Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

Ég brenn fyrir verkefnunum

Það eru forréttindi að fá tækifæri til að taka þátt í stjórnmálum í samfélagi eins og Mosfellsbæ. Í Mosfellssveit, sem hún hét þá, eyddi ég æsku minni áhyggjulaus þar sem vinirnir, hesthúsin, íþróttahúsið og skólinn, í þessari röð, skiptu mestu máli. Það var langt til Reykjavíkur og við vorum sjálfum okkur næg framan af. Ég […]

Bjarki Bjarnason

Söfnun og endurvinnsla á plasti

Sérsöfnun á plasti í Mosfellsbæ hefst 1. mars nk. Frá þeim degi geta Mosfellingar sett allt hreint plast í poka sem fer síðan í orkutunnuna (dökkgráu/svörtu tunnuna) við heimili bæjarbúa. Söfnun þessi er samstarfsverkefni fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem eru: Mosfellsbær, Hafnarfjörður, Garðabær og Seltjarnarnes. Pokarnir verða fluttir í endurvinnslustöð SORPU þar sem þeir verða […]

Helga Jóhannesdóttir

Helga gefur kost á sér í 3. sæti

Ágætu Mosfellingar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar nú í vor. Ég hef mikinn áhuga á málefnum bæjarins almennt, verkefnum bæjarins sem og þeirri þjónustu sem bærinn veitir íbúum sínum og er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum næstu árin til að bæta og efla […]

Haraldur Sverrisson

Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Töluverð umræða hefur verið að undanförnu um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Þessi umræða hefur snúist um ástandið eins og það er í dag en sífellt lengri tíma tekur að ferðast um höfuðborgarsvæðið á álagstímum. Einnig hefur umræðan snúist um hver stefnan eigi að vera til framtíðar og hverjir séu valmöguleikarnir í stöðunni. Hágæða almenningssamgöngur eða einkabíll? […]

Hildur Margrétardóttir

Framtíð Hlégarðs

Málefni Hlégarðs eru nú til umræðu í menningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Framtíð hússins er óviss en niðurstaða mikilvæg því hún hefur þýðingu fyrir svarið við þeirri spurningu hvort Mosfellsbær er úthverfi frá Reykjavík í félagslegu og menningarlegu tilliti eða bæjarfélag með sterka sjálfsímynd. Um langt skeið hefur húsið verið leigt út til einkaaðila sem samið hafa um […]