annað hvort óbreytt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á landsvísu eða óhreina vinstri stjórn. Við Mosfellingar höfum búið við vinstri stjórn Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ um árabil og við sjáum hve hægt gengur að halda eignum bæjarins við og tryggja afburða þjónustu m.a. á sviði málefna fatlaðra og þeirra sem sárlega […]

Tryggjum niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu

Þann 9. september síðastliðinn birti heilbrigðisráðuneytið tvær áfangaskýrslur um óbein áhrif af Covid-19. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma mikið að óvart að úr þessu má lesa að geðheilbrigði þjóðarinnar hefur farið versnandi. Sérstaklega er tekið fram að faraldurinn hafi haft afgerandi neikvæð áhrif á líðan framhaldsskólanema. Sama dag og þessi skýrsla kemur […]

Betra líf fyrir fjölbreyttar fjölskyldur

Alþingiskosningar nálgast. Nú hefur þú, kjósandi góður, tækifæri til að kjósa með breytingum til betra lífs fyrir allar fjölskyldur á Íslandi. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðarþjónustu á Íslandi til þess að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Endurreisn barnabótakerfisinsSamfylkingin ætlar að endurreisa barnabótakerfið að norrænni fyrirmynd. Það gerum við með því […]

Mosfellsbær, fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið?

Loftslagsvá er ein mesta ógn sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ótvíræðar og valda meðal annars aukinni tíðni hitabylgna, aftakaúrkomu, flóða og gróðurelda. Þessar breytingar eru ekki lengur fjarri okkur heldur sjáum við sligandi hitabylgjur í nágrannalöndum okkar, gróðurelda geisa og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Hitamet falla svo um […]

Hlaupa í minningu Þorsteins Atla

Fótboltastelpurnar í 3. flokki Aftureldingar ætluðu að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Einstökum börnum. Málefnið er þeim kært, þær hlaupa í minningu Þorsteins Atla Gústafssonar sem lést í júlí síðastliðnum en eldri bróðir hans, Ingólfur Orri, er þjálfari flokksins. „Við ætlum að halda okkar striki og hlaupa hér í Mosó laugardaginn 18. september. […]

Kaffi Kjós lokar eftir 23 ára rekstur

Kaffi Kjós, þjónustumiðstöð sem staðsett er í suðurhlíðum Meðalfells, verður nú lokað. Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir á Hjalla hafa staðið vaktina í 23 ár. Nú hefur verið skellt í lás og er staðurinn til sölu. Árið 1998 fluttu þau hjónin lítið hús upp í Kjós og skírðu það Kaffi Kjós. Fljótlega var byrjað […]

Úr holu í höll

Helga Jónsdóttir er stolt af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Bókasafns Mosfellsbæjar í hátt í 40 ár. Árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar. Í desember 1956 var Lestrarfélagið formlega lagt niður og í samræmi við ný lög var Héraðsbókasafn Kjósarsýslu stofnað.Nafni safnsins […]

Seinni áfangi Helgafellsskóla vígður 31. ágúst

Þann 31. ágúst verður seinni áfangi Helgafellsskóla vígður. Í skólanum er leikskóladeild, grunnskóladeild og frístundadeild. Félagsmiðstöð fyrir miðstig og unglingastig verða einnig í skólanum og Listaskóli Mosfellsbæjar sinnir tónlistarkennslu á yngstu stigunum í skólanum í sérhönnuðu húsnæði fyrir tónlist. Í þessum áfanga verður rými 5.-10. bekkja, sérgreinarými, stoðrými og salur. Skólinn ætlaður fyrir um 700 […]

Engin formleg dagskrá á vegum Mosfellsbæjar Í túninu heima

Eins og Mosfellingar vita væntanlega flestir verður engin formleg dagskrá á vegum Mosfellsbæjar í „Í túninu heima“, sem er árleg bæjarhátíð Mosfellinga, sem haldin er í ágúst, afmælismánuði bæjarins. Hátíðin stendur venjulega í fjóra daga og lýkur með útnefningu bæjarlistamanns og afhendingu umhverfisviðurkenninga.Undirbúningi hátíðarinnar í ár lauk í byrjun sumars en neyðarstjórn Mosfellsbæjar komst að […]

Heimabær menningarinnar

Mosfellsbær iðar af menningu. Einhvern veginn höfum við fundið fullkominn stað fyrir sköpunarkraftinn, þar sem þéttbýli og náttúran mætast á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Við höfum stolt fengið að fylgjast með tónlistarfólkinu okkar klifra upp metorðastigann bæði hér heima og erlendis. Ríkt menningarstarf í Mosfellsbæ og öflugur listaskóli hefur alið upp hæfileikaríkt listafólk á sviði tónlistar, ritlistar, […]

Við getum verndað Varmá

Þegar ég flutti aftur í Mosfellsbæ með mann, kött og drauma um að fá okkur hund skipti mig miklu máli að finna húsnæði sem væri nálægt náttúrunni. Ekki aðeins svo að göngutúrarnir með hundinn yrðu fjölbreyttir og skemmtilegir, heldur líka vegna þess að náttúra Mosfellsbæjar skiptir mig máli persónulega. Ég var svo heppin að finna […]

Þegar sumir eru jafnari en aðrir

Það er ákveðin meginregla í siðmenntuðu samfélagi að við höfum sömu réttindi og gegnum sömu skyldum, að fólki sé ekki mismunað t.d. á grundvelli búsetu. En hvers vegna er það þá þannig að sumir eru jafnari en aðrir þegar það kemur að því að kjósa til Alþingis, æðstu stofnunnar landsins.Skipta Mosfellingar og nágrannar okkar í […]

Hátíðardagskrá á Barion alla helgina

Barion heldur sínu striki þrátt fyrir aflýsta bæjarhátíð og blæs til mikillar veislu um helgina á hverfisstaðnum. Dagskráin hefst á fimmtudagskvöldið þegar „hátíðar-bingó“ verður spilað en bingókvöldin á Barion eru löngu orðin landsþekkt enda til mikils að vinna. Á föstudagskvöldið er það CCR-bandið sem heiðrar hina mögnuðu sveit Creedence Clearwater Revival. Bandið er skipað Huldumönnunum […]