Entries by mosfellingur

Hef mikla ánægju af því að vera meðal fólks

Karl Elinías Loftsson fyrrverandi útibússtjóri Búnaðarbankans hefur verið virkur í félagsstörfum eftir að hann lét af störfum. Karl tók á móti mér á fallegu heimili sínu að Bjargartanga og við fengum okkur sæti í betri stofunni. Karl hefur einstaklega góða nærveru, er rólegur og yfirvegaður í fasi. Það er óhætt að segja að Karl sitji […]

Mikið tilhlökkunarefni að hefja kosningabaráttuna

Listi Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var lagður fram og samþykktur einróma á félagsfundi þann 26. febrúar. Bæjarfulltrúarnir Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Óskarsson skipa efstu sæti framboðslistans. Konur skipa tíu sæti á listanum og karlar átta. Þá er yngsti frambjóðandinn 19 ára og sá elsti 68 ára. Samfylkingin boðar til stefnuþings laugardaginn 24. mars […]

Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu tilbúnar til úthlutunar

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Um er að ræða stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi. Lóðirnar skiptast þannig eftir gerð húsnæðis að raðhúsalóðir eru 17, parhúsalóðir 12 og […]

Betri stjórnmál

Þann 26. maí n.k. verður kosið til sveitarstjórnar í Mosfellsbæ eins og annars staðar á landinu. Fyrir réttum fjórum árum tók ég 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ og steig þar með mín fyrstu pólitísku skref. Það gerði ég eftir að sóst hafði verið eftir kröftum mínum af fólki sem taldi að ég gæti […]

Menntamálin í forgang

Það dylst engum sem fylgist með fréttum að grunnstoðum menntunar er ábótavant en brýnasti vandinn er þó að mati flestra of mikið álag á kennara og skortur á úrræðum fyrir börn sem þurfa stuðning. Sveitarfélög hafa verið að bregðast við og margt að gerast í skólamálum í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð […]

Píratar setja niður akkeri í Mosfellsbæ

Nýtt aðildarfélag Pírata í Mosfellsbæ var stofnað í Bókasafni Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Fundurinn var afar vel sóttur en 25-30 manns tóku þátt. Kosin var þriggja manna stjórn félagsins og lög hins nýstofnaða aðildarfélags samþykkt. Stjórnarmenn voru kjörnir, þau Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson. Boðað hefur verið til fyrsta stjórnarfundar en fyrsta […]

Arion banki lokar útibúinu í Mosfellsbæ 10. maí

Á næstu mánuðum verður ráðist í breytingar á útibúaneti Arion banka. Markmiðið er að aðlaga útibúanetið að nýrri nálgun í bankaþjónustu þar sem m.a. er lögð áhersla á aðgengi að stafrænum lausnum og einföldun þjónustu. Liður í þessum breytingum er að útibúið í Mosfellsbæ sameinast Höfðaútibúi bankans á Bíldshöfða 20. Starfsfólkið hér í Mosfellsbæ mun […]

Fersk á flugvöllum

Þessi pistill er skrifaður um borð í WW 903, WOW flugvél á leið frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Við erum sex að ferðast saman, löng helgi í Köben hjá frumburðinum og kærustu hans. Það var freistandi að taka tilboðinu frá WOW (rúmlega fullbókuð vél) um að framlengja dvölina um sólarhring og fá hótel­nótt og farmiða til […]

„Betri“ veg um Kjalarnes? Nei, takk!

Undarleg umræða er í gangi um Vesturlandsveg um Kjalarnes. Heilu fundirnir eru haldnir þar sem íbúar Kjalarness gráta úr sér augun og eru engir eftirbátar alvöru landsbyggðarvælara að norðan. Stjórnmálamenn sjá auðvitað tækifæri í aumingjadómnum og mæta og klappa á bakið á Kjalnesingum, svona til að hressa þá, og þiggja kaffi og kleinur um leið. […]

Þegar neikvæðir halda sig jákvæða

Það virðast nánast viðtekin viðbrögð við gagnrýni hér á landi, að menn (og konur!) tala um að verið sé að tala hlutina niður. Og hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu landsins eins og kunnugt er. Það eru þó nokkur öfugmæli að tala um stjórnmálaumræðu í því samhengi, því í þannig svari felst engin umræða heldur einungis […]

Hvatning til Mosfellinga – sem og annarra landsmanna

Ég hefi lengi haft mikla ánægju af að ganga mér til heilsubótar og skemmtunar. Áður fyrr meðan ég var yngri og hraustari kleif ég fjöll, hjólaði jafnvel úr Mosfellsbæ að Esjurótum og var allan guðslangan daginn að ganga upp og um fjallið. Oft kom ég dauðþreyttur heim og það var auðvitað markmiðið. Í dag verð […]

Framkvæmdir hafnar í Bjarkarholti

Á reitunum á milli Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og Krónunnar eru hafnar framkvæmdir við byggingu verslunar- og íbúðarhúsnæðis. Markmið gildandi deiliskipulags er að þétta og efla miðbæ Mosfellsbæjar. Einnig að móta skjólsæla, þétta og sólríka íbúabyggð auk verslunar og þjónustu og styrkja þannig götumyndina. Svæðið er í hjarta bæjarins og því lögð rík áhersla á metnað og […]

Tómatur selur aukahluti fyrir iPhone-síma

Einar Karl Sigmarsson er ungur og efnilegur Mosfellingur. Hann er 15 ára nemandi í 10. bekk Lágafellsskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann stofnað sitt eigið fyrirtæki sem heitir Tómatur. „Ég er að selja gæðahulstur fyrir iPhone- síma á mjög góðu verði, ég er með nokkrar týpur og nokkra liti. Þetta byrjaði með því að […]

Sækir í að vera sem mest á hreyfingu

Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur telur að hreyfing, hugleiðsla og góð næring sé lykillinn að heilbrigði og hamingju Í byrjun árs var Halldóra sæmd riddarakrossi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir framlag sitt til heilsuverndar og lýðheilsu. Hún hefur sinnt margvíslegu fræðslustarfi í gegnum tíðina, flutt erindi víða og talað máli beinverndar í fjölmiðlum. Áhugamál hennar tengjast […]

Lausn á rekstrarvanda Hamra

Mosfellsbær, velferðarráðuneytið og Hamrar – hjúkrunarheimili hafa komist að samkomulagi um lausn á langvarandi rekstrarvanda heimilisins. Samkomulagið er forsenda þess að unnt sé að draga til baka uppsögn Mosfellsbæjar á þjónustusamningi við ráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands um rekstur Hamra, sem og uppsögn Hamra ehf. um rekstur heimilisins. Samkomulagið felur í sér að stækkun hjúkrunarheimilisins hafi […]