Entries by mosfellingur

Úthald og einbeiting er allt sem þarf

Björk Erlingsdóttir var komin yfir fertugt þegar hún fékk áhuga á mótorkrossi. Áhugi hennar kviknaði eftir að hafa horft á mótorkrosskeppni út á landi þar sem spennan náði hámarki. Björk keypti sér hjól, fór að stunda æfingar og hefur varla sleppt keppni síðan hún byrjaði að hjóla. Hún hefur átt velgengi að fagna síðustu ár […]

Mosfellsbakarí 40 ára

Þann 6. mars voru liðin 40 ár frá því Mosfellsbakarí opnaði í Mosfellssveit.„Það er búið að vera mikið fjör í kringum þetta í öll þessi ár,“ segir Linda Björk Ragnarsdóttir sem stýrir bakaríinu í dag ásamt bróður sínum Hafliða Ragnarsyni og eiginkonu hans. Mosfellsbakarí er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1982 af hjónunum Ragnari Hafliðasyni og […]

Viljum hafa meiri áhrif á stefnumörkun bæjarins

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí var samþykktur einróma á fjölsóttum félagafundi 5. mars.Anna Sigríður Guðnadóttir núverandi oddviti leiðir listann, annað sætið skipar Ólafur Ingi Óskarsson varabæjarfulltrúi. Í þriðja sæti er Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt og fjórða sæti skipar svo Elín Árnadóttir lögmaður. Sérstakur gestur fundarins var Logi Einarsson alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Í sveitarstjórnarkosningum árið […]

Kosningabaráttan að hefjast af fullum krafti

Framboðslisti VG var samþykktur á almennum félagsfundi þann 12. mars.Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir flugumferðarstjóri, í þriðja sæti er Bjartur Steingrímsson fangavörður og Bryndís Brynjarsdóttir kennari er í fjórða sæti. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Bjarki Bjarnason oddviti listans ávörpuðu fundinn eftir einróma samþykkt listans. […]

Þrennt gott

Ég var þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni fyrir nokkrum árum. 10 manns frá 8 mismunandi löndum unnu saman í nokkrar vikur að sameiginlegu verkefni. Á hverjum morgni voru haldnir stuttir fundir sem gengu út á að draga fram það sem við höfðum gert vel daginn áður og nýta það til þess að gera enn betur í […]

Fólk eða flokka í bæjarstjórn?

Það er stundum sagt og skrifað að stjórnmálaflokkar séu til óþurftar. Má skilja á stundum að stjórnmálafólki sem starfar innan stjórnmálaflokka sé ekki treystandi til að starfa af heilindum að hagsmunum bæjarbúa. Í síðasta Mosfellingi birti bæjarfulltrúi framboðsins Vinir Mosfellsbæjar grein þar sem fram kom sú skoðun að óháður bæjarlisti þar sem einungis hagsmunir bæjarbúa […]

Skarhólabraut í Mosfellsbæ

  Í gegnum árin hefur verið fjallað á margvíslegan þátt um stytting einn hér í Mosfellsbæ sem ber heitið Skarhólabraut sem liggur frá Vesturlandsvegi, fram hjá slökkvistöðinni í bænum, upp með Úlfarsfellinu og yfir í Reykjahverfi. Fallegt íbúðahverfi hefur mótast á þessu svæði og þar er að finna göturnar Aðaltún, Lækjartún, Hamratún, Hlíðartún og Grænumýri. […]

Er gott að vera eldri borgari í Mosó?

Í sumar eru fyrirhugaðar miklar byggingaframkvæmdir að Eirhömrum og Hömrum í Mosfellsbæ. Sennilega hefjast þessar framkvæmdir í júlí, jafnvel fyrr.Það á að byrja á að byggja tengibyggingu ofan á elstu og best byggðu eininguna á Eirhömrum. Í þessari einingu eru 6 íbúar í jafn mörgum íbúðum og okkur hefur verið gert að flytja út, tæma […]

Kosningavor

Á almennum félagsfundi VG í Mosfellsbæ, sem haldinn var 12. mars sl., var framboðslisti félagsins í komandi kosningum samþykktur einróma. Listann skipa 22 einstaklingar, í samræmi við fjölgun bæjarfulltrúa úr 9 í 11. Við erum afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt við að leiða listann, hann er skipaður einstaklingum úr ýmsum stéttum […]

Viðreisn setur þjónustu við fólk í fyrsta sæti

Fyrir fjórum árum stofnuðum við nokkrir félagar í Viðreisn félag í Mosfellsbæ og hófum undirbúning að framboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar vorið 2018. Við veltum því vandlega fyrir okkur hvort við ættum að blanda okkur í þennan slag, hvort við ættum brýnt erindi við kjósendur og hvort við gætum látið gott af okkur leiða til að gera […]

Velferð og þjónusta í Mosfellsbæ

Orðið velferð þýðir samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók að „einhverjum farnist vel“. Samkvæmt lögum ber stjórnvöldum að tryggja velferð sinna þegna og markmið þeirrar velferðarþjónustu sem Mosfellsbær veitir ætti því að vera að auka lífsgæði og stuðla að því að allir íbúar Mosfellsbæjar eigi kost á að lifa með reisn. Velferð skarast á svo mörgum sviðum samfélagsins […]

Af því að það skiptir máli

Tilvera okkar er full af áreiti og álitaefnum. Til dæmis hvort maður eigi að bjóða sig fram til setu í sveitastjórn eða ekki. Það eru ótrúlega margar ástæður fyrir því að gera það ekki. Trúið mér, ég er búin að fara yfir þær allar. En á endanum varð niðurstaðan sú að ég vil leggja mitt […]

Mosfellsbær – bærinn minn og þinn

Öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og á sama hátt er traustur og ábyrgur rekstur hvers sveitarfélags undirstaða velferðar borgaranna og góðrar þjónustu við þá.Við Sjálfstæðismenn höfum alltaf lagt áherslu á að fara vel með fjármuni til þess að geta eflt enn frekar góðar stofnanir bæjarins í að veita sem besta þjónustu. Þjónusta í þína þágu, […]

Skipulagsvald sveitarfélaga

Skipulagsmál eru eitt þeirra lögbundnu verkefna sem sveitarfélögum ber að sinna. Með skipulagsvaldinu er kjörnum fulltrúum gert kleift að móta ásýnd og umhverfi sveitarfélagsins og setja fram framtíðarsýn um uppbyggingu innan þess. Aðalskipulag – deiliskipulagStóra myndin í hverju sveitafélagi er sett fram í aðalskipulagi sem er stefnumótun til lengri tíma og ber að endurskoða með […]

Samtalið gerir Mosfellsbæ að betri bæ

Fólk talar saman af ýmsum ástæðum. Við deilum upplýsingum til að gera okkur lífið auðveldara, eflum félagsleg tengsl okkar við aðra og samtalið gerir okkur kleift að hafa áhrif á hvernig aðrir upplifa okkur.Löngunin í að hafa samskipti er forrituð í okkur öll. Við getum bara ekki þagað endalaust. Við tölum um veðrið og hvað […]