Entries by mosfellingur

Vatnsvernd kemur okkur öllum við

Vandfundinn er sá staður þar sem er gnægð af góðu ferskvatni og meira en það eins og hér á landi. Okkur Íslendingum þykir sjálfsagt að vatn – bæði kalt og heitt – er nær alls staðar að finna og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þar verði skortur á. Fréttir af því […]

Góð heilsa skiptir öllu máli

Guðjón Svansson ráðgjafi og Vala Mörk Jóhannesdóttir Thoroddsen iðjuþjálfi eru eigendur Kettlebells Iceland. Hjónin Guðjón og Vala stofnuðu fjölskyldufyrirtækið Kettlebells Iceland árið 2006 sem er óhefðbundin æfingastöð með samtengdri úti- og inniaðstöðu. Í starfi sínu leggja þau áherslu á að fólk byggi upp alhliða styrk, úthald og liðleika á þann hátt að það nýtist vel […]

Hreppaskjöldurinn á Morastaði

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli á mánudaginn. Þar gefst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sauðfjár­ræktarfélagið Kjós stendur fyrir sýningunni sem jafnframt er vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta. Lárus og Torfi sauðfjárdómarar frá RML sáu um mælingar og […]

„Þakklát fyrir að vera á lífi“

Mosfellingurinn Sigríður Sveinbjörnsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Þingskálavegi í Rangárvallasýslu þann 20. ágúst. Slysið var með þeim hætti að bíll sem kom úr gagnstæðri átt fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á bíl Sigríðar. Bílstjóri hins bílsins lést samstundis. „Við hjónin erum að byggja sumarbústað í Heklubyggð, ég skaust í Húsasmiðjuna og […]

Aldrei jafn margar íbúðir byggðar á sama tíma

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Mosfellsbæjar hafa aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir samtímis í sögu bæjarins. Bara í Helgafellshverfi einu er búið að gefa út byggingarleyfi fyrir ríflega 400 íbúðum en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir samtals um 1.050 íbúðum í hverfinu. Auk þessa er búið að úthluta lóðum fyrir um 150 íbúðir í […]

Skrifar sjónvarpsþætti sem gerast í Mosfellsbæ

Þessa dagana stendur yfir undirbúningur að sjónvarpsþáttaröð sem nefnist Afturelding. Þættirnir sem verða níu talsins munu að mestu gerast í Mosfellsbæ. Það er Mosfellingurinn Halldór Halldórsson eða Dóri DNA sem skrifar handritið í samstarfi við Hafstein Gunnar Sigurðsson, Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Jörund Ragnarsson. „Upphaflega hugmyndin var að gera gamanmynd en svo þróaðist þetta í […]

VG er treystandi fyrir verkefnum framtíðarinnar

Alþingiskosningar nálgast óðfluga og margir kjósendur gera nú upp hug sinn síðustu daga fyrir þær. Það er persónulegt val hvers og eins að kjósa stjórnmálaflokk en líka mikilvæg ákvörðun sem skiptir máli fyrir okkur öll hin. Þegar við tökum ákvörðunina um hverjum við viljum gefa atkvæði okkar, þá skulum við því líka spyrja okkur um […]

Öll erum við neytendur

Samkeppni, gott viðskiptasiðferði og frjáls markaður veita aðhald og stuðla að efnahagslegum framförum og hagsæld almennings. Þess vegna á að nýta markaðslausnir á öllum sviðum nema þar sem almannahagsmunir krefjast annars. Frjáls samkeppni er best til þess fallin að tryggja neytendum fjölbreytt úrval vöru og þjónustu. Samtímis þarf að hafa skilvirkt samkeppniseftirlit og tryggja almenna […]

Við kjósum um framtíðina

Kæru Mosfellingar, senn líður að kosningum til Alþingis og miklu máli skiptir að á Alþingi veljist flokkar og fólk sem tryggir áframhaldandi velgengni íslensku þjóðarinnar. Nauðsynlegt að tryggja hér áframhaldandi stöðugleika svo verðbólgan haldist lág. Það tryggir einnig lækkun stýrivaxta. Til framtíðar er mikilvægt að lánakjör hér séu í samræmi við það sem við þekkjum […]

Einn maður – eitt atkvæði

Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi […]

Framsókn fyrir framtíðina

Undirstaðan fyrir öflugt velferðarsamfélag hefur alltaf verið húsnæðisöryggi. Það hefur sjaldan verið augljósara en eftir efnahagshrunið, þegar fjölmargar fjölskyldur misstu húsnæði sitt og voru á vergangi. Þegar ég tók við ráðherra­embætti vorið 2013 hét ég því að nýtt húsnæðiskerfi yrði forgangsmál á kjörtímabilinu. Árangur þeirrar miklu vinnu er nú að koma í ljós. Lög um […]

Handan við hornið

Kosningar til alþingis eru handan hornsins en aðdragandi þeirra hefur verið óvenjulegur að þessu sinni: síðastliðið vor var ákveðið að stytta þinghald um einn vetur vegna spillingarmála, ríkisstjórnin dró það harla lengi að fastsetja kjördag og undir lokin starfaði þingið um hríð án þess allir sæju tilgang þess. Þinghaldið reyndist það lengsta í sögunni en […]

Menningarsetur við Gljúfrastein

Á liðnum vetri fluttu nokkrir þingmenn þingsályktunartillögu um uppbyggingu Laxnessseturs við Gljúfrastein í Mosfellsdal. Sá er þetta ritar var einn meðflutningsmanna að þessari þingsályktunartillögu og er mjög stoltur af. Ástæðan er sú að verk skáldsins á Gljúfrasteini hafa borið hróður Íslands um víða veröld. Skáldið spurði sig við tímamót í lífinu: „Hvað má frægð og […]

Stofnleiðir

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu verða sífellt vinsælli kostur og kjósa fleiri og fleiri að ferðast um á umhverfisvænni máta. Margir hafa sagt skilið við einkabílinn og hjóla frekar í vinnuna og hefur strætó aldrei verið jafn vinsæll og nú. Við í VG fögnum því en þrátt fyrir þessa þróun er litlum sem engum peningum veitt í […]

Það er þörf fyrir jafnaðarflokk

Í aðdraganda þessara kosninga er að sjá miklar fylgissveiflur og umrót. Flest bendir til að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn í næstu kosningum og að líklega verði meira en helmingur þingmanna nýir. Það er mikilvægt hafa við þær aðstæður rótgróinn og reynslumikinn umbótaflokk sem byggir á 100 ára sögu samfélagsumbóta og vill breytingar, en hefur […]