Ólöf Kristín Sívertsen

Göngum, göngum!

Staðfest hefur verið með fjöldamörgum rannsóknum að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing eykur líkamshreysti, hreyfifærni, vellíðan og lífsgæði almennt fyrir utan það að minnka líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan getur lífsstíll, sem felur í sér daglega hreyfingu, einnig skapað tækifæri til að […]

Guðjón Jensson

Að gefnu tilefni

Í árslok 1970 birtist í Morgunblaðinu grein Halldórs Laxness: „Hernaðurinn gegn landinu“. Þá var ég í námi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og þessi grein kveikti bókstaflega í mér sem öðru ungu fólki. Síðan hef ég tekið töluverðan þátt í þjóðfélagsumræðunni, mörgu tengdu umhverfismálum og vona ég að ég verði enn að meðan ég lifi. Ég […]

Unnur Pálmarsdóttir

Haustið er tíminn – Fimm ráð til að koma sér af stað

Helstu kostirnir við að gera líkamsrækt að lífsstíl og stunda daglega eru aukið heilbrigði, andleg og líkamleg vellíðan. Þegar við breytum slíkum lifnaðarháttum þá fylgir aukin orka, ónæmiskerfið verður sterkara, bætt sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Hér eru fimm kostir þess að stunda reglulega líkamsrækt og hreyfingu allt árið. 1. Bætir skapið og styrkir ónæmiskerfið Þarftu […]

Hrönn Pétursdóttir

Fjöldahjálp í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósinni

Í Mosfellsbæ, Kjósinni og á Kjalarnesi eru starfandi þrjár skilgreindar fjöldahjálparstöðvar, í Varmárskóla og Klébergsskóla, og í húsnæði Rauða krossins í Þverholtinu í Mosfellsbæ. Til viðbótar er unnið að því að bæta við tveimur stöðvum, annarri í Mosfellsbæ en hinni í Kjósinni. Þegar loka þarf veginum um Kjalarnes gerist það oftar en ekki að opna […]

Lóa Björk Kjartansdóttir

Hvað ætlar þú að gera í vetur?

Nú þegar líður að hausti fara margir að huga að því hvað þá langar að gera í vetur. Félagar í POWERtalk deildinni Korpu hafa verið í góðu sumarfríi en eru byrjaðir að huga að vetrarstarfinu. POWERtalk samtökin eru þjálfunarsamtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. Markmið POWERtalk eru sjálfstyrking, uppbygging […]

Bryndís Haraldsdóttir

Ný bæjarstjórn

Um miðjan þennan mánuð lét ég af störfum sem bæjarfulltrúi, ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja í bæjarstjórn í 8 ár og sem varamaður 8 ár þar á undan. Það eru því orðin heil 16 ár síðan ég kom fyrst að bæjarmálunum. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og ég verð að viðurkenna […]

Tómas G. Gíslason

Flokkun á plasti í Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur frá því sl. vor boðið íbúum upp á aukna þjónustu varðandi flokkun á plasti frá heimilum til endurvinnslu, þar sem heimilt er að flokka plast í lokuðum plastpokum í gráu sorptunnuna. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæjar, Hafnafjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarnesbæjar. Sérhæfður vélbúnaður SORPU flokkar síðan plastið […]

Anna Sigríður Guðnadóttir

Eftir kosningar

Ég leyni því ekki að niðurstöður kosninganna þann 26. maí voru vonbrigði fyrir Samfylkinguna í Mosfellsbæ. Framboðum fjölgaði til muna í bænum við þessar kosningar frá þeim síðustu og ljóst að mun meiri samkeppni yrði um atkvæðin. Enda kom það á daginn og niðurstaðan varð að Samfylkingin tapaði einum bæjarfulltrúa. Miklar breytingar verða nú í […]

Guðjón Jensson

Finnsku húsin í Arnartanga

Aðfaranótt 23. janúar 1973 hófst mikið eldgos í Heimaey eins og kunnugt er. Í vetur sem leið voru því 45 ár liðin frá þessum atburði. Frækilegur brottflutningur fólks varð víðfrægur um allan hinn upplýsta heim og dáðust margar þjóðir að hversu Íslendingar reyndust úræðagóðir þegar mikið reyndi á. Víða barst aðstoð erlendis frá. Norðurlöndin brugðust […]