Entries by mosfellingur

Kristín Einarsdóttir hlýtur Gulrótina

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ var haldinn 27. maí. Dagurinn hófst með morgungöngu og endaði með málþingi í Listasalnum. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hélt fyrirlestur og Gulrótin var afhent. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Það eru Heilsuvin og Mosfellsbær sem […]

Það er best að búa í Mosó

Svanþór Einarsson, eða Svanni eins og hann er ávallt kallaður, hefur starfað í sínum heimabæ nánast alla sína tíð og segir það mikil forréttindi. Hann byrjaði ungur í bókbandi hjá föður sínum en keypti síðan veitingastaðinn Pizzabæ þegar hann var á nítjánda ári. Eftir að hafa selt sjóðheitar pizzur í ellefu ár breytti hann um […]

Heildarúttekt EFLU á Varmárskóla lokið

Verkfræðistofan EFLA hefur lokið vinnu við heildarúttekt á öllu húsnæði Varmárskóla en verkfræðistofan hefur á síðustu tveimur árum unnið þrjár úttektir fyrir Mosfellsbæ á rakaskemmdum. Niðurstöður sýnatöku EFLU gefa til kynna að almennt sé ástand húsnæðis Varmárskóla gott og jafnvel betra en sambærilegur húsakostur af sama aldri. Ekki er þörf á bráðaaðgerðum né lokun skólans […]

Ráðin skólastjóri Lágafellsskóla

Lísa Greipsson hefur verið ráðin í starf skólastjóra Lágafellsskóla. Lísa er með B.Ed. gráðu í menntunarfræðum, kennsluréttindi í grunnskóla og lauk MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2018. Lísa hóf sinn kennsluferil árið 1994 á Akranesi en hefur starfað nær samfellt við í Lágafellsskóla frá 2001. Síðustu þrjú árin hefur hún sinnt stöðu deildarstjóra við […]

Ærslabelgur á Stekkjarflöt og sleðabrekka í Ævintýragarð

Ærslabelgur mun rísa á Stekkjarflöt og búið verður til skíða- og brettaleiksvæði í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum í kjölfar íbúakosninga um verkefni í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó. Íbúar kusu einnig meðal annars að fá flokkunarruslafötur, merkja toppa bæjarfella og fjalla og bætta lýsingu á göngustígum. Metþátttaka var í kosningum sem stóðu frá 17. til 28. maí eða […]

Nýr atvinnukjarni mun rísa á 15 hektara svæði í landi Blikastaða

Reitir fasteignafélag hf. og Mosfellsbær undirrituðu þann 6. júní viljayfirlýsingu um skipulag og uppbyggingu atvinnusvæðis í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Um er að ræða 15 hektara svæði sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er landnotkun svæðisins skilgreind sem blönduð landnotkun fyrir léttan iðnað, verslanir og þjónustustarfsemi. Svæðið liggur […]

Anna Greta ráðin skóla­stjóri í Varmárskóla

Anna Greta Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri Varmárskóla tímabundið til eins árs. Anna Greta hefur kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, hefur lokið meistaranámi á sviði stjórnunar og hefur þekkingu á áætlunargerð, fjármálstjórnun og stefnumótunarvinnu. Anna Greta hefur reynslu af stjórnun menntastofnana en hún hefur gegnt stöðu skólastjóra við tvo grunnskóla, starfað sem […]

Framtíð Hlégarðs

Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar vinnur nú að endurskoðun á nýtingarmöguleikum á félagsheimilinu Hlégarði í komandi framtíð. Liður í þeirri vinnu var opinn íbúafundur í Hlégarði 16. október 2018 þar sem Mosfellingum gafst kostur á að koma sínum tillögum á framfæri. Hlégarður var vígður við hátíðlega athöfn 17. mars 1951 og hélt Halldór Laxness þar ræðu, […]

Unglingar og veip

Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur hvað varðar reykingar og áfengisdrykkju ungmenna. Rúmlega 90% unglinga hafa aldrei reykt eða neytt vímuefna en því miður steðja stöðugt nýjar ógnir að unga fólkinu okkar. Notkun á rafsígarettum eða veipi mælist meiri hér í bæ miðað við notkun á landsvísu en sambærilega þróun má sjá um allt land […]

Betri orka á göngu

Ég hef skrifað nokkra pistla í flugvélum. Hér er einn í viðbót. Er núna í flugvél á leiðinni frá Róm til London, þaðan fljúgum við eftir mjög stutt stopp heim til Íslands. Höfum verið á ferðalagi í fimm mánuði. Það verður gott að koma heim í íslenska sumarið. Ferðalagið hefur verið frábært en Ísland er […]

Ef svarið er nei, reynir barnið bara aftur

Mörg þeirra vandamála sem uppaldendur standa frammi fyrir er hægt að koma í veg fyrir með nokkrum grundvallar atriðum uppeldis. Fyrir börn merkir nei ekki nei heldur aðeins „reyndu betur“. Flestir uppalendur þekkja það þegar barnið fær neitun við því sem það biður um að það fer til annars fullorðins á svæðinu og reynir þar […]

Metal-tónlistarhátíð í Hlégarði um helgina

Dagana 13.-15. júní fer fram metal-tónlistahátíðin Ascension MMXIX í Hlégarði í Mosfellsbæ. Á hátíðinni munu koma fram um 30 hljómsveitir, bæði erlendar og innlendar. Það eru Mosfellingarnir Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir og Stephen Lockhart sem standa fyrir viðburðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin með þessu sniði en þau hafa þrisvar áður haldið […]

Framkvæmdum við gervigrarsvöll lokið

Í ár spila bæði meistaraflokkur kvenna og karla Aftureldingar í Inkasso-deildinni í knattspyrnu og því reyndist nauðsynlegt að hefja endurbætur á aðstöðu fyrir áhorfendur við gervigrasvöllinn að Varmá. Allir heimaleikir fara fram á þeim velli á yfirstandandi leiktímabili samkvæmt ósk knattspyrnudeildarinnar Alfarið hefur verið unnið eftir þeim kröfum sem KSÍ setur í þessum efnum og […]

Ómar hlaut heiðursverðlaun foreldrafélags Varmárskóla

Á 40 ára afmælishátíð skólakórs Varmárskóla veitti foreldrafélag Varmárskóla Guðmundi Ómari Óskarsyni kórstjóra og tónmenntakennara sérstök heiðursverðlaun fyrir ötult og óeigingjarnt starf við tónlistarkennslu og eflingu tónlistar í skólastarfinu. Órjúfanlegur hluti af skólastarfinu Guðmundur Ómar eða Ómar eins og flestir kalla hann hóf störf sem tónmenntarkennari við Varmárskóla árið 1979 og sama ár hófst reglubundið […]

Úthlutað í annað sinn úr Samfélags­sjóði KKÞ

Laugardaginn 18. maí fór fram önnur úthlutun úr samfélagssjóði KKÞ og var alls úthlutað tæpum 17 milljónum. Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjámunum til æskulýðs- og menningarmála, góðgerðar- og líknarmála og annarrar starfsemi til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði KKÞ sem nær yfir […]