Stefán Ómar Jónsson

Helgafell – deiliskipulag 4. áfanga

Þann 31. október sl. lauk fresti til að skila inn athugasemdum vegna auglýsingar um deiliskipulagsbreytingu fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Skemmst er frá því að segja að formlega bárust fimmtán athugasemdir, þar af athugasemd frá húsfélagi með um þrjátíu íbúðum. (Sjá fundargerð skipulagsnefndar nr. 501) Segja má að helst hafi athugasemdir lotið að tveimur meginþáttum, […]

Valdimar Birgisson

Allt í ru$li

Það er óhætt að segja að það hafi staðið styr um Sorpu undanfarnar vikur, eftir að það kom í ljós að það vantar rúmar 600 milljónir til þess að klára byggingu á gas- og jarðgerðarstöðinni sem verið er að byggja í Álfsnesi. Þar fyrir utan þurfti að stækka móttökustöðina í Gufunesi og kaupa tæki þar […]

Birna Kristín Jónsdóttir

Haustið gengur í garð

Það er einhvern veginn alltaf ákveðinn léttir þegar fer að hausta, skólarnir byrja, laufblöðin falla, æfingar barnanna falla í fastar skorður og þar með lífið í heild. Sumarið var náttúrulega dásamlegt hjá okkur í Mosfellsbæ og Aftureldingu, veðrið lék við hvern sinn fingur og til dæmis á fótboltaleikjum meistaraflokkanna var stúkan þéttsetin á flestum heimaleikjum. […]

Fjalar Freyr Einarsson

Áherslur í uppeldi

Þegar fjölskyldur fá sér hund er ekki óalgengt að farið sé á hundanámskeið þar sem fjölskyldan lærir að umgangast hundinn og siða hann þannig að hundurinn teljist hlýðinn og góður. Þegar barn kemur í heiminn er sjaldnast farið á námskeið um barnauppeldi. Áhugasamir foreldrar ná sér reyndar í bækur um ungbörn og atlæti þeirra og […]

Ólöf Kristín Sívertsen

Þakklæti bætir, hressir og kætir

Vonandi hafa allir notið sumarsins og bæjarhátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir veturinn. Mantran um það að „lifa og njóta“ hefur farið hátt á undanförnum misserum og snýst hún ekki hvað síst um mikilvægi sáttar og þakklætis. Í stað þess að einblína á það sem við […]

Fjalar Freyr Einarsson

Heyrir barnið þitt hvað þú segir?

Þegar ég var strákur fór mamma með mig til heyrnarlæknis. Líklega var þetta háls- nef og eyrnalæknir en hans hlutverk var að kanna hvort heyrnin væri í lagi. Mömmu fannst ég nefnilega ekki heyra nógu vel. Niðurstaða læknisins var að það var lítið að heyrninni. Ég veit ekki til þess að mamma hafi gert neitt […]

Margrét Lúthersdóttir

Stöndum vörð um mannréttindi

Þann 6. október 1982 var Rauði krossinn í Mosfellsbæ stofnaður í Hlégarði og fagnar því 37 ára afmæli sínu um þessar mundir. 119 árum áður hafði Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) verið stofnað og 56 árum eftir það, árið 1919 var Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans stofnað. Burðarás hreyfingarinnar eru hugsjónirnar 7; mannúð, óhlutdrægni, […]

Ásgeir Sveinsson

Ævintýragarðurinn í Mosfellsbæ – ert þú með góða hugmynd?

Í framhaldi af hugmyndasamkeppni sem var haldin um hönnun á Ævintýrgarðinum í Mosfellsbæ hefur verið unnið að uppbyggingu garðsins í samráði við sigurvegara samkeppninnar og hafa framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2010. Nú er í gangi deiliskipulagsvinna fyrir svæðið og Mosfellsbær óskar eftir hugmyndum frá íbúum inn í þá skipulagsvinnu. Hvað er búið að framkvæma? […]