Entries by mosfellingur

Afturelding sér um dreifingu Mosfellings

Mosfellingur og ungmennafélagið Afturelding hafa gert með sér samning um dreifingu bæjarblaðsins. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti og er dreift frítt í hús í Mosfellsbæ. Íslandspóstur hefur séð um dreifingu blaðsins í fjöldamörg ár en ákvað að hætta að dreifa ónafngreindum fjölpósti á síðasta ári í sparnaðarskyni. „Þá voru góð ráð […]

Úr Lágafellsskóla í bandaríska flugherinn

Bræðurnir Gunnlaugur Geir Júlíusson 30 ára og Hilmar Þór Björnsson 23 ára sem báðir eru Mosfellingar og gengu í Lágafellsskóla, hafa báðir gegnt herskyldu í bandaríska flughernum. „Afi okkar í móðurætt var bandarískur hermaður en amma okkar var íslensk, þess vegna erum við með tvöfalt ríkisfang. Mamma okkar, Natacha Durham, er að mestu leyti alin […]

Mosfellskt hugvit sem nær í kringum hnöttinn

Bjarki Elías Bjarkar Kristjánsson gekk til liðs við Controlant með hugbúnað sinn sem nýttur er af stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi. Bjarki Elías hefur starfað lengi í tæknigeiranum. Í dag leiðir hann ásamt öðrum samfélagslegt og mikilvægt verkefni hjá Controlant sem snýr að rauntímavöktun á flutningi Pfizer bóluefnisins á heimsvísu. Bjarki hóf störf þar fyrir um […]

Ull er gull! – Ístex 30 ára

Stórafmæli Ístex (Íslenskur textíliðnaður) var fagnað að Völuteigi föstudaginn 15. október. Íslenskur lopi er gífurlega vinsæll um þessar mundir og hefur spunaverksmiðjan í Mosfellsbæ ekki undan að framleiða. Myndast hafa biðlistar eftir vörum úr ullarbænum Mosfellsbæ.  Íslenskur textíliðnaður hf. (Ístex hf.) var stofnað 15. október 1991 og á því 30 ára afmæli um þessar mundir. […]

Fimm leiðir í átt að vellíðan!

Langt síðan síðast, Berta hér að skrifa. Það er frábært að sjá hvað Mosfellingar eru duglegir að hreyfa sig. Þar sem ég brenn fyrir því að miðla því hvað veitir okkur vellíðan þá langaði mig að deila með ykkur fimm leiðum sem eru byggðar á rannsóknum í átt að aukinni vellíðan. Eflaust vita margir af […]

KR

KR hefur ekki verið mitt uppáhaldsíþróttafélag í gegnum tíðina. Það eru ýmsar og misgáfulegar ástæður fyrir því. En ég þekki marga ljómandi fína KR-inga, jú víst, þeir eru til og ég held að það sé mjög gaman að vera KR-ingur. Einfaldlega af því að það eru svo margir sem líta á þá sem andstæðinga númer […]

Menntastefna Mosfellsbæjar í mótun

Bærinn stækkar og börnum fjölgar. Umhyggja og vellíðan eru orð sem heyrðust á skólaþinginu sem haldið var í Helgafellsskóla þann 11. október síðastliðinn. Þar sátu fulltrúar foreldra og lögðu fram sínar hugmyndir í vinnu við endurskoðaða menntastefnu Mosfellsbæjar. Fyrr þennan sama dag höfðu nemendur og kennarar sagt sínar skoðanir og lagt sitt af mörkum við […]

Skipulag og andmæli til heimabrúks

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, þ.e. á fundi skipulagsnefndar nr. 453 þann 19. janúar 2018, var samþykkt harðorð bókun um áform Reykjavíkurborgar að koma fyrir mengandi iðnaði á Esjumelum. Fund þennan sátu: Bryndís Haraldsdóttir, Bjarki Bjarnason, Theódór Kristjánsson, Samson Bjarnar Harðarson, Júlía Margrét Jónsdóttir og Gunnlaugur Johnson sem áheyrnarfulltrúi. Að auki sat Ólafur Melsteð skipulagsfulltrúi fundinn sem […]

