Entries by mosfellingur

Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor

Það var skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2018 sem hópur fólks með ýmsar stjórnmálaskoðanir og ólíkan bakgrunn kom saman og ákvað að stofna hreyfingu með það eina markmið að beita sér fyrir hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar og gera þannig góðan bæ betri. Þetta var fólk en ekki flokkur og þannig varð L-listi Vina Mosfellsbæjar til. Þrátt fyrir […]

Lærum að lesa, reikna, leika og lifa

Við getum gert svo ótrúlega margt. Sem barn vildi ég gera svo ótrúlega margt og lifa lífinu, leika mér og sjá heiminn, helst allan í einu. Það voru ekki allir á því að þetta væri leiðin en ég var alveg með það á tæru hvað ég vildi gera. Það var ekki hægt að vera með […]

Samvinna og samskipti

Mér hlotnaðist sá heiður haustið 2020 að verða formaður knattspyrnufélagsins Hvíta riddarans. Fyrir mér erum við eitt, Afturelding, Hvíti riddarinn og Álafoss. Þrjú fótboltalið, hvert með sínar áherslur en sameiginlega hugmyndafræði: að allir sem vilja æfa fótbolta geti fundið tækifæri við sitt hæfi. Í dag eru Hvíti riddarinn og Álafoss bara með karlalið, en nú […]

Skógrækt möguleg og áhugaverð á Mosfellsheiði

Kolviður og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hafa lengi haft áhuga á að koma upp loftslagsskógi á Mosfellsheiði til þess að skila henni aftur því sem frá henni hefur verið tekið í gróðri frá landnámi og til að auka við skjól og útivistarmöguleika fyrir Mosfellinga. Kolviður er sjóður með Skógræktarfélag Íslands og Landvernd sem bakhjarla. Kolviður hefur starfað […]

Fyrirtækið vaxið um 40% á ári síðastliðin fjögur ár

Hjónin Alda Kristinsdóttir og Sigurður Hansson reka gólf- og múrefnaverslunina Fagefni í Desjamýri 8. „Ég er búin að vera sjálfstætt starfandi í gólfefnabransanum í 30 ár og hef sérhæft mig í því að flota gólf,“ segir Siggi eins og hann er alltaf kallaður. „Í kringum árið 2000 byrjaði ég að flytja inn múrefni og fleira […]

Ný lýðheilsu- og forvarnastefna

Eins og flestir íbúar vita þá er Mosfellsbær heilsueflandi samfélag sem þýðir að sveitarfélagið setur heilsu og heilsueflingu í for­grunn við alla stefnumótun og útfærslu á þjónustu í samvinnu við íbúa og starfsmenn. Hugmyndin á bak við þá nálgun er að þannig sé unnt að stuðla að aðgengi, þekkingu og sterkri umgjörð sem gerir öllum […]

Sárt að vera hent í ruslið

Ragnheiður Kristín Jóhannesdóttir Thoroddsen hefur glímt við sjúkdóminn endómetríósu í 37 ár. Sjúkdómurinn endómetríósa, eða endó eins og hann er gjarnan kallaður í daglegu tali, var áður betur þekktur sem legslímuflakk. Þetta er krónískur fjölkerfa- og fjölgenasjúkdómur sem veldur mismiklum áhrifum á daglegt líf fólks með sjúkdóminn. Ein af þeim sem hefur glímt lengi við […]

Samræming úrgangsflokkunar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi kallað eftir samræmdu sorphirðukerfi við heimili og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Undanfarna mánuði hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) unnið að undirbúningi á slíku og var skýrsla starfshóps um samræmingu og sérsöfnun nýlega kynnt. Mosfellsbær hefur nú þegar samþykkt að taka þátt í samstarfinu.Stefnt er að því að um mitt […]

Mér finnst eins og ég muni…

Mér finnst eins og ég muni eftir því þegar Mosfellssveit varð að Mosfellsbæ. Sem er í raun ómögulegt því ég var ekki nema árs gömul og hef tæplega orðið vör við eða skilið breytinguna. Líklega man ég þó eftir umræðunni þegar ég eltist því ég minnist þess að hafa sýnt nokkurn mótþróa og heitið því […]

Bætum íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ

Það birtist frétt fyrir nokkru af krökkum í Reykjabyggð í Mosfellsbæ að spila fótbolta með höfuðljós á óupplýstum fótboltavelli. Þau höfðu sent bæjarráði handskrifað bréf þar sem þau óskuðu eftir lýsingu á völlinn og helst gervigras líka. Þessi frétt barst víða og var meira að segja sýnd í sjónvarpinu í Danmörku. Þessu erindi þeirra var […]

Jesús minn hvað gott er að búa í Mosfellsbæ

Í síðustu grein minni fjallaði ég um loforð sem sett var í málefnasamning Sjálfstæðisflokks (XD) og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs (VG) eftir sveitastjórnarkosningarnar 2018. Þar var því lofað að leikskólagjöld yrðu lækkuð, án tillits til verðlagshækkana. Sé litið á þróun leikskólagjalda fyrir börn yngri en 12 til 13 mánaða, fyrir 4 klukkustunda dvöl, var nýlega […]

Tölum saman um menntamálin

Það vill oft verða þegar tekist er á í stjórnmálum að þeir sem takast á eru í raun ekki að tala hver við annan. Maður sér þetta oft á Alþingi Íslendinga að pólitíkusar eru ekki að reyna að sannfæra hver annan um eigin málstað heldur eru þeir sem tala í raun bara að tala við […]

Stjórnmál eru hópíþrótt

Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin […]

Vertu með

Fyrir fjórum árum síðan tók ég þátt í því að koma á laggirnar stjórnmálaflokk hér í Mosfellsbæ, Viðreisn í Mosfellsbæ. Þátttaka mín í þeirri vegferð kom ekki til af því ég skilgreindi sjálfa mig sem manneskju sem hefði brennandi áhuga á pólitík, heldur kom hún til af einlægri ást minni á bænum mínum – Mosfellsbæ. […]

Blanda af safngötu og húsagötu fyrir ungar fjölskyldur

Þannig er mál með vexti að ég er nýfluttur í Langatangann með fjölskylduna. Við færðum okkur ekki langt um set þar sem áður bjuggum við í Gerplustræti í Helgafellshverfinu.Ég velti því fyrir mér hversu margar ungar fjölskyldur í Mosfellsbæ eru að kljást við sömu áhyggjur og við. Langitanginn er flokkaður sem blanda af safngötu og […]