Entries by mosfellingur

Jarðhitagarður

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 8. desember sl. var samþykkt að vinna að og undirrita viljayfirlýsingu milli bæjarins og Veitna ohf. um jarðhitagarð í Reykjahverfi. Málið hafði verið í undirbúningi um nokkurt skeið og á sér góðar og gildar sögulegar forsendur sem hér verður gerð grein fyrir í stuttu máli. Vatn er heittTvö lághitasvæði eru í […]

Áramótaheit og svikin loforð

Fyrstu dagar janúarmánaðar einkennast gjarnan af góðum fyrirheitum: fólk kappkostar að lofa sjálfu sér og öðrum að gera meira af sumu og minna af öðru, að verða betri en síðast. Þessu athæfi svipar mjög til síðustu vikna fyrir kosningar, þegar flokkar og framboðslistar lofa öllu fögru. Áramótaheit og kosningaloforð eru að sjálfsögðu hið besta mál, […]

Viltu hafa áhrif? – Taktu þátt!

Gleðilegt nýtt ár kæru Mosfellingar. Gengið er í garð enn eitt kosningaárið og að þessu sinni eru það bæjarstjórnarkosningar sem haldnar verða í maímánuði. Fram undan eru frjóir og skemmtilegir tímar þar sem stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum ydda stefnu sína og ákveða hvaða málefni skuli leggja höfuðáherslu á í kosningabaráttunni. Við í Samfylkingunni […]

Gerum gott betra

Á líðandi kjörtímabili hef ég sinnt fjölmörgum skemmtilegum og krefjandi störfum í farsælum og sterkum meirihluta D- og V-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ég sækist nú eftir umboði til að sinna þessum störfum áfram og leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég er formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar, hef setið í stjórn strætó BS, […]

Við áramót

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Kæru Mosfellingar!Það er góður siður við áramót að líta um öxl, rifja upp það sem gekk vel og ekki síður skoða hvað mun mæta okkur á nýju ári. Árið 2021 var í raun gjöfult ár þótt annað árið í röð þyrftum við að glíma við afleiðingar kórónuveirunnar í okkar daglega lífi. Efnahagslífið […]

Af hverju hreyfum við okkur!

„Ef hreyfing væri til í pilluformi þá væri það mest ávísaða lyf í heimi“Hreyfing snýst um svo miklu meira en að líta vel út. Hreyfing er verkfæri og tól sem getur hjálpað okkur að stuðla að bættri vellíðan. Hreyfing á ekki að vera kvöð og er ég talsmaður þess að maður eigi að finna sér […]

Brotin loforð gagnvart barnafólki í Mosfellsbæ

„Brotin loforð alls staðar, brotin hjörtu á dimmum bar, brotnar sálir biðja um far, burt, burt heim.“ Texti Bubba Morthens í samnefndu lagi lýsir stöðu fjölmargra sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, átta sig ekki á hvers vegna minna er á milli handanna og ekki sé hægt að bjóða börnum sínum betra viðurværi. […]

Setjum Kolbrúnu kennara í fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum!

Það eru spennandi kosningar fram undan til bæjarstjórnar hér í Mosfellsbæ. Ég hef ákveðið að beita mér örlítið í baráttunni því ein öflugasta manneskja sem ég hef verið svo lánsöm að kynnast, hún Kolbrún G. Þorteinsdóttir, er að berjast um toppsætið í stærsta stjórnmálaaflinu í bæjarfélaginu, Sjálfstæðisflokknum.Fyrir vinstri manneskju eins og mig hefur verið kvalafullt […]

Takk og 20 mínútur

Það er margt í kollinum núna. Þakklæti til dæmis. Hitti góðan mann í síðustu viku sem vann fyrir íþróttafélag í fimm ár, en er nú kominn í nýtt starf. Hann sagðist hafa saknað þess að hafa ekki heyrt oftar frá fólki á jákvæðum nótum, fólk var duglegt að hringja þegar eitthvað var að, en nánast […]

Loftgæðamælingar hefjast hjá Mosfellsbæ

Á fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar hinn 24. júní 2021 var lögð fram tillaga um uppsetningu loftgæðamælanets í Mosfellsbæ sem yrði hluti heildarnets sem til stendur að koma upp á öllu höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisnefndin sammæltist um að koma uppsetningu loftgæðamælanets í framkvæmd enda samræmdist það vel megináherslum í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið heimilaði bæjarráð gerð samnings við Resource […]

Útilistaverk reist á Kjarnatorgi

Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt að útilistaverk Elísabetar Hugrúnar Georgsdóttur arkitekts verði reist á Kjarnatorgi. Tillaga hennar hlaut viðurkenningu dómnefndar í hugmyndasamkeppni um aðkomutákn sem Mosfellsbær efndi til árið 2018. Verkið er nú í hönnun og markmiðið er að reisa verkið í mars á næsta ári. Meginmarkmið menningarstefnu Mosfellsbæjar eru að móta áherslur í menningarmálum, […]

Synir mínir björguðu lífi mínu

Líf Guðrúnar Jónsdóttur breyttist á örskotsstundu árið 2017 er hún fékk heilablóðfall á heimili sínu í Skåne í Svíþjóð. Hún var meðvitundarlaus í þrjár vikur, dvaldi á spítala í nokkra mánuði og glímir í dag við alvarlega fylgikvilla áfallsins eins og málstol og heilaþreytu. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdóttur­ ræðir Guðrún um æskuárin, dvölina […]

Hver er Mosfellingur ársins 2021?

Val á Mosfellingi ársins 2021 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í sautjánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Kerti og spil

Staðan er ekki flókin. Jólin eru rétt handan við hornið og þau verða öðruvísi í ár. Það er bara þannig og það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu. Það sem við gerum núna er að finna leiðir til þess að gera jólin eins góð og gefandi fyrir okkur sjálf og okkar fólk og við […]