Afhentu 2.760 undirskriftir

Iðunn Dögg færir heilbrigðisráðherra undirskriftalista sveitunga sinna.

Iðunn Dögg færir heilbrigðisráðherra undirskriftalista sveitunga sinna.

Sólahringsþjónusta Heilsugæslu Mosfellsumdæmis var lögð af þann 1. febrúar í kjölfar samræmingar á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Hátt í 3.000 íbúar á svæðinu hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að helgar- og næturvaktirnar leggist af.
Á þriðjudaginn var Óttari Proppé heilbrigðisráðherra afhentur listinn. Það var Iðunn Dögg Gylfadóttir sem fór fyrir söfnuninni og mætti hún í velferðarráðuneytið ásamt hópi Mosfellinga. Iðunn Dögg segir að þjónustan minnki og öryggi íbúa á svæðinu skerðist umtalsvert við þessar breytingar. Nú þurfi rúmlega 10 þúsund manns í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós að leita á Læknavaktina í Kópavogi sem þegar er sprungin.
Óttarr tók við undirskriftalistanum og sagðist koma upplýsingunum á framfæri. Verið væri að fara í fyrirkomulag sem er sambærilegt öðrum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan af þessum breytingum verði skoðuð síðar.