Entries by mosfellingur

Konur hafa líka skoðanir

Undirbúningur sjálfstæðismanna til sveitarstjórnarkosninga í vor er nú í fullum gangi. Margir einstaklingar með ólíka sýn á bæjarmálum gefa kost á sér sem mér finnst mjög jákvætt því það leiðir til fjölbreyttra hugmynda um hvernig hægt sé að gera Mosfellsbæ betri bæ til að búa í, þótt gott sé að búa þar í dag og […]

Rúnar Bragi í 4. sætið

Í vor eru átta ár liðin síðan ég ákvað að gefa kost á mér í fyrsta skipti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég tók þessa ákvörðun var það ekki vegna þessa að ég hafði einhvern sérstakan áhuga á pólítik heldur langaði mig að láta gott af mér leiða og um leið leggja mitt af mörkum til […]

Ég er stoltur Mosfellingur

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Í dag er ég varabæjarfulltrúi og varaformaður þróunar- og ferðamálanefndar sem hefur verið frábær reynsla. Fyrir 4 árum var ég ekki viss um hvort stjórnmál væru fyrir mig, en eftir að hafa tekið þátt hefur áhuginn vaxið og […]

Áframhaldandi árangur

Mosfellsbær er ört vaxandi bæjarfélag og hér er gott að búa. Ég hef haft mikla ánægju af virkri þátttöku í bæjarlífinu sem bæjarfulltrúi og eiga skoðanaskipti við bæjarbúa. Ég hef sinnt þessu starfi af áhuga og alúð og býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæjarfélagið. Áherslur Það er mikilvægt að þjónusta bæjarins haldist […]

Tólf í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Tólf gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Mos­fells­bæ sem fram fer 10. fe­brú­ar. Kosið verður í félagsheimili flokksins í Kjarna, Þverholti 2 kl. 10-19. Fimmtudaginn 8. febrúar verður haldinn kynningarfundur með frambjóðendunum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ kl. 20. Hver frambjóðandi heldur stutta framsögu og í framhaldi gefst fundarmönnum kostur á að ræða við […]

Aukið úrval hollustu hjá Nesti

Nesti, sem er hluti af N1, hefur aukið verulega við úrvalið af hollum valkostum hjá sér undanfarið og ætla að halda því áfram. Þar er nú hægt að finna alls kyns hollan morgunmat og vegan rétti. Nesti hefur auðveldað fólki á ferðinni lífið og verið mikilvægur hluti af ferðalögum Íslendinga um þjóðvegi landsins áratugum saman. […]

Mögnuð ferð á Suðurskautið

Mosfellingurinn Stefán Þór Jónsson kom heim til fjölskyldu sinnar á Þorláksmessukvöld eftir rúmlega tveggja mánaða dvöl á Suðurskautinu. Stefán starfar hjá Arctic Trucks sem sérhæfir sig í smíði á stórum jeppum og sérhæfðum bílum. „Við höfum verið að smíða bíla fyrir erfiðustu skilyrði í heimi og erum einir í heiminum sem höfum náð því að […]

Afturelding í samstarfi við Einn tveir og elda

Einn tveir og elda og knattspyrnudeild Aftureldingar hafa gert með sér samning um að Afturelding sjái um afhendingu á tilbúnum matarkössum sem Einn tveir og elda er að farið af stað með. Allir þeir viðskiptavinir sem panta hjá Einn tveir og elda og óska eftir að sækja sína matarpakka til Aftureldingar styrkja Aftureldingu í leiðinni […]

Steig langt út fyrir þægindarammann

Einar Hreinn Ólafsson matartæknir á Leikskólanum Reykjakoti eflir heilsu barnanna með góðri næringu en hann eldar allan mat frá grunni. Einar Hreinn hóf störf í eldhúsi Reykjakots í september 2014. Hann hefur breytt fæðuvali og aðgengi barna og starfsfólks að hollum næringarríkum mat svo eftir hefur verið tekið, enda eldar hann allt frá grunni. Hann […]

Þægindi og tímasparnaður fyrir fjölskyldur

Matarboxið er ný þjónusta fyrir fólk sem vill þægindi og tímasparnað við undirbúning máltíða fyrir fjölskylduna. Nýverið opnaði fyrirtækið Matarboxið í Desjamýri 1. Það eru þau Guðrún Helga Rúnarsdóttir og Sveinn Matthíasson sem eiga og reka Matarboxið. Matarboxið býður upp á heilsusamlegt, fjölbreytt gæðahráefni ásamt uppskriftum fyrir alla fjölskylduna sem raða má saman að óskum […]

Fyrsti Mosfellingur ársins 2018

Þann 1. janúar kl. 15:37 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2018 á Landspítalanum. Það var stúlka sem mældist 3.502 gr og 50 cm. Foreldrar hennar eru Arnannguaq Hammeken og Maciek Kaminski og búa þau í Skeljatanga 39. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna en þau fluttu nýverið í Mosfellsbæinn og líkar vel. „Hún átti að koma […]

Rafræn kosning um íþróttakarl og -konu

Búið er að tilnefna 23 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2017. 10 karlar eru tilnefndir og 13 konur. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa. Kosningin fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 11.-15. janúar. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn […]

Jón Kalman Mosfellingur ársins 2017

Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson er Mosfellingur ársins 2017. Hann gaf út skáldsöguna Saga Ástu fyrir jólin og fékk hún hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum. Jón Kalmann er einn af fremstu rithöfundum þjóðarinnar og hefur margsinnis verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk þess að hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin. Á árinu var hann jafnframt orðaður við […]

Ný strætóleið tekin í notkun

Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á leiðarkerfi Strætó um áramótin. Breytingarnar eru liður í að ná fram því markmiði sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta þjónustu og fjölga þannig notendum. Fyrir Mosfellinga ber helst að nefna leið 7 sem kemur ný inn í leiðarkerfið og gengur á 30 mínútna fresti. Leiðin eflir verulega þjónustu við íbúa og […]

Ánægðir íbúar í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er í öðru sæti samkvæmt árlegri könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga en könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 91% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Athyglisvert er að varla […]