Bryndís Haraldsdóttir

Ný bæjarstjórn

Um miðjan þennan mánuð lét ég af störfum sem bæjarfulltrúi, ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja í bæjarstjórn í 8 ár og sem varamaður 8 ár þar á undan. Það eru því orðin heil 16 ár síðan ég kom fyrst að bæjarmálunum. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og ég verð að viðurkenna […]

Tómas G. Gíslason

Flokkun á plasti í Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur frá því sl. vor boðið íbúum upp á aukna þjónustu varðandi flokkun á plasti frá heimilum til endurvinnslu, þar sem heimilt er að flokka plast í lokuðum plastpokum í gráu sorptunnuna. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæjar, Hafnafjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarnesbæjar. Sérhæfður vélbúnaður SORPU flokkar síðan plastið […]

Anna Sigríður Guðnadóttir

Eftir kosningar

Ég leyni því ekki að niðurstöður kosninganna þann 26. maí voru vonbrigði fyrir Samfylkinguna í Mosfellsbæ. Framboðum fjölgaði til muna í bænum við þessar kosningar frá þeim síðustu og ljóst að mun meiri samkeppni yrði um atkvæðin. Enda kom það á daginn og niðurstaðan varð að Samfylkingin tapaði einum bæjarfulltrúa. Miklar breytingar verða nú í […]

Guðjón Jensson

Finnsku húsin í Arnartanga

Aðfaranótt 23. janúar 1973 hófst mikið eldgos í Heimaey eins og kunnugt er. Í vetur sem leið voru því 45 ár liðin frá þessum atburði. Frækilegur brottflutningur fólks varð víðfrægur um allan hinn upplýsta heim og dáðust margar þjóðir að hversu Íslendingar reyndust úræðagóðir þegar mikið reyndi á. Víða barst aðstoð erlendis frá. Norðurlöndin brugðust […]

Margrét Guðjónsdóttir

Hlakka til að geta beitt þekkingu minni

Að taka þátt í sveitarstjórn er ábyrgðarfull ákvörðun. Traust íbúanna á kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins er forsenda hins staðbundna lýðræðis. Ég hef búið í Mosfellsbæ frá árinu 1989 og þekki bæinn vel. Eitt af þeim málum sem ég hef brennandi áhuga á eru skipulagsmál. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Mosfellsbæ síðustu ár, […]

Bjarki Bjarnason

Kjósum V-listann!

Ágætu Mosfellingar. Hér á eftir verður greint frá nokkrum stefnumálum V-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fræðslumál Fræðslumálin eru mjög viðamikill málaflokkur, enda rekur sveitarfélagið bæði leikskóla og grunnskóla bæjarins. Á þessu kjörtímabili hefur Bryndís gegnt varaformennsku í fræðslunefnd en á þeim vettvangi hefur bygging Helgafellsskóla verið stærsta verkefnið. VG stendur vörð um öflugt skólastarf á öllum […]

Anna Sigríður Guðnadóttir

Skólarnir okkar

Samfylkingin vill skóla í fremstu röð fyrir börnin í Mosfellsbæ og að allir nemendur fái tækifæri til að þroska hæfileika sína og blómstra. Skólinn gegnir afar mikilvægu hlutverki í að undirbúa börn og ungmenni undir þátttöku í margbreytilegu lýðræðissamfélagi og því þarf að búa þannig að skólunum að þeir hafi nægt bolmagn til að sinna […]

Halldór Þorgeirsson

Fullmekta vegagerð

Vaxandi umferð flutninga- og einkabíla í gegn um Mosfellsbæ er mestmegnis kvöð, hálfgerð konungsskipun, sem rýrir lífsgæði allra íbúa. Skipulag bæjarins hefur alla tíð miðast við Vesturlandsveginn og Þingvallaveginn, eins og þeir séu óbreytanlegar föstur, en eru ekkert nema mannanna verk, eitthvað úr fortíðinni eins og amboðin í Árbæjarsafni. Nefnd vegstæði eiga fyrst og síðast […]

Hildur Björg Bæringsdóttir

Betri menntun í blómstrandi bæ

Í Mosfellsbæ er fjórðungur bæjarbúa á grunnskólaaldri og málefni dagvistunar, skóla og tómstunda því sjálfkrafa í brennidepli hjá stórum hluta bæjarbúa. Það er okkur hjartans mál að gera betur í skólamálum, tryggja dagvistun og að börnum og starfsfólki líði vel. Það er alveg frábært hvað kennarar og starfsmenn skólanna standa sig vel miðað við þær […]