Entries by mosfellingur

Blackbox opnar í Háholti í vor

Í vor opnar Blackbox Pizzeria í hjarta Mosfellsbæjar þar sem veitingastaðurinn Hvíti Riddarinn hefur verið í mörg ár. „Þetta er fullkomin staðsetning fyrir næsta Blackbox-stað í fjölskylduvænum bæ sem telur rúmlega ellefu þúsund íbúa og mikil vöntun á skemmtilegum veitingastöðum,“ segir Jón Gunnar Geirdal einn eigenda staðarins. „Þessi nýi staður verður umkringdur frábærum nágrönnum en […]

Um áramót

Kæru Mosfellingar! Um áramót er hefðbundið að líta yfir farinn veg, rifja upp og meta hvernig liðið ár hefur gengið og ekki síður að velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Árið 2018 var stórt afmælisár hjá okkur Íslendingum. Því var fagnað að 100 ár voru liðin frá því að Ísland fékk fullveldi […]

Óskar Vídalín Mosfellingur ársins 2018

Mosfellingur ársins 2018 er Óskar Vídalín en hann hefur ásamt öflugum hópi stofnað Minningarsjóð Einars Darra og hrint að stað þjóðarátakinu Ég á bara eitt líf. Óskar missti 18 ára gamlan son sinn Einar Darra í maí sl. eftir neyslu lyfseðilsskyldara lyfja. „Ég er ótrúlega þakklátur og tek á móti þessari viðurkenningu fyrir hönd okkar […]

Opnunarhátíð í Helgafellsskóla

Komið er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla tveimur árum eftir að skóflu­stunga var tekin að skólabyggingunni. Í upphafi verður einn af fjórum áföngum skólans tekinn í notkun. Í sumar verður annar áfangi tilbúinn til notkunar og síðari tveir áfangarnir verða svo teknir í notkun í framhaldinu. Þriðjudaginn 8. janúar var skrúðganga frá Brúarlandi […]

Risa þorrablót Aftureldingar haldið 26. janúar

Þorrablót Aftureldingar 2019 fer fram laugardaginn 26. janúar í íþróttahúsinu að Varmá. Miðasala og borðaúthlutun fer fram föstudaginn 18. janúar á veitingastaðnum Blik. „Mikil stemning hefur myndast í forsölunni en eins og áður er eingöngu hægt að taka frá sæti gegn keyptum miða. Uppselt hefur verið á þorrablótið undanfarin ár. VIP borðin sem eru 10 […]

Nýtt gólf komið á eldri íþróttasalinn að Varmá

Vinnu við endurnýjun gólfa í eldri íþróttasalnum að Varmá er nú að ljúka og hefur gengið eftir áætlun og verður salur þrjú tekinn í notkun að nýju mánudaginn 14. janúar. Á. Óskarsson sér um verkið fyrir hönd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Þessa dagana er unnið að lokafrágangi eins og merkingu valla og gólflistum auk þess sem […]

Litið yfir heilsuárið 2018

Eins og undanfarin ár var ýmislegt spennandi í boði í heilsubænum Mosfellsbæ þegar kemur að heilsueflingu og vellíðan bæjarbúa. Leikfiminámskeið fyrir 67+ Rannsóknir hafa sýnt mikinn ávinning af fjölþættri líkamsrækt fyrir elsta aldurshópinn og því var ýtt úr vör tilraunaverkefni á vegum Félags aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos), Mosfellsbæjar og World Class nú á haustmánuðum. Öllum […]

Áramótaheit!

Gleðilegt nýtt ár kæru Mosfellingar. Árið 2019 er gengið í garð og byrjar dásamlega. Það er ekkert betra en að fara út að skokka í 8 stiga hita í janúar en ég var einmitt að koma af minni fyrstu hlaupahópsæfingu hjá henni Höllu Karen í World Class. Eru allir búnir að setja sér áramótheit? Eða […]

Nýárskveðja frá sunddeildinni

Við hér í Mosfellsbæ eigum tvær frábærar sundlaugar. Annars vegar Lágafellslaug sem er ein vinsælasta sundlaug höfuðborgarsvæðisins og hins vegar gamla góða Varmárlaug sem er falinn demantur. Hér er unnið mjög metnaðarfullt starf innan sunddeildar Aftureldingar við afreksþjálfun í sundi. Deildin mun í vor einnig bjóða upp á námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna og þannig […]

Matur í Mos

Það er að koma nýr matsölustaður í Mosfellsbæ. Leysir Hvíta Riddarann af hólmi. Hvernig staður? Pizzustaður. Skemmtileg nýjung. Akkúrat það sem við þurftum, Mosfellingar. Staður sem afgreiðir pizzur og það mjög hratt. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu. Það hefði alls ekki passað að fá í miðbæ Mosfellsbæjar stað sem ekki leggur áherslu á skyndibita. […]

Kalli Tomm gefur út Oddaflug

Kalli Tomm var að senda frá sér sína aðra sólóplötu, Oddaflug. Örlagagaldur, fyrsta sólóplata hans, kom út fyrir þremur árum og féll hún í afar góðan jarðveg bæði hjá hlustendum og gagnrýnendum. Aðspurður sagðist Kalli Tomm hafa hafist handa við gerð Oddaflugs fljótlega eftir útkomu fyrri plötu sinnar. „Ég nýt krafta og hæfileika margra sömu […]

Lífið hefur verið dásamlegt í Laxnesi

Liðin eru 50 ár síðan Hestaleigan í Laxnesi í Mosfellsdal hóf starfsemi en hún er fyrsta hestaleigan hér á landi með skipulagðar ferðir og sú elsta sem er enn starfandi. Saga fyrirtækisins er um margt merkileg og áhugaverð. Í fyrstu var starfsemin smá í sniðum en óx og dafnaði jafnt og þétt og er nú […]

Ungu sveinarnir orðnir tvítugir og gefa út afmælisrit

Ungmennafélagið ungir sveinar, UMFUS, er 20 ára um þessar mundir. Í tilefni þess hafa þeir Hallur Birgisson og Jón Guðmundur Jónsson sett saman glæsilegt rit um sögu félagsins sem kemur út á aðalfundi UMFUS þann 29. desember. „Afmælisritið er byggt á frásögnum formanna félagsskaparins í gegnum tíðina, tveir formenn eru fyrir hvert ár og þeir […]

Helgafellsskóli tekinn í notkun í janúar

Stefnt er að því að skólahald í nýjum Helgafellsskóla í Helgafellshverfi hefjist í janúar 2019. Bygging skólans er stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins um þessar mundir en skóflustunga var tekin í desember 2016. Í vor var ákveðið að flýta framkvæmdum en byggt er í fjórum áföngum og verður sá fyrsti tekinn í notkun í janúar. Flytja […]

Hver er Mosfellingur ársins 2018?

Val á Mosfellingi ársins 2018 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Þetta er í fjórtánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni […]