Anna Greta ráðin skóla­stjóri í Varmárskóla

annagretavarmarskoli

Anna Greta Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri Varmárskóla tímabundið til eins árs. Anna Greta hefur kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, hefur lokið meistaranámi á sviði stjórnunar og hefur þekkingu á áætlunargerð, fjármálstjórnun og stefnumótunarvinnu. Anna Greta hefur reynslu af stjórnun menntastofnana en hún hefur gegnt stöðu skólastjóra við tvo grunnskóla, starfað sem kennari og stýrt menningarviðburðum.

Anna Greta tekur við starfi skólastjóra yngri deildar Varmárskóla 1. ágúst nk. og mun gegna því starfi til 1. ágúst 2020. Þóranna Rósa skólastjóri Varmárskóla lætur af störfum í lok sumars og tekur við Rimaskóla.