Entries by mosfellingur

Bæjarleikhúsinu breytt í jazzklúbb

Nú eru hafnar æfingar í Bæjarleikhúsinu á sýningu sem er samstarfsverkefni tónlistarskólans og leikfélagsins. Sýningin kallast „Allt önnur Ella“ og er að mestu byggð á tónlist Ellu Fitzgerald. Leikhúsinu verður breytt í jazzklúbb á sjöunda áratugnum og tónlistaratriði fléttast saman við leikin atriði. Leikhúsgestir sitja við borð í salnum og upplifa kvöldstund þar sem þeir […]

Setur upp rokktónleikasýningu

Greta Salóme stendur í stórræðum þessa dagana ásamt góðum hópi af hæfileikaríku fólk en þau eru að setja á svið tónleikasýningu sem nefnist Halloween Horror Show. „Þessi hugmynd er búin að blunda lengi í mér. Þegar ég var að vinna með Disney þá kynntist ég því hvernig hægt væri að blanda saman alls konar tilefnum […]

Veiðimaður og bóndi í hjarta mínu

Davíð Þór er meðal fjölhæfustu tónlistarmanna landins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið með flestum tónlistarmönnum landsins og spilað á tónlistarhátíðum um allan heim. Mosfellsbær útnefndi Davíð Þór bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2017 á dögunum en viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Hlégarði. Davíð […]

Gefur út heilsudagbók

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir hefur gefið út dagbók sem hún nefnir Heilsudagbókin mín. Í vor hlaut Anna Ólöf þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellbæjar fyrir það verkefni. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í langan tíma og var búin að gera margar útfærslur af bókinni áður en endanleg útkoma varð til. Heilsudagbókin er heildræn […]

Gleði í kortunum

Vonandi hafa allir notið sumarsins og bæjarhátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir veturinn. Við í Heilsueflandi samfélagi ætlum að halda áfram uppteknum hætti og munu haustið og veturinn bera ýmislegt spennandi og skemmtilegt í skauti sér. Göngum í skólann Að velja virkan ferðamáta, s.s. göngu, hjólreiðar, […]

Nýjung í lestri örmerkja í dýrum

Nýsköpunarfyritækið Anitar er komið langt með þróun á örmerkjalesara til að auðvelda skráningu og utanumhald húsdýra. Lesarinn ber heitið The Bullet og er notaður samhliða snjallsímaforriti. Með þessari samsetningu á lesaranum og snjallsímaforritum verður hægt að skanna og vinna með upplýsingar um fjölda dýra, svo sem hesta, hunda og svín. Byggt á eigin reynslu Mosfellingurinn […]

Umhverfisviðurkenningar veittar Í túninu heima

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Flugklúbbur Mosfellsbæjar fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt svæði þar sem umgengni og umhirða eru til fyrirmyndar. Erla Þorleifsdóttir og Sævar Arngrímsson fá viðurkenningu fyrir fallegan garð […]

Hvíld

Ég hef skrifað um svefn og hvíld áður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hugsanlega ætti ég alltaf að skrifa um mikilvægi þess að hvíla sig, það er svo mikilvægt. Sérstaklega á þessum árstíma þegar allt fer á flug. Vinna, skóli, áhugamál, lífið. Ég fíla kraftinn í haustinu og finnst gaman að takast […]

Opna ævintýralega gjafavöruverslun

Hjónin Ágústa Pálsdóttir og Haukur Hafsteinsson opnuðu í byrjun ágúst gjafa- og lífsstílsverslunina Evíta að Háholti 14. „Evíta er falleg búð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við erum með fjölbreytta og árstíðbundna gjafavöru og búðin er aldrei eins. Mikið úrval er hjá okkur af kertum, kertastjökum, luktum og allskyns dúllerí […]

Frárennsliskerfi laugarinnar á Reykjalundi verður breytt

Eins og kunnugt er varð fiskidauða vart í Varmá um miðjan júlí og er nú orðið ljóst að ástæðu hans megi rekja til klórvatns í setlaug við sundlaug Reykjalundar sem tæmd var vegna nauðsynlegra skipta á sandi í sandsíum laugakerfisins þann 13. júlí. Gerðar verða breytingar á frárennslismálum sundlaugar Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Hugsar um tónlist alla daga

Jógvan Hansen tónlistarmaður segir það forréttindi að starfa við það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Færeyingurinn Jógvan Hansen vann íslensku X-Factor söngvakeppnina árið 2007. Markmið keppninnar var að laða fram í sviðsljósið hæfileikaríkt söngfólk sem unnið gat hug og hjörtu þjóðarinnar með söng sínum og persónutöfrum. Það gerði Jógvan svo sannarlega enda hefur hann […]

Bæjarhátíðin Í túninu heima á 30 ára afmælisári bæjarins

Afmælisdagskrá sem hófst á opinberri heimsókn Forseta Íslands þann 9. ágúst lýkur nú með okkar vinsælu bæjarhátíð. Íbúar koma saman eftir gott sumarfrí, sýna sig og sjá aðra. Dagskrá helgarinnar er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að venju eru það íbúar bæjarins sem bjóða heim og […]

Í túninu heima 2017 – DAGSKRÁ

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 25.-27. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og hafa viðburðir verið á dagskrá frá […]

Bryndís gefur ekki kost á sér í vor

Bryndís Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara í vor. Bryndís var kosin á Alþingi sl. haust og hefur setið á þingi og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis­flokkinn. „Ég hyggst ljúka þessu kjörtímabili sem er mitt annað, en áður var ég varabæjarfulltrúi. Mosfellsbær er frábært sveitarfélag og það […]

Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa

Haldið er upp á 30 ára afmæli Mosfellsbæjar um þessar mundir. Af því tilefni hefur bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkt að framvegis standi íbúum Mosfellsbæjar til boða ókeypis bókasafnskort. Markmiðið er að hvetja til lesturs og minna á bókmenntaarf Mosfellsbæjar. Í bænum er öflugt og vel sótt bókasafn sem þjónar bæjarbúum og hefur þróast með bænum í […]