Stefán Ómar Jónsson

Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar?

Framboð Vina Mosfellsbæjar lagði á það áherslu í stefnu sinni fyrir kosningarnar 2018 að stemma ætti stigu við sífelldum deiliskipulagsbreytingum og að rök fyrir þeim breytingum sem fallist væri á ættu að vera í almannaþágu og til bóta fyrir heildina jafnt og umsækjendur breytinganna. Á 487. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 31.05.2019 var fyrsta mál á […]

Birna Kristín Jónsdóttir

Jafnrétti í íþróttum

Það sem veðrið er búið að leika við okkur hérna megin landsins í byrjun sumars, þetta er bara dásamlegt. Við fjölskyldan erum til dæmis búin að fara á tvö stór fótboltamót í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki og það hefur varla rignt, þetta gerir allt svo miklu betra og auðveldara. Ég er mjög upprifin yfir þessum […]

Olga Jóhanna Stefánsdóttir

Hlégarður menningar­miðstöð Mosfellsbæjar

Á 8. fundi menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar 21. maí sl. lagði undirrituð áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í Menningar- og nýsköpunarnefnd fram tillögu undir heitinu „Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ“. Tillagan var svohljóðandi: Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að hluti af endurskoðun menningarstefnu fyrir Mosfellsbæ verði stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ þar sem horft […]

Björk Ingadóttir

Framtíð Hlégarðs

Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar vinnur nú að endurskoðun á nýtingarmöguleikum á félagsheimilinu Hlégarði í komandi framtíð. Liður í þeirri vinnu var opinn íbúafundur í Hlégarði 16. október 2018 þar sem Mosfellingum gafst kostur á að koma sínum tillögum á framfæri. Hlégarður var vígður við hátíðlega athöfn 17. mars 1951 og hélt Halldór Laxness þar ræðu, […]

Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir

Unglingar og veip

Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur hvað varðar reykingar og áfengisdrykkju ungmenna. Rúmlega 90% unglinga hafa aldrei reykt eða neytt vímuefna en því miður steðja stöðugt nýjar ógnir að unga fólkinu okkar. Notkun á rafsígarettum eða veipi mælist meiri hér í bæ miðað við notkun á landsvísu en sambærilega þróun má sjá um allt land […]

Fjalar Freyr Einarsson

Ef svarið er nei, reynir barnið bara aftur

Mörg þeirra vandamála sem uppaldendur standa frammi fyrir er hægt að koma í veg fyrir með nokkrum grundvallar atriðum uppeldis. Fyrir börn merkir nei ekki nei heldur aðeins „reyndu betur“. Flestir uppalendur þekkja það þegar barnið fær neitun við því sem það biður um að það fer til annars fullorðins á svæðinu og reynir þar […]

Ólöf Kristín Sívertsen

Með sól í hjarta…

Vorið er skemmtilegur árstími enda dásamlegt að sjá dagana lengjast, trén laufgast, grasið grænka, unga klekjast úr eggjum og svo mætti lengi telja. Það lifnar yfir öllu og nú er um að gera að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir sumarið. Hjólað í vinnuna Nú er tæp vika eftir af lýðheilsuverkefninu Hjólað í vinnuna sem […]

Margrét Guðjónsdóttir

Okkar Mosó 2019!

Kæru Mosfellingar. Íbúalýðræði er eitt af stefnumálum Vina Mosfellsbæjar því við vitum að íbúarnir eru sérfræðingar í nærumhverfinu. Það gleður okkur því að samráðsverkefnið Okkar Mosó 2019 var sett af stað eftir góðan árangur sem varð af verkefninu Okkar Mosó 2017, en þá var kosið á milli 25 hugmynda og komust tíu hugmyndir til framkvæmda. […]

Ásgeir Sveinsson

Uppbygging og viðhald að Varmá

Afturelding, íþróttafélag allra Mosfellinga, heldur upp á 110 ára afmæli um þessar mundir. Það er óhætt að segja að afmælisbarnið beri aldurinn vel, mikill kraftur og eldmóður einkennir starfið innan félagsins og þannig hefur það verið alla tíð. Með ört stækkandi Mosfellsbæ og fjölgun bæjarbúa fjölgar iðkendum og er það mjög jákvæð þróun í því […]

Hanna Guðlaugsdóttir

Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag

Mosfellsbær býður starfsmönnum sínum að sækja fjölbreytta íþróttatíma, þeim að kostnaðarlausu. Er þetta liður í að hvetja alla starfsmenn til að hreyfa sig með reglubundnum hætti, bæta heilsufar sitt, vellíðan og hreysti. Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa starfsmenn sótt tíma í jóga, vatnsleikfimi, Peak Pilates og nú bætast skokk- og hlaupahópar við fram […]