Breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ

Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur Mosfellinga og reyndar landsmenn alla að framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ séu loksins hafnar. Þessi framkvæmd er búin að vera baráttumál bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ í mörg ár og hafa bæjarstjóri og starfsmenn bæjarins verið óþreytandi og lagt á sig mikla vinnu við að þrýsta á Vegagerðina til að […]

Gaman saman í sumar

Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu eftir þennan vægast sagt sérkennilega vetur sem einkennst hefur af vindi, verkföllum og veiru. Hann hefur að mörgu leyti verið erfiður en um leið lærdómsríkur og jafnvel fært okkur enn nær kjarna þess sem skiptir máli í lífinu. Samvera mikilvæg […]

Besta íþróttagreinin

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á ávinning þess fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu að stunda íþróttir. Það sem mestu máli skiptir er að hafa gaman og njóta þess að hreyfa sig, til að hreyfingin skili sem mestri vellíðan. Skipulagt íþróttastarf hefur verndandi áhrif á börn og þau eru ólíklegri til að neyta vímuefna á borð […]

Ræktum okkur sjálf í sumar!

Sumarið er frábær tími til þess að rækta okkur og blómstra! Þar sem sólin skín hátt, dagarnir eru lengri og gleðin er við völd! Á sumrin erum við orkumeiri, njótum útiverunnar betur, förum oftar í sund og jafnvel niður á „strönd“. Þegar við fækkum fötum vaknar ef til vill sjálfsóöryggið og púkinn á öxlinni byrjar […]

Bylting í umhverfismálum á Íslandi

Bygging gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi er eitt stærsta umhverfisverkefni sem Íslendingar hafa ráðist í hingað til. Upphaf verkefnisins má rekja til ársins 2013 með undirritun eigendasamkomulags allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um meðhöndlun úrgangs. Fram kom m.a. í eigendasamkomulaginu að byggð skyldi gas- og jarðgerðarstöð og með því gert kleift að hætta urðun lífræns úrgangs. […]

Í sumarbyrjun

COVID-19, í senn áskoranir og tækifæri Öll þekkjum við glímuna við veiruna skæðu sem undanfarna rúma tvo mánuði hefur ekki aðeins breytt daglegu lífi okkar Mosfellinga heldur allra Íslendinga og íbúa heimsins. Ýmsar áskoranir hafa mætt starfsfólki í hinum ýmsu þjónustustörfum hjá Mosfellsbæ, skipuleggja hefur þurft breytt vinnubrögð, setja upp viðbragðsáætlanir, sóttvarnir og svo framvegis. […]

Félagsskapur er lýðheilsumál

Manneskjan er félagsvera. Fólki sem býr við langvarandi félagslega einangrun er hættara við ýmsum líkamlegum kvillum og verri heilsu en öðrum. Félagsskapur, má því segja, er því lýðheilsumál. Félagsleg einangrun á sér gjarnan erfiðan fylgifisk: Einmanaleikann. Nú á tímum COVID-19 eru margir að upplifa einangrun í fyrsta sinn og eiga erfitt með að takast á […]

„Það bera sig allir vel“

Þennan texta hafa landsmenn sungið með Helga Björnssyni tónlistamanni á hverju laugardagskvöldi meðan hinn alræmdi COVID-19 sjúkdómur hefur gengið yfir heimsbyggðina. Segja má að með þessum orðum hafi Helgi hitt naglann á höfuðið, við höfum almennt borið okkur vel. Ekki hefur þessi veira þó látið okkur Íslendinga ósnerta með andláti tíu einstaklinga sem smituðust af […]

Þakkir til skólafólks í Mosfellsbæ

Mikið hefur gengið á í samfélagi okkar síðustu mánuði og má segja að allt hafi breyst á einni nóttu. Bregðast þurfti hratt og vel við kröfum Almannavarna og tókst skólafólki í Mosfellsbæ að stokka upp í skólastarfinu á met tíma. Unnið var dag og nótt við að undirbúa breytta kennslu og jafnframt tryggja öryggi nemenda […]

Furðulegir tímar

Við lifum svo sannarlega furðulega tíma. Ástandið er erfitt, þungt og tekur á okkur öll. Hið opinbera hefur nú hlutverk sem aldrei fyrr að milda höggið og tryggja velferð allra. Því er mikilvægt og gott að ríkissjóður og sveitarsjóður hafi verið vel reknir. Við höfum borgað okkar skatta og skyldur og kjörnir fulltrúar og starfsmenn […]