Arndís sett í embætti

Arndís, Þórhildur, Ragnheiður og Rut.

Arndís, Þórhildur, Ragnheiður og Rut.

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn var sett í embætti í Mosfellsprestakalli sunnudaginn 1. maí. Þórhildur Ólafs, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, setti Arndísi í embættið í sérstakri innsetningarmessu.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur þjónaði fyrir altari og Arndís Linn predikaði. Rut G. Magnúsdóttir djákni sóknarinnar las bænir og Helga Kristín Magnúsdóttir og Karl Loftsson lásu ritningarlestra.
Kirkjukór Lágafellssóknar og Skólakór Varmárskóla sungu undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Að athöfninni lokinni bauð sóknarnefnd í súpu og brauð í safnaðarheimili Lágafellssóknar.
Biskup Íslands skipaði Arndísi G. Bernhardsdóttur Linn í embætti prests í Mosfellsprestakalli að afloknum kosningum sem fóru fram í marsmánuði.