Helgafellshverfi í mikilli uppbyggingu

Uppbygging í Helgafellshverfi er komin vel á veg, fjöldi fólks er fluttur á svæðið og glæsilegur grunnskóli farinn að þjónusta nýja íbúa Mosfellsbæjar. Hið stóra hverfi hefur að mestu byggst upp í samræmi við rammaskipulag sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar árið 2005. Fyrsti áfangi var miðsvæði hverfisins sem jafnan nefndist „Augað“. Þar er vönduð […]

Forn klukkuómur frá 9. öld í Mosfellsdalnum

Ævaforn kirkjuklukka í Mosfellskirkju frá frumkristni á Íslandi. Mosfellsdalurinn hefur verið sögusvið merkra atburða sem tengjast kristninni, allt frá kristnitökunni á Íslandi er Grímur Svertingjason lögsögumaður að Mosfelli er skírður, þegar kristnin var lögtekin á Alþingi, en hann var giftur Þórdísi Þórólfsdóttir bróður- og stjúpdóttur Egils Skallagrímssonar, lét Grímur fljótlega reisa kirkju að Hrísbrú um […]

Bjóða upp á arabískan mat

Nýverið opnaði í Kjarnanum veitingastaðurinn Mr. Kebab. Það eru þeir Mustafa Al Hamoodi og Samer Houtir sem eiga og reka staðinn. Þeir eru báðir ættaðir frá Palestínu en hafa búið á Íslandi um árabil. „Þegar við fórum í að leita að staðsetningu fyrir staðinn okkar þá var okkur bent á að það vantaði fjölbreytni í […]

Hér má finna mikinn fjársjóð

Birna Mjöll Sigurðardóttir þjóðfræðingur varðveitir skjöl stofnana, einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Mosfellsbæ. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar var formlega opnað 24. október 2001. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn ber safninu að varðveita skjöl frá stofnunum bæjarins en einnig að varðveita einkaskjalasöfn frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.Skjalasafn sveitarfélagsins endurspeglar gerð stjórnsýslunnar gegnum tíðina, þróun og breytingar á embættum […]

Nýr vatnstankur í hlíðum Úlfarsfells tekinn í notkun

Nýlega lauk framkvæmdum við byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum. Bygging tanksins er nauðsynlegur hluti af þeim vexti sem orðið hefur í Mosfellsbæ á síðustu árum enda eru bæjarbúar nú um 13 þúsund og fer fjölgandi.Vatnsgeymirinn eykur þrýsting á neysluvatni fyrir hverfin austan Vesturlandsvegar og er í 130 metra hæð yfir sjó. Við smíði, frágang og landmótun […]

Er meira betra?

Ég las nýlega viðtal við sterkasta mann Íslands, Stefán Karel Torfason, þar sem hann var að auglýsa íslenskt fætubótarefni. Þetta var áhugavert viðtal, meðal annars vegna þess að hann sagði orðrétt: „Aflraunir eru mjög óheilbrigt sport fyrir líkamann.“ Hann bætti við að hann vildi stunda sportið á sem heilbrigðastan hátt og að fæðubótarefnið hjálpaði mikið […]

Helgafellshverfi – nýir áfangar og nýr vegur

4. áfangiEins og íbúar í Helgafellshverfi hafa eflaust orðið varir við eru hafnar framkvæmdir við 4. áfanga í Helgafellshverfi og miðar þeim vel í höndunum á traustum byggingaraðila, Byggingarfélaginu Bakka ehf. 5. áfangiÁ síðasta fundi skipulagsnefndar var til umræðu uppbygging á 5. áfanga í Helgafellshverfi og er sá áfangi alfarið á hendi Mosfellsbæjar, bæði að […]