Entries by mosfellingur

Hækkar sól um jól

Framundan eru tímamót: vetrarsólhvörf, jól og áramót á næsta leiti. Lífgjafi okkar allra hækkar á lofti, skammt undan lúrir janúar sem er nefndur eftir rómverska guðnum Janusi með andlitin tvö, annað sneri til fortíðar en hitt fram á veginn. Hér á eftir hyggjumst við undirrituð drepa stuttlega á það sem hefur verið ofarlega á baugi […]

Umferðarlög – breytingar um áramótin

Það hefur eflaust ekki farið framhjá Mosfellingum frekar en öðrum landsmönnum að eftir um 12 ára ferli þá munu ný umferðarlög taka gildi um áramótin. Margt nýtt er í lögunum sem vert er að taka eftir. Hér eru nokkur nýmæli. Snjalltæki Í lögunum eru ákvæði er varða snjalltæki og bann við notkun þeirra gert skýrt, […]

Jólakveðja frá Aftureldingu

Enn líður að jólum og komið að því að gera upp árið. Árið 2019 hefur verið lifandi og skemmtilegt hjá Aftureldingu, en það eru orð að sönnu að það er aldrei dauð stund í lífinu þegar kemur að því að hlúa að og halda utan um þetta flotta félag sem við erum. Stór skref hafa […]

Þurfum stundum að finna upp hjólið

Emil Pétursson húsasmíðameistari hefur fengist við að smíða leikmyndir fyrir sviðsverk og kvikmyndir í þrjá áratugi. Emil Pétursson og starfsfólk hans á Verkstæðinu ehf. sérhæfa sig í að hanna og smíða leikmyndir fyrir kvikmyndir, leikhús, auglýsingar, sjónvarpsþætti og söfn auk annarra viðburða. Þau taka einnig að sér að gera upp gömul hús, innrétta verslanir og […]

Veislubókin er þarfaþing veisluhaldarans

Mosfellingurinn Berglind Hreiðarsdóttir sem heldur úti vinsælu vefsíðunni Gotterí.is er að gefa út veglega veisluhandbók nú fyrir jólin. Berglind hefur tekið saman allt það helsta sem þarf að vita þegar haldnar eru veislur. „Þessi bók er ómissandi handbók fyrir alla þá sem eru að fara að halda veislur. Ég skipti bókinni niður í sex mismundandi […]

Gefa út fimm barnabækur fyrir jólin

Frænkurnar Ásrún Magnúsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir standa í ströngu um þessar mundir en þær skrifuðu báðar barnabækur fyrir þessi jól. Það er Bókabeitan sem gefur bækurnar út og þess má geta að þær eru allar Svansvottaðar. Frænkurnar, sem búsettar eru í Mosfellsbæ, hafa báðar gefið út barnabækur áður en segja það tilviljun að þær […]

Mosfellsbær eignast neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts

Fjárhagslega endurskipulagning Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) er nú í höfn. Bæjarráð Mosfellsbæjar fól bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að leiða viðræður við Landsbankann og aðra kröfuhafa og hafa nú náðst samningar sem tryggja hagsmuni þeirra sem iðka golfíþróttina í Mosfellsbæ. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að Landbankinn endurskipar lánasamsetningu GM, m.a. með því að setja stóran […]

„Alveg dásamlegar móttökur“

„Við áttum ekki von á því að fólk tæki þessu svona vel. Þetta eru alveg dásamlegar móttökur,“ segir Simmi Vill eftir að Barion opnaði um síðustu helgi. „Það kemur á óvart það þakklæti sem maður finnur hjá fólki. Það eru ýmis smáatriði sem við höfum þurft að fínpússa frá opnun en annars hefur allt gengið […]

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar veittar

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í Listasalnum á þriðjudaginn. Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsti eftir hugmynd, vöru eða þjónusta sem talist gæti nýlunda í samfélagi, innan fyrirtækis, vöruþróun eða framþróun á þjónustu eða starfsemi fyrirtækis eða stofnunar í Mosfellsbæ. Alls bárust þrjár gildar umsóknir og lagði menningar- og nýsköpunarnefnd til við bæjarstjórn að afhentar yrðu […]

Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir nú Fellið

Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun. Húsið er sérútbúið til knattspyrnuiðkunar með gervigrasi á gólfum. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn. Efnt var til nafnasamkeppni fyrir nýja húsið og var hægt að senda inn tillögur á vefsíðu Mosfellsbæjar og skipuð var sérstök nafnanefnd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Í nefndinni […]

Framlög til íþróttamannvirkja fordæmalaus

Framtíðarsýn okkar er sú að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Traustur rekstur er lykill þess að að vöxtur sveitarfélagsins sé efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbær. Á undanförnum árum hefur bærinn okkar stækkað, eflst og dafnað. Það má segja að fordæmalaus […]

Eflum menntasamfélagið í Mosfellsbæ

Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var afgreidd á bæjarstjórnarfundi þann 27. nóvember síðastliðinn. Eins og áður eru fræðslumálin langstærsti málaflokkurinn og fer um 52% af útgjöldum bæjarins í málaflokkinn eða um 5.712 mkr. Áætlunin ber merki þess að bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að efla menntasamfélagið í Mosfellsbæ. Mikil fjölgun barna í bænum hefur kallað á […]

Felldu tillögur um nýjan veg og lækkun fasteignaskatts á fyrirtæki

Undirritaður bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tvær tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 sem var til afgreiðslu í bæjarstjórn í síðustu viku. Fyrri tillagan laut að því að inn kæmi nýr liður í fjárfestingaráætlun undir liðnum gatnagerð, sem bæri nafnið „Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi” og til fjárfestingarinnar yrði varið 10 milljónum á árinu […]

Lengi býr að fyrstu gerð – ungbarnaleikskóli

Á Íslandi verða flestir foreldrar að fara að vinna strax að loknu fæðingarorlofi og þurfa þá að fela öðrum umsjá litlu barnanna sinna. Dagforeldrar hafa í gegnum tíðina haft þetta hlutverk en þeim fer fækkandi og nú er krafan að sveitarfélög sjái börnum fyrir leikskólaplássi strax að loknu fæðingarorlofi. Fyrir nokkru gáfu Samtök atvinnulífsins út […]

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður með sína árlegu jólatrjáasölu í Hamrahlíð fyrir jólin eins og síðastliðna áratugi. Jólaskógurinn í Hamrahlíð mun opna sunnudaginn 8. desember með opnunarhátíð sem hefst klukkan 13. Þar verður ýmislegt við að vera, bæjarstjóri mun höggva fyrsta jólatréð, jólasveinar mæta á svæðið, ratleikur fyrir börnin og margt fleira. Hjá mörgum fjölskyldum er jólatrjáaleit […]