Entries by mosfellingur

Senda matinn heim að dyrum

Hákon Örn Bergmann eigandi Hvíta Riddarans er ánægður með viðtökurnar við breytingum á matseðlinum og heimsendingarþjónustu sem staðurinn fór nýverið að bjóða upp á. „Það eru komnir nýir réttir á seðilinn, steikur og fleira sem gerir okkur að meiri veitingastað. Að sjálfsögðu eru ennþá allir vinsælustu réttirnar okkar líka á sínum stað. Við leggjum mikla […]

Þremur lóðum í Sunnukrika úthlutað undir hótelbyggingu

Lóðum við Sunnukrika 3-7 hefur verið úthlutað undir hótelbyggingu og aðra þjónustu er tengist ferðamönnum. Lóðirnar við Sunnukrika eru vel staðsettar með tilliti til sýnileika og samgangna og þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Það er félagið Sunnubær sem er í eigu verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. sem fékk lóðunum úthlutað. Hafin er vinna við […]

Afhentu 2.760 undirskriftir

Sólahringsþjónusta Heilsugæslu Mosfellsumdæmis var lögð af þann 1. febrúar í kjölfar samræmingar á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hátt í 3.000 íbúar á svæðinu hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að helgar- og næturvaktirnar leggist af. Á þriðjudaginn var Óttari Proppé heilbrigðisráðherra afhentur listinn. Það var Iðunn Dögg Gylfadóttir sem fór […]

Bubbi

Ég er ánægður með að Bubbi Morthens sé að æfa hjá Höllu og Hjalta í Eldingu. Bubbi er fyrirmynd. Lætur ekki festa sig inn í ákveðnum ramma. Ég þekki Bubba ekki persónulega, hef aldrei hitt hann, en hann hefur haft mikil áhrif á mig. Það var sterk upplifun þegar ég, í stoppi hjá Siggu frænku […]

Hvernig líður þér í fótunum?

Að fara reglulega til fótaaðgerðafræðings ætti að vera jafn mikilvægt og að fara til tannlæknis. En hverjir eru það sem ættu að fara til fótaaðgerðafræðings? Svarið er einfalt – ALLIR. Þeir sem hafa farið til fótaaðgerðafræðings hafa fundið fyrir hversu mikil vellíðan fylgir slíkri heimsókn. Allir ættu að huga vel að fótum sínum því þeir […]

Skipulag Rauða Krossins

Rauði krossinn í Mosfellsbæ er ein af 42 deildum eða aðildarfélögum sem saman mynda Rauða krossinn á Íslandi. Rauði krossinn á Íslandi er síðan eitt af 190 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem saman mynda Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einungis má vera eitt Rauða kross félag í hverju landi og er það […]

Að gefa af sér gerir sálinni gott

Hulda Margrét Rútsdóttir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ segir að með auknum fjölda ferðamanna sé hætt við að óhöppum fjölgi og því mikilvægt að geta brugðist skjótt við. Hulda tók á móti mér í húsakynnum Rauða Krossins í Þverholti. Námskeiði í ensku fyrir hælisleitendur var að ljúka og eftir að þeir höfðu kvatt settumst […]

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðastir

Mosfellsbær er með ánægðustu íbúana og með hæstu einkunn samkvæmt árlegri könnun Capacent Gallup. Könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 97% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Þetta kemur fram […]

Einar Andri og Afturelding gera nýjan 3 ára samning

Meistaraflokksráð Aftureldingar í handbolta karla og Einar Andri Einarsson þjálfari liðsins hafa gert með sér nýjan samning um að Einar Andri þjálfi lið Aftureldingar næstu þrjú árin. Fyrri samningur Einars Andra rennur út í vor og hefur hann þjálfað liðið síðustu þrjú keppnistímabil með mjög góðum árangri. Einar Andri er yfirþjálfari yngri flokka félagsins auk […]

2017

Þetta verður frábært ár. Ég veit það. Ég byrjaði árið reyndar á því að ná mér í leiðindapest sem gerði sitt besta til að draga úr mér mátt og þor, en hún er farin og ég nú sprækur sem lækur. Ég hef alltaf haft gaman af áramótum. Séð þau sem tækifæri til þess að velta […]

Lýðræðisverkefnið Okkar Mosó sett á laggirnar

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur ákveðið að fara af stað með lýðræðisverkefnið Okkar Mosó á árinu 2017. Verkefnið er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að 25 milljónum króna verði varið í að framkvæma þær hugmyndir sem fá brautargengi. Kosið í rafrænni kosningu […]

Skilaboðaskjóðan frumsýnd 22. janúar

Nú er allt að smella saman í Bæjarleikhúsinu, enda styttist óðum í frumsýningu á Skilaboðaskjóðunni þann 22. janúar. Um 40 áhugasamir listamenn vinna nú hörðum höndum að leik, tónlist, leikmynd, búningum og öllu því sem þarf til að gera stóran söngleik að veruleika. Sagan, eftir Þorvald Þorsteinsson, fjallar um Putta litla sem býr í Ævintýraskógi, […]

„Gott að koma heim og hlaða batteríin“

Undanfarin tvö ár hafa verið viðburðarík hjá strákunum í mosfellsku hljómsveitinni Kaleo. Blaðamaður Mosfellings hitti Jökul Júlíusson, söngvara hljómsveitarinnar, sem staddur er hér á landi í fríi yfir hátíðarnar. „Það er rosalega gott að koma heim og hlaða batteríin. En ég er líka búinn að nota tímann vel í að semja ný lög og texta. […]

Rafræn kosning um íþróttakarl og -konu Mosfellsbæjar

Búið er að tilnefna 17 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2016. Sjö karlar eru tilnefndir og tíu konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar annars staðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa um tilnefningarnar. Kosningin fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 12.-16. janúar. […]

Sterk liðsheild skiptir mestu máli

Ásgeir Sveinsson framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. og formaður meistaraflokksráðs karla í handbolta fullyrðir að bestu áhorfendur á Íslandi séu í Mosó Ásgeir Sveinsson hóf störf ungur að árum hjá Heildverslun Halldórs Jónssonar en árið 2008 tók hann við framkvæmdastjórastöðu fyrirtækisins. Þarfir viðskiptavina eru ávallt hafðar í öndvegi og kappkostað er að veita framúr­skarandi þjónustu […]