Bryndís Haraldsdóttir

Umhverfisvænn bær

Mosfellsbær er umvafinn fallegri náttúru, innrammaður af fellum, ám og Leirvoginum. Umhverfið okkar skipar stóran sess í lífi bæjarbúa og við viljum huga vel að þeirri auðlind okkar. Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina verið til fyrirmyndar í umhverfismálum. Margt er hér vel gert svo sem aukin flokkun sorps, bætt þjónusta Strætó, góðir göngu- og hjólreiðastígar, […]

Guðjón Jensson

Mikilvægi umhverfismála

Ein hliðin á grundvallarréttindum okkar í nútímasamfélagi er að lifa í góðu og hollu umhverfi. Þessu er víða ábótavant – einnig í Mosfellsbæ. Það ætti að vera markmið stjórnvalda – alltaf – að kappkosta að bæta samfélagið og þar með umhverfið. Mjög víða blasa við verkefnin í Mosfellsbæ: Loftgæðum er víða ábótavant og þyrfti að […]

Davíð Ólafsson

Menning í Mosfellsbæ

Um miðjan október var haldinn opinn íbúafundur í Hlégarði um menningarstefnu Mosfellsbæjar. Góð mæting var á fundinn og setið á hverju borði. Þátttakendum var skipt upp í nokkra vinnuhópa þar sem mótaðar voru hugmyndir íbúa Mosfellsbæjar. Verið er að vinna úr niðurstöðum en ljóst er að Hlégarður á sérstakan sess í hjörtum bæjarbúa. Margir fundargesta […]

Valdimar Birgisson

Gefum öllum börnum jöfn tækifæri

Viðreisn í Mosfellsbæ lagði fram tillögu í bæjarráði um að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar um 1,5 milljónir króna árlega. Íþróttaiðkun barna er jákvæð á allan hátt fyrir þau og á unglingsárum hefur íþróttaiðkun verulega jákvæð áhrif á líkamlegt ástand, andlegan […]

varmagrein

Mætum færni framtíðarinnar

Tækni er eitt af stóru málum samtímans og tími gervigreindar og vélmenna að renna upp miklu hraðar en nokkurn óraði fyrir. Fjórða iðnbyltingin er hafin þar sem áherslan er á sjálfvirknivæðingu sem mun hafa gríðarleg áhrif á vinnumarkað og daglegt líf okkar allra. Sérfræðingar spá því að á næstu 20-30 árum verði meiri tækniframfarir en […]

Sigrún Guðmundsdóttir

Heimsmenning – fjölmenning – okkar menning

Er heimurinn að minnka? Okkur finnst það stundum því við fáum innsýn (oft án þess að við leitum eftir því) og erum sjálf í tengslum við fjarlægar slóðir. Við getum farið heimshorna á milli og heimshornaflakkið kemst jafnvel léttilega fyrir í sumarfríinu okkar. Það eru sem sagt töfrandi tímar fyrir mörg okkar sem njótum heimsmenningar. […]

Heiða

Trjágróður á lóðarmörkum

Ágætu bæjarbúar. Mikilvægt er að garðeigendur hugi að því að trjágróður þeirra hafi ekki vaxið út á stíga eða götur með tilheyrandi óþægindum og mögulegri hættu fyrir vegfarendur, sérstaklega núna í skammdeginu þegar fjöldi barna er á ferðinni vegna skóla og tómstunda. Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og […]

varmagrein

Atómstöðin, Gerpla og Heimsljós

Í Varmárskóla stunda hátt í 1.000 börn nám og er þetta kraftmikill hópur með fjölbreytta reynslu og styrkleika sem býr yfir mikilli lífsgleði og sköpunarkrafti. Til að tryggja að börnin fái notið bernsku sinnar þarf að búa vel að yngstu íbúum bæjarins og leggja áherslu á snemmtæka íhlutun. Allir eiga rétt á kennslu við sitt […]

Lóa Björk Kjartansdóttir

Hlustar fólk á þig?

Það nennir enginn að hlusta á fólk röfla á fundum og það er erfitt að hlusta á fólk í ræðustól sem er að hugsa hvað það ætlar að segja jafnóðum. Það getur verið heilmikið vit í því sem viðkomandi vill koma á framfæri, en ef það er illa sett fram þá hættir fólk fljótt að […]

andlegt

Andlegt ferðalag

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp, með tímanum, atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og því oft mjög erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og eftir því sem leið á, fann ég að eitthvað var […]