Íslenskir karlmenn

Jóna Björg Ólafsdóttir

Jóna Björg Ólafsdóttir

Maður kom á bifvélaverkstæðið og hitti þar fyrir bifvélavirkjann. Getur þú gert við bílinn minn, sagði maðurinn. Já ekkert mál, sagði bifvélavirkinn, en ég kemst ekki í það alveg strax af því að ég er að fara í fótaaðgerð. Ha, sagði hinn, ertu að fara í hvað?
Nú ég er að fara í fótaaðgerð, svaraði bifvélavirkinn, þú veist þar sem að það er tekið siggið af hælunum, klipptar neglurnar og þær snyrtar og allt það. Fótaaðgerð! Er þetta ekki bara ekki eitthvað bölvað pjatt? spurði viðskiptavinurinn.

Upphersla á fótabúnaði
Pjatt! Gall í bifvélavirkjanum. Þú verður að læra að hugsa um fæturna þína eins og bílinn þinn, sagði bifvélavirkinn. Þú ferð ekkert langt á lélegum dekkjum eða hvað? Líkami okkar er eins og vél í bíl þar sem fæturnir eru dekkin. Það er ekki nóg að bíllinn þinn líti voðalega út ef dekkin eru gatslitin. Fæturnir eru undirstaðan, þú veist. Við verðum að fara reglulega í uppherslu á fótabúnaðinum okkar alveg eins og með bílinn. Hmm, sagði hinn og var hugsi, en bíddu eru það ekki bara einhverjar kjellingar sem fara í svona?

Konur og menn
Bifvélavirkinn starði með undrunarsvip á viðskiptavininn og sagði svo: Veistu bara ekkert um þetta maður? Nú skal ég segja þér hvernig þetta fer fram. Þetta er bara þannig að maður kemur þarna á stofuna til stelpnanna. Þú ferð í heitt og notalegt fótabað. Færð gott kaffi. Svo situr maður þarna og slappar af og spjallar við fótaaðgerðafræðinginn um daginn og veginn á meðan að fæturnir eru teknir í gegn. Svo eftir klukkutíma gengur þú út eins og nýr maður.
Kemur svo heim og konan agalega kát þegar þú skríður upp í vegna þess að nú er ekkert hart sigg á hælunum sem að rispar leggina á henni. Þannig að kannski er þetta bara fyrir okkur bæði. Annars get ég sagt þér að það eru fleiri karlar en konur sem fara í fótaaðgerð ! Hmm er það, sagði maðurinn verulega hissa. En hva afhverju talar enginn um þetta ?

Íslenskir karlmenn fara í fótaaðgerð!
Pantaðu þér tíma strax í dag!

Jóna Björg Ólafsdóttir
Fótaaðgerðafræðingur
Líkami og sál s. 566-6307

Greinin birtist í Mosfellingi 10. mars 2016