Haraldur Sverrisson

Um áramót

Kæru Mosfellingar! Um áramót er hefðbundið að líta yfir farinn veg, rifja upp og meta hvernig liðið ár hefur gengið og ekki síður að velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Árið 2018 var stórt afmælisár hjá okkur Íslendingum. Því var fagnað að 100 ár voru liðin frá því að Ísland fékk fullveldi […]

Ólöf Kristín Sívertsen

Litið yfir heilsuárið 2018

Eins og undanfarin ár var ýmislegt spennandi í boði í heilsubænum Mosfellsbæ þegar kemur að heilsueflingu og vellíðan bæjarbúa. Leikfiminámskeið fyrir 67+ Rannsóknir hafa sýnt mikinn ávinning af fjölþættri líkamsrækt fyrir elsta aldurshópinn og því var ýtt úr vör tilraunaverkefni á vegum Félags aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos), Mosfellsbæjar og World Class nú á haustmánuðum. Öllum […]

Berta Þórhalladóttir

Áramótaheit!

Gleðilegt nýtt ár kæru Mosfellingar. Árið 2019 er gengið í garð og byrjar dásamlega. Það er ekkert betra en að fara út að skokka í 8 stiga hita í janúar en ég var einmitt að koma af minni fyrstu hlaupahópsæfingu hjá henni Höllu Karen í World Class. Eru allir búnir að setja sér áramótheit? Eða […]

Jón Ágúst Brynjólfsson

Nýárskveðja frá sunddeildinni

Við hér í Mosfellsbæ eigum tvær frábærar sundlaugar. Annars vegar Lágafellslaug sem er ein vinsælasta sundlaug höfuðborgarsvæðisins og hins vegar gamla góða Varmárlaug sem er falinn demantur. Hér er unnið mjög metnaðarfullt starf innan sunddeildar Aftureldingar við afreksþjálfun í sundi. Deildin mun í vor einnig bjóða upp á námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna og þannig […]

Ólöf Kristín Sívertsen

Gefum okkur tíma

Það er auðvelt í amstri hversdagsins að detta í sjálfstýringuna og sérstaklega í kringum hátíðirnar. Mikilvægt er að við gefum sjálfum okkur þá gjöf að staldra við, draga djúpt andann og taka inn augnablikið. Upplifa og njóta líðandi stundar. Veitum athygli Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Veitum börnunum okkar óskipta athygli, hlustum […]

Birna Kristín Jónsdóttir

Jákvæð þróun að Varmá

Árið 2018 leyfi ég mér að segja að sé búið að vera farsælt ár hjá Aftureldingu. Margt gott hefur áunnist í félaginu okkar, árangur innan allra þeirra 11 deilda sem við höfum starfandi er gríðarlegur. Við höfum unnið marga titla og líka stundum verið nálægt því að vinna titla. Enn fremur hefur iðkendum okkar fjölgað […]

Þórunn Magnea Jónsdóttir

Jólaljós og lýsing fyrir börnin, eldri borgara og okkur öll

Á aðventunni skreytum við hús okkar og önnur hýbýli, við lýsum upp tilveruna og skammdegið með fögrum litríkum jólaljósum. Þau veita okkur gleði og við fögnum hvert okkar þessum frítíma fjölskyldurnar í friði og ró. Öll þurfum við ljós í líf okkar og það skiptir málið þegar skamm­degi ríkir að við getum lýst upp bæði […]

Michele Rebora

Umhverfið er okkar

„Umhverfið er okkar,“ stendur fremst á nokkrum trukkum sem keyra mörgum sinnum á dag í gegnum bæinn okkar með baggaðan úrgang á leið í urðun í Álfsnes. Í raun eru mun fleiri bílar sem leggja leið sína þangað en um 150 þúsund tonn af úrgangi verða urðuð í Álfsnesi í ár. Eitt stykki skemmtiferðaskip af […]

Sveinn Óskar Sigurðsson

Höldum gleðileg jól

Nú þegar jólin nálgast og aðventan lýsir okkur inn í nýja tíma er rétt að líta örstutt til baka og þakka þann stuðning sem bæjarbúar veittu Miðflokknum í síðustu kosningum til sveitastjórnar. Hann var ómetanlegur og markmið okkar, sem skipuðum lista flokksins hér í Mosfellsbæ, er að vinna vel fyrir bæjarbúa og tryggja málefnalega og […]

Margrét Lúthersdóttir

Árið sem er að líða

Á sama tíma og við hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ óskum ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við þakka fyrir samstarfið og árið sem er að líða. Starf deildarinnar hefur farið víða á liðnu ári og tekið breytingum í samræmi við breytta íbúasamsetningu. Sjálfboðaliðar deildarinnar prjónuðu fyrir börn í Hvíta-Rússlandi og hælisleitendur á Íslandi, þeir aðstoðuðu börn […]