Ásgarður styrkir Fjölskylduhjálp

Starfsmenn Ásgarðs handverkstæðis langaði að styrkja fátæk börn á þessum erfiðu tímum.
Þar sem Ásgarður átti enga peninga til að gefa ákváðu þeir að gera það sem þeir eru bestir í, að handsmíða 140 tréleikföng. Það gerðu þeir og komu leikföngunum til Fjölskylduhjálpar sem svo úthlutar þeim til þeirra barna sem þarfnast góðra og vandaðra leikfanga.
Gjöf Ásgarðsmanna er að verðmæti 576.000 krónur og vonast starfsmenn Ásgarðs til að fleiri geri slíkt hið sama. Á myndinni má sjá starfsmann Ásgarðs pakka leikföngunum í kassa.
Starfsmenn Ásgarðs vilja koma á framfæri sérstökum jólakveðjum til allra og minna á markaðinn sinn laugardaginn 5. desember.