Arnar Hallsson

Af hverju?

Að birta skoðanir mínar hefur verið mér fjarlægt til þessa, en lengur get ég ekki setið hjá. Ég hef starfað í bænum í rúmt ár og kynnst hluta fólksins í Aftureldingu, mannvirkjum og aðstöðunni að Varmá. Að þjálfa meistaraflokk karla í knattspyrnu hefur fært mér mikla ánægju. Meistaraflokkurinn samanstendur að miklu leyti af uppöldum leikmönnum. […]

Stefán Ómar Jónsson

Uppbygging í Helgafellshverfi – fjölgun íbúða og stóraukin umferð

Gríðarmikil uppbygging hefur átt sér stað í Helgafellshverfi undanfarin ár. Hver byggingin á fætur annarri hefur risið í hverfinu og er breytingin mikil frá hruni þegar eitt fjölbýlishús stóð efst í landinu auk nokkurra stakra húsa. Auk mikilla framkvæmda við uppbyggingu íbúðahúsnæðis í hverfinu er bygging Helgafellsskóla í fullum gangi og ráðgert er að hann […]

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

Skýrar áherslur í fræðslumálum

17% aukning fjármagns á milli ára Mosfellsbær er fjölskylduvænn bær og eftirsóknarverður til búsetu. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022 ber þess merki að við mætum nú nýjum áskorunum og bætum verulega í svo skólar Mosfellsbæjar geti veitt sem allra besta þjónustu. Á það við leikskóla, grunnskóla og frístundaselin. Nú erum við að uppskera og verður starfsfólki […]

Björn Traustason

Viltu stuðla að aukinni kolefnisbindingu með kaupum á íslensku jólatré?

Íslendingar geta lagt sitt af mörkum til að auka bindingu og minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum minnkað losun með því að keyra bílinn minna, nota minna plast, minnkað matarsóun og fleira. Við getum einnig stuðlað að aukinni bindingu koltvísýrings úr andrúmslofti. Skógrækt og landgræðsla stuðla að aukinni bindingu og endurheimt votlendis stuðlar að minni losun […]

Ólöf Kristín Sívertsen

Njótum samverunnar

Nú nálgast jólin óðfluga og aðventan er rétt handan við hornið. Flestir virðast sammála um að það besta við þessa hátíð ljóss og friðar sé samvera með fólkinu sem maður elskar. Fólk fer ýmsar leiðir til að njóta samvistanna, skreyta, baka, borða góðan mat, spila, leika sér úti og svo mætti lengi telja. „Samverudagatal“ Hvernig […]

Lilja Kjartansdóttir

Hraður heimur – Mikilvægi skólaráðs og foreldrafélags

Skólum í Mosfellsbæ fer ört fjölgandi samhliða íbúafjölgun. Fyrir þessari fjölgun hlýtur að vera ástæða en bæjarfélagið laðar til sín fjölda fólks árlega sem að stórum hluta er barnafólk, en almennt er vel haldið utan um skóla bæjarins – það hefur fræðslunefnd verið kynnt á undanförnum vetri þar sem undirrituð er nýr áheyrnarfulltrúi. Við lifum […]

Úrsúla Jünemann

Sitthvað um trjárækt

Við hjónin fluttu í Mosfellssveit fyrir 35 árum, keyptum lítið raðhús í Arnartanganum. Ég man fyrstu árin okkar á nýja staðnum og hversu skelkuð ég var oft þegar óveðrin gengu yfir á veturna og ég var alltaf að bíða eftir að rúðurnar myndu splundrast þegar þær bylgjuðust út og inn. Þá var lítið um hávaxinn […]

Berta Þórhalladóttir

Munum að njóta augnabliksins

Nú fer senn að líða að jólum og lífsgæðakapphlaupið eykst til muna. Stressið og álagið færist í aukana og við þeytumst um göturnar eins og sjálfvirk vélmenni sem varla eru til staðar. Við mætum í vinnuna og eigum við þá eftir að versla inn, útbúa mat, taka til og að sinna börnunum okkar. Ekki má […]

Kristín Vala Ragnarsdóttir

Leyndarmál tískunnar

Við lifum á tímum skyndibita og skynditísku. Þegar við opnum blöðin, eyðum tíma á fésbók eða vöfrum um á alnetinu er endalaust verið að kynna okkur fyrir nýjustu tísku. Það þykir algjörlega saklaust að kaupa sér nýjasta stílinn, jafnvel þó að fataskápurinn sé troðfullur. Það eru ný mynstur, ný snið, nýir litir sem koma í […]

olga

Hugleiðing um menningarmálefni

Kæru Mosfellingar, mig langar að byrja á því að þakka fyrir það traust sem okkur í Vinum Mosfellbæjar var veitt í kosningunum síðastliðið vor. Nýlega fór fram fyrsti fundur í nýrri menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar, þar sem farið var yfir þau mál sem efst eru á baugi hjá nefndinni. Opinn fundur íbúa í Hlégarði í […]