Entries by mosfellingur

Sárt að vera hent í ruslið

Ragnheiður Kristín Jóhannesdóttir Thoroddsen hefur glímt við sjúkdóminn endómetríósu í 37 ár. Sjúkdómurinn endómetríósa, eða endó eins og hann er gjarnan kallaður í daglegu tali, var áður betur þekktur sem legslímuflakk. Þetta er krónískur fjölkerfa- og fjölgenasjúkdómur sem veldur mismiklum áhrifum á daglegt líf fólks með sjúkdóminn. Ein af þeim sem hefur glímt lengi við […]

Samræming úrgangsflokkunar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi kallað eftir samræmdu sorphirðukerfi við heimili og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Undanfarna mánuði hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) unnið að undirbúningi á slíku og var skýrsla starfshóps um samræmingu og sérsöfnun nýlega kynnt. Mosfellsbær hefur nú þegar samþykkt að taka þátt í samstarfinu.Stefnt er að því að um mitt […]

Mér finnst eins og ég muni…

Mér finnst eins og ég muni eftir því þegar Mosfellssveit varð að Mosfellsbæ. Sem er í raun ómögulegt því ég var ekki nema árs gömul og hef tæplega orðið vör við eða skilið breytinguna. Líklega man ég þó eftir umræðunni þegar ég eltist því ég minnist þess að hafa sýnt nokkurn mótþróa og heitið því […]

Bætum íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ

Það birtist frétt fyrir nokkru af krökkum í Reykjabyggð í Mosfellsbæ að spila fótbolta með höfuðljós á óupplýstum fótboltavelli. Þau höfðu sent bæjarráði handskrifað bréf þar sem þau óskuðu eftir lýsingu á völlinn og helst gervigras líka. Þessi frétt barst víða og var meira að segja sýnd í sjónvarpinu í Danmörku. Þessu erindi þeirra var […]

Jesús minn hvað gott er að búa í Mosfellsbæ

Í síðustu grein minni fjallaði ég um loforð sem sett var í málefnasamning Sjálfstæðisflokks (XD) og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs (VG) eftir sveitastjórnarkosningarnar 2018. Þar var því lofað að leikskólagjöld yrðu lækkuð, án tillits til verðlagshækkana. Sé litið á þróun leikskólagjalda fyrir börn yngri en 12 til 13 mánaða, fyrir 4 klukkustunda dvöl, var nýlega […]

Tölum saman um menntamálin

Það vill oft verða þegar tekist er á í stjórnmálum að þeir sem takast á eru í raun ekki að tala hver við annan. Maður sér þetta oft á Alþingi Íslendinga að pólitíkusar eru ekki að reyna að sannfæra hver annan um eigin málstað heldur eru þeir sem tala í raun bara að tala við […]

Stjórnmál eru hópíþrótt

Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin […]

Vertu með

Fyrir fjórum árum síðan tók ég þátt í því að koma á laggirnar stjórnmálaflokk hér í Mosfellsbæ, Viðreisn í Mosfellsbæ. Þátttaka mín í þeirri vegferð kom ekki til af því ég skilgreindi sjálfa mig sem manneskju sem hefði brennandi áhuga á pólitík, heldur kom hún til af einlægri ást minni á bænum mínum – Mosfellsbæ. […]

Blanda af safngötu og húsagötu fyrir ungar fjölskyldur

Þannig er mál með vexti að ég er nýfluttur í Langatangann með fjölskylduna. Við færðum okkur ekki langt um set þar sem áður bjuggum við í Gerplustræti í Helgafellshverfinu.Ég velti því fyrir mér hversu margar ungar fjölskyldur í Mosfellsbæ eru að kljást við sömu áhyggjur og við. Langitanginn er flokkaður sem blanda af safngötu og […]

Lýðræðisveislan heldur áfram

Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör hér í Mosfellsbæ um komandi helgi. Sjálfstæðisflokkurinn var eina stjórnmálaaflið sem hélt fjölmenn prófkjör í öllum kjördæmum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim tóku yfir 20.000 félagsmenn þátt í að stilla upp á lista sem boðnir voru fram í kosningum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði áfram þeim árangri að vera stærsti flokkurinn á þingi […]

Er Mosfellsbær bær fyrir ungt fólk?

Á hátíðarstundum er gjarnan rætt um mikilvægi þess að ungt fólk komi að uppbyggingu samfélagsins. Með þessi orð í eyrum hefur ungt fólk víða um land tekið þeirri áskorun og boðið sig fram til verka í bæjarstjórnum. Oftar en ekki hefur því ekki gengið nægilega vel til að ná kjöri í sæti bæjarfulltrúa. Í Mosfellsbæ […]

Mosfellingar – ykkar er valið

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.-5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að […]

Það vantar alls konar fólk í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Kæru Mosfellingar!Ég vildi bara láta ykkur vita hvað mér líður vel hér í Mosfellsbæ. Mér finnst bæjarmálin ganga mjög vel og dáist að margs konar uppbyggingu í mörgum málum.Ég dáist að umhverfinu í kringum Álafosskvosina og Stekkjarflötina með ærslabelgnum, þar sem krakkarnir geta leikið sér … ratleikjunum í kringum Varmá, merkingunum sem segja mér allt […]

Gerum góðan bæ enn betri

Framtíðin er björt í Mosfellsbæ, tækifærin mörg og það er okkar sem verðum í framboði í sveitarstjórnarkosningunum að marka leiðina með bæjarbúum. Okkur ber sem fyrr að hlusta á og taka mið af ábendingum og athugasemdum bæjarbúa, endurskoða gildandi stefnur og meta hvernig gengið hefur hverju sinni og hverju þarf að breyta og bæta. Verkefni […]

Sterkur leiðtogi skiptir máli

Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í framboði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það […]