Fjalar Freyr Einarsson

Einvera – einföld leið til agastjórnunar

Einvera er aðferð til að stöðva hegðunarvanda með því að koma barninu úr þeim kringumstæðum sem það er í á skjótan og einfaldan hátt. Aðferðin er notuð á börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Um leið og barn sýnir óásættanlega hegðun fær það aðvörun þannig að talið er frá einum upp í þrjá. Fyrst […]

Una Hildardóttir

Nýtum kosningarétt okkar

Kæru Mosfellingar! Dagana 7.–21. er vefur samráðsverkefnisins Okkar Mosó opinn fyrir tillögum íbúa. Með þátttöku í verkefninu geta bæjarbúar haft áhrif á forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Í ár er gert ráð fyrir 35 milljónum króna í framkvæmdirnar og hækkar fjármagnið um 10 milljónir króna milli ára en í […]

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

Leikskólar í Mosfellsbæ í fremstu röð

Mosfellsbær leggur sig fram við að bjóða sem besta þjónustu í öllum sínum skólastofnunum. Dagforeldrar, ungbarnadeildir, leikskóladeildir og grunnskólar veita mikilvæga þjónustu sem skiptir flestöll heimili í bænum miklu máli. Hér verður stuttlega fjallað um þjónustuna fyrir foreldra yngstu barnanna. Fjölgun plássa á ungbarnadeildum Á undanförnum tveimur árum hefur verið gert sérstakt átak í þjónustu […]

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Vorkoman og fermingar

Á þessum tíma á hverju ári breytist takturinn í kirkjunni hér í Lágafellssókn. Það eru fyrstu vorboðarnir sem gefa nýjan takt – fermingarbörnin. Nú er undibúningur komandi fermingarathafna genginn í garð og kominn á fullt skrið í kirkjunni. Væntanlega er það, eða verður einnig reyndin í fjölskyldum þeirra barna sem fermast. Tími eftirvæntingar og gleði. […]

Bryndís Haraldsdóttir

Samgönguáætlun og fjármögnun samgöngumannvirkja

Nýverið samþykkti Alþingi samgönguáætlun, í fyrsta skipti til 15 ára með aðgerðaáætlun til 5 ára. Er það hluti af breyttum áherslum í Stjórnarráðinu um að horft sé til lengri tíma í allri stefnumótun. Umræðan um samgönguáætlun var að miklu leyti um hugmyndir að því hvernig hægt sé að hraða enn frekar uppbyggingu samgöngumannvirkja með gjaldtöku. […]

Arna Hagalínsdóttir

Hugurinn skapar þann veruleika sem við upplifum…

Í janúar er ár frá því að ég tók þeirri áskorun að stíga inn í okkar pólitíska umhverfi. Árið hefur verið mér afar lærdómsríkt og ég er ykkur einstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem mér hefur verið sýndur. Eftir síðustu kosningar tók ég sæti varabæjarfulltrúa sem 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins og sit í […]

Gunna Stína Einarsdóttir

Blakið að Varmá – glæsileg viðbót!

Frá því að blakdeild Aftureldingar tefldi fram liði í efstu deild á Íslandi hefur Afturelding ávallt verið í keppni um efstu sætin í úrvalsdeild kvenna. Í haust var ákveðið að spila á ungu og reynsluminna liði bæði í meistaraflokki karla og kvenna með aðstoð frá eldri og reyndari leikmönnum. Markmiðið var og er að spila […]

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Eitt hundrað og þrjátíu ára afmæli!

Næstkomandi sunnudag, 24. febrúar kl. 11, höldum við upp á 130 ára afmæli Lágafellskirkju með guðsþjónustu í kirkjunni og bjóðum í kirkjukaffi að athöfn lokinni í Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls að Þverholti 3. Frá þessum kristna helgistað verður af þessu tilefni horft til framtíðar. Hjá prédik­ara dagsins, Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor í guðfræði, verða umhverfismál í öndvegi og […]

Berta Þórhalladóttir

Sjálfsumhyggja

Stundum við nægja sjálfsumhyggju? Ég velti þessu fyrir mér þegar fyrirsagnir helstu fréttamiðla sýna að annar hver maður er í hættu á að kulna í starfi. Þá spyr maður hvað er eiginlega að gerast í samfélaginu. Eru kröfunar of miklar í vinnunni, heima og eða á öllum vígstöðum sem okkur er ætlað að vera á? […]

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

Til hamingju með Helgafellsskóla

Það er ávallt gleðiefni þegar nýr grunnskóli opnar í hverju sveitarfélagi. Það ber merki fjölgunar og blómstrandi mannlífs í nýjum hverfum. Það er sannarlega staðreynd hér í Mosfellsbæ. Helgafellsskóli í Helgafellshverfi sem vígður var 8. janúar síðast liðinn hefur nú bæst í raðir okkar góðu skóla í Mosfellsbæ. 1.-5. bekkur byrjar Margt fólk kom að […]