Entries by mosfellingur

Íþróttaskóli barnanna í 30 ár

Íþróttaskóli barnanna hefur verið starfræktur síðan 1992. Svava Ýr Baldvinsdóttir hefur stjórnað skólanum frá upphafi og er því að ljúka sínu 30 starfsári. Íþróttaskólinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og fjöldi barna, á aldrinum 3ja til 5 ára, hefur fengið sína fyrstu kynningu af íþróttum í Íþróttaskólanum. Mikil almenn ánægja hefur verið með […]

Fagna afmæli Sölku Völku og 120 ára afmæli Laxness

Það er margt fram undan á Gljúfrasteini en hefðbundin dagskrá er að fara aftur í gang eftir takmarkanir vegna faraldursins. „Nú er allt að verða bjartara og sólin farin að skína. Þann 23. apríl verða 120 ár liðin frá fæðingu nóbelskáldsins og á þeim degi ætlum við að opna litla sýningu hér á Gljúfrasteini um […]

Styrkur minn efldist til muna

Anna Olsen formaður Karatedeildar Aftureldingar hvetur alla til þess að læra sjálfsvörn. Alþjóðlega karatesambandið viðurkennir fjóra mismunandi karatestíla í keppni, Shito Ryu, Goju Ryu, Shotokan og Wado Ryu. Þrír af þessum stílum eru iðkaðir á Íslandi og er Shito Ryu stíllinn kenndur hjá Karatedeild Aftureldingar. Þrátt fyrir mismunandi áherslur og stíla er karateiðkun alltaf skipt […]

Frjálslyndi og jafnrétti er leiðarstef okkar

Framboðslisti Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 14. maí var samþykktur á fjölmennum félagsfundi. „Við bjóðum fram öflugan og fjölbreyttan lista fólks sem mun vinna af krafti til þess að bæta bæinn okkar. Frjálslyndi og jafnrétti er leiðarstef okkar og með þessi gildi að leiðarljósi viljum við tryggja að Mosfellsbær verði framúrskarandi samfélag þar sem […]

Fyrsta áfanga endurgerðar á Hlégarði lokið

Vinna við heildstæða endurgerð fyrstu hæðar Hlégarðs lauk á dögunum og verður húsið opið fyrir bæjarbúa sunnudaginn 10. apríl frá kl. 13 til 16.. Í fyrsta áfanga var fyrsta hæð endurgerð, skipt var um öll gólfefni, lagnir endurnýjaðar, salerni endurnýjuð og hæðin öll innréttuð á ný með ljósri eik til samræmis við upphaflegt útlit hússins. […]

Miðflokkurinn setur börn og barnafólk í forgrunn

Miðflokkurinn býður fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor með yfirskriftinni „Miðflokkurinn – Fyrir lifandi bæ“. Sveinn Óskar Sigurðsson leiðir listann. Á eftir honum kemur Örlygur Þór Helgason kennari og varabæjarfulltrúi í annað sæti og Sara Hafbergsdóttir rekstrarstjóri situr í því þriðja.Á síðasta deildarfundi félagsins var kynnt stefna sem byggir á eftirfarandi: (1) Börn og barnafólk […]

GDRN gerir styrktarsamning við Aftureldingu

Mosfellska söngkonan GDRN og meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hafa gert með sér þriggja ára samning. Söngkonan verður styrktaraðili stelpnanna og mun prýða æfingafatnað liðsins. Sjálf sleit Guðrún Ýr hér barnskónum og lék með yngri flokkum félagsins og sýnir hér í verki hollustu sína við félagið. Hún á nokkra meistaraflokksleiki með Aftureldingu áður en hún lenti […]

Kynslóðaskipti í forystusveit Vina Mosfellsbæjar

Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð, skipað íbúum sem vilja bænum sínum allt það besta. Fólkið sem skipar listann kemur úr ýmsum áttum, það er með margvíslega reynslu og menntun. „Við eigum það sameiginlegt að vilja styrkja samfélagið og innviði stjórnsýslunnar og starfa í þágu bæjarbúa. Leiðarljós okkar eru að handleika mál af heiðarleika, leita þekkingar […]

Hlaupagleði

Ég fór út að hlaupa í gær. Er farinn að hafa gaman af því að hlaupa (án bolta), nokkuð sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Ég man mjög vel eftir því að hlaupa Stífluhringinn fræga í Árbænum á undirbúningstímabilinu fyrir fótboltann. Það var aldrei gaman. Ég man líka eftir því að hlaupa hálfmaraþon í […]

Einhverfugreining og hvað svo?

Sonur minn fékk greiningu á einhverfu hjá Ráðgjafa og greiningarstöðinni í desember 2019. Þetta var um þriggja ára ferli sem svo sannarlega tók á, ekki síst fyrir son okkar. En við erum virkilega þakklát fyrir það að skólinn hans, Krikaskóli, var ekki að bíða eftir greiningunni áður en hann gat brugðist við heldur tók á […]

Öflug stuðningsþjónusta fyrir eldri Mosfellinga

Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag og mun halda áfram að stækka. Í bæinn okkar flytja íbúar sem hafa aldrei búið hér áður, eða eru kannski að snúa til baka eftir að hafa alist hér upp bæði ungir sem aldnir, stórar fjölskyldur eða pör og einstaklingar sem eru að feta sín fyrstu skref á eigin fótum. […]

Hálfa leið eða alla leið?

Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag og hefur verið leiðandi í þróun verkefnisins sem hefur verið innleitt víða um land. Framsókn í Mosfellsbæ vill leggja áherslu á áframhaldandi forystu, innleiðingu og rekstur verkefnisins og þannig setja lýðheilsu í forgrunn við alla ákvarðanatöku á vegum bæjarins. Við viljum ekki láta staðar numið við fallegt plagg heldur þarf að […]

Almenningssamgöngur og skipulagsmál

Í ört vaxandi bæjarfélagi eins og Mosfellsbæ vegur mikilvægi góðra almenningssamgangna þyngra með hverju árinu. Mörg okkar hafa e.t.v. ekki mikinn áhuga á þessum málum enda hefur einkabílinn þjónað okkur vel þar sem leiðarkerfi strætó hefur verið stopult og ekki fallið að okkar þörfum. Hvers vegna er þetta yfir höfuð eitthvað sem skiptir okkur máli? […]

Fjárfestum í ungu fólki

Undir forystu Framsóknar hefur Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, staðið að einu mesta átaki sem lagt hefur verið í varðandi velferð barna og ungmenna á Íslandi. Slagorðið „fjárfestum í fólki” var eitt af megin stefum Framsóknar í síðustu Alþingiskosningum. Framsókn í Mosfellsbæ hefur sett það á stefnuskrá sína að halda þeirri stefnu á lofti […]

Hver ákvað þetta eiginlega!

Fyrir 4 árum gaf ég í fyrsta skipti kost á mér í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Það má svo sannarlega segja að á kjörtímabilinu sé margt sem hefur komið mér á óvart. Þrátt fyrir að vera löglærð og telja mig vita nokkurn veginn hvernig skipulagi sveitarstjórnamála væri háttað, þá hvarflaði ekki að mér að það væri […